Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. október 2018 07:15 Hafnartorg er miðpunktur ásakana á hendur RÚV. Fréttablaðið/Eyþór „Ef það einhvern tíma voru einhverjir rannsóknarhagsmunir í málinu þá eru þeir löngu spilltir,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sem telur Fjölmiðlanefnd hafa ónýtt kærumál hans á hendur Ríkisútvarpinu. Eins og fram hefur komið óskaði Magnús eftir því við Fjölmiðlanefnd að hún hæfi formlega rannsókn „á óeðlilegum tengslum auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá Ríkisútvarpinu sjónvarpi“, eins og hann orðar það í kæru. Sagði Magnús frétt í sjónvarpsfréttum RÚV um Hafnartorg 1. október síðastliðinn staðfesta „í eitt skipti fyrir öll óheppileg og reyndar ólögleg tengsl auglýsingasölu og dagskrárgerðar hjá Ríkisútvarpinu“. Að sögn Magnúsar var fréttin á RÚV birt í kjölfar þess að ákveðið var að birta nýja og dýra auglýsingu um Hafnartorg hjá RÚV en ekki hjá Símanum því Síminn reki ekki fréttastofu „og ætlun auglýsenda væri að komast að í fréttum“, útskýrir hann í kærunni til Fjölmiðlanefndar. Aðspurður segir Magnús að Síminn hafi því miður ekki tölvupósta eða slík gögn sem staðfesti að auglýsingin um Hafnartorg hafi á endanum ekki verið flutt í Sjónvarpi Símans á þeim grundvelli að fyrirtækið sé ekki með fréttastofu. „Tilboðinu var hafnað á þeim forsendum að Hafnartorg hefði áhuga á því að vera meira í fréttum og við bjóðum ekki upp á slíka þjónustu,“ segir hann. Áðurnefnd frétt RÚV hafi öll ekki verið annað en auglýsing. „Þörf Hafnartorgs núna er að klára að selja húsnæði. Þessi frétt er hluti af því verkefni.“ Í kærunni til Fjölmiðlanefndar óskaði Magnús eftir því að gerð yrði húsleit hjá RÚV. Hann segir málið nú hins vegar fyrir bí. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús. Þótt Magnús telji þetta mál úr sögunni segir hann fleiri mál sem tengist RÚV til skoðunar hjá eftirlitsaðilum. Nefnir hann að samkeppnisrekstur RÚV sé ekki í sérstökum félögum eins og lög bjóði og að til skoðunar sé hvernig var staðið að auglýsingasölu fyrir HM í fótbolta. „Það eru ekki til staðar þessir Kínamúrar sem Rakel Þorbergsdóttir [fréttastjóri RÚV] vísar í. Þeir eru ímyndaðir.“ Þess ber að geta að á ruv.is var í fyrrakvöld haft eftir Rakel Þorbergsdóttur að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
„Ef það einhvern tíma voru einhverjir rannsóknarhagsmunir í málinu þá eru þeir löngu spilltir,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sem telur Fjölmiðlanefnd hafa ónýtt kærumál hans á hendur Ríkisútvarpinu. Eins og fram hefur komið óskaði Magnús eftir því við Fjölmiðlanefnd að hún hæfi formlega rannsókn „á óeðlilegum tengslum auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá Ríkisútvarpinu sjónvarpi“, eins og hann orðar það í kæru. Sagði Magnús frétt í sjónvarpsfréttum RÚV um Hafnartorg 1. október síðastliðinn staðfesta „í eitt skipti fyrir öll óheppileg og reyndar ólögleg tengsl auglýsingasölu og dagskrárgerðar hjá Ríkisútvarpinu“. Að sögn Magnúsar var fréttin á RÚV birt í kjölfar þess að ákveðið var að birta nýja og dýra auglýsingu um Hafnartorg hjá RÚV en ekki hjá Símanum því Síminn reki ekki fréttastofu „og ætlun auglýsenda væri að komast að í fréttum“, útskýrir hann í kærunni til Fjölmiðlanefndar. Aðspurður segir Magnús að Síminn hafi því miður ekki tölvupósta eða slík gögn sem staðfesti að auglýsingin um Hafnartorg hafi á endanum ekki verið flutt í Sjónvarpi Símans á þeim grundvelli að fyrirtækið sé ekki með fréttastofu. „Tilboðinu var hafnað á þeim forsendum að Hafnartorg hefði áhuga á því að vera meira í fréttum og við bjóðum ekki upp á slíka þjónustu,“ segir hann. Áðurnefnd frétt RÚV hafi öll ekki verið annað en auglýsing. „Þörf Hafnartorgs núna er að klára að selja húsnæði. Þessi frétt er hluti af því verkefni.“ Í kærunni til Fjölmiðlanefndar óskaði Magnús eftir því að gerð yrði húsleit hjá RÚV. Hann segir málið nú hins vegar fyrir bí. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús. Þótt Magnús telji þetta mál úr sögunni segir hann fleiri mál sem tengist RÚV til skoðunar hjá eftirlitsaðilum. Nefnir hann að samkeppnisrekstur RÚV sé ekki í sérstökum félögum eins og lög bjóði og að til skoðunar sé hvernig var staðið að auglýsingasölu fyrir HM í fótbolta. „Það eru ekki til staðar þessir Kínamúrar sem Rakel Þorbergsdóttir [fréttastjóri RÚV] vísar í. Þeir eru ímyndaðir.“ Þess ber að geta að á ruv.is var í fyrrakvöld haft eftir Rakel Þorbergsdóttur að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45