Fóðrun í fiskeldi á Austfjörðum fjarstýrt frá Noregi eftir áramót Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. október 2018 06:30 Fiskeldi Austfjarða er með eldi bæði í Berufirði og á Fáskrúðsfirði. Fréttablaðið/Vilhelm Stefnt er að því að allri fóðrun í kvíum Fiskeldis Austfjarða hf. verði fjarstýrt frá Noregi innan tíðar. Þetta kemur fram í viðtali við Roar Myrhe, framkvæmdastjóra norska eldisfyrirtækisins Midt-Norsk Havbruk, í tímaritinu Intrafish í síðustu viku. Norska fyrirtækið á 62 prósenta hlut í Fiskeldi Austfjarða. „Við munum gera prófanir í haust og ganga úr skugga um að allar tengingar séu öruggar með það að markmiði að geta hafið fóðrunina í janúar 2019,“ segir Myrhe í samtali við tímaritið. Hann segir að fóðruninni verði stýrt frá starfstöð fyrirtækisins í Rorvik í Noregi og þeir starfsmenn sem komi til með að stýra fóðruninni muni ekki hafa önnur störf með höndum. Frá stjórnstöðinni í Rorvik muni þeir hafa fullkomna yfirsýn yfir það sem fram fer í eldisstöðinni á Austurlandi í gegnum nema, myndavélar og aðrar upplýsingar. Hin nýja tækni muni gera fyrirtækinu kleift að fjarfóðra fiskinn jafnvel í vondu veðri þegar erfitt getur verið að komast á staðinn. „Það er verið að nota nýjustu tækni við að fóðra fiskinn sem best þannig að við náum bæði betri vexti og betri nýtingu á fóðrinu,“ segir Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða. Aðspurður segir Guðmundur að ekki sé gert ráð fyrir fækkun starfsfólks vegna þessara breytinga. „Ekki hjá okkur, nei, af því að við erum enn að stækka.“ Fyrirtækið hefur framleiðsluleyfi fyrir 11.000 tonn af laxi og regnbogasilungi, en hefur sótt um leyfi til framleiðsluaukningar og áætlanir gera ráð fyrir því að eingöngu verði alinn lax og að árleg slátrun úr fiskeldinu aukist úr 11.000 tonnum í 21.000 tonn. Fyrirtækið er með eldi í kvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði en vinnslan er staðsett á Djúpavogi. Guðmundur segir að um 20 manns starfi við eldið sjálft en í kringum 50 manns vinni í vinnslunni á Djúpavogi. Þá eigi eftir að telja fjölda afleiddra starfa. „Við erum náttúrulega með plön um að stækka töluvert mikið og þá verður til grundvöllur til að setja upp sams konar stjórnstöð fyrir fóðrun á Íslandi eins og þeir eru með í Noregi,“ segir Guðmundur. Ef litið er til þróunar í sjávarútvegi hefur störfum í veiðum og vinnslu fækkað um helming á rúmum tveimur áratugum. Í skýrslu Hugins Freys Þorsteinssonar, sem unnin var fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, er fjallað um tæknibyltinguna sem skilað hefur mikilli hagræðingu og fækkun starfa í veiðum og vinnslu. Þannig hafi störf í veiðum og vinnslu verið 16.000 árið 1995 en hafi fækkað um helming og séu nú aðeins í kringum 8.000, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Aðspurður segist Huginn ekki þekkja nægilega til starfa í fiskeldi til að segja til um hvort sjálfvirkni geti leyst þau af hólmi, þótt sú þróun hafi vissulega orðið í sjávarútvegi. Þar hafi ný hátæknistörf orðið til í staðinn, segir Huginn og bendir á fyrirtækið Marel sem augljóst dæmi. Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Fjarðabyggð Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Stefnt er að því að allri fóðrun í kvíum Fiskeldis Austfjarða hf. verði fjarstýrt frá Noregi innan tíðar. Þetta kemur fram í viðtali við Roar Myrhe, framkvæmdastjóra norska eldisfyrirtækisins Midt-Norsk Havbruk, í tímaritinu Intrafish í síðustu viku. Norska fyrirtækið á 62 prósenta hlut í Fiskeldi Austfjarða. „Við munum gera prófanir í haust og ganga úr skugga um að allar tengingar séu öruggar með það að markmiði að geta hafið fóðrunina í janúar 2019,“ segir Myrhe í samtali við tímaritið. Hann segir að fóðruninni verði stýrt frá starfstöð fyrirtækisins í Rorvik í Noregi og þeir starfsmenn sem komi til með að stýra fóðruninni muni ekki hafa önnur störf með höndum. Frá stjórnstöðinni í Rorvik muni þeir hafa fullkomna yfirsýn yfir það sem fram fer í eldisstöðinni á Austurlandi í gegnum nema, myndavélar og aðrar upplýsingar. Hin nýja tækni muni gera fyrirtækinu kleift að fjarfóðra fiskinn jafnvel í vondu veðri þegar erfitt getur verið að komast á staðinn. „Það er verið að nota nýjustu tækni við að fóðra fiskinn sem best þannig að við náum bæði betri vexti og betri nýtingu á fóðrinu,“ segir Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða. Aðspurður segir Guðmundur að ekki sé gert ráð fyrir fækkun starfsfólks vegna þessara breytinga. „Ekki hjá okkur, nei, af því að við erum enn að stækka.“ Fyrirtækið hefur framleiðsluleyfi fyrir 11.000 tonn af laxi og regnbogasilungi, en hefur sótt um leyfi til framleiðsluaukningar og áætlanir gera ráð fyrir því að eingöngu verði alinn lax og að árleg slátrun úr fiskeldinu aukist úr 11.000 tonnum í 21.000 tonn. Fyrirtækið er með eldi í kvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði en vinnslan er staðsett á Djúpavogi. Guðmundur segir að um 20 manns starfi við eldið sjálft en í kringum 50 manns vinni í vinnslunni á Djúpavogi. Þá eigi eftir að telja fjölda afleiddra starfa. „Við erum náttúrulega með plön um að stækka töluvert mikið og þá verður til grundvöllur til að setja upp sams konar stjórnstöð fyrir fóðrun á Íslandi eins og þeir eru með í Noregi,“ segir Guðmundur. Ef litið er til þróunar í sjávarútvegi hefur störfum í veiðum og vinnslu fækkað um helming á rúmum tveimur áratugum. Í skýrslu Hugins Freys Þorsteinssonar, sem unnin var fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, er fjallað um tæknibyltinguna sem skilað hefur mikilli hagræðingu og fækkun starfa í veiðum og vinnslu. Þannig hafi störf í veiðum og vinnslu verið 16.000 árið 1995 en hafi fækkað um helming og séu nú aðeins í kringum 8.000, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Aðspurður segist Huginn ekki þekkja nægilega til starfa í fiskeldi til að segja til um hvort sjálfvirkni geti leyst þau af hólmi, þótt sú þróun hafi vissulega orðið í sjávarútvegi. Þar hafi ný hátæknistörf orðið til í staðinn, segir Huginn og bendir á fyrirtækið Marel sem augljóst dæmi.
Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Fjarðabyggð Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira