Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2018 08:52 Thomas Møller Olsen í Landsrétti í morgun. Grænlendingurinn huldi andlit sitt í héraði og náðu íslenskir fjölmiðlar engum myndum af dæmda morðingjanum. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. Møller Olsen er meðal þeirra sem gefa mun skýrslu fyrir dómi en þá munu grænlenskir skipverjar gefa skýrslu símleiðis. Málsvörn Björgvins Jónssonar, verjanda Møller Olsen, byggir sem fyrr á því að gera hlut skipverjans Nikolaj Olsen tortryggilegan. Sá var í Kia Rio bílnum þegar Birna fór í bílinn í miðbæ Reykjavíkur. Nikolaj Olsen bar að miklu leyti fyrir sig minnisleysi sökum ofneyslu áfengis þegar málið var flutt í héraði. Björgvin sá þó ekki ástæðu til þess að óska eftir því að Niklaj Olsen gæfi aftur skýrslu fyrir dómi. Við undirbúningsþinghald í síðustu viku sagði Björgvin það mögulega mistök af sinni hálfu. Þá verður ekkert af því að Møller Olsen máti úlpu í dómal eins og til stóð. Úlpan fannst blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Møller Olsen hefur mátað úlpuna undir eftirliti tæknideildar lögreglu en hann neitar að um hans úlpu sé að ræða. Hún sé of lítil á hann. Mynd af Møller Olsen í úlpunni er meðal gagna sem lögð verða fram í dag.Aðalmeðferðin mun standa fram eftir degi.Vísir/VilhelmStendur fram eftir degi Þá verður einnig lögð fram mynd af Nikolaj Olsen af Instagram-síðu unnustu hans og samanklippt myndband úr eftirlitsmyndavél við skála Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sem sækir málið segir engin af þeim gögnum sem verjandi Møller Olsen hyggst leggja fram sýna fram á sekt Nikolaj Olsen og þar með sýknu Møller Olsen. Blaðamaður Vísis verður í dómsal í dag. Fjölmiðlar mega ekki flytja fréttir af skýrslutökunum, þar á meðal yfir Møller Olsen, fyrr en skýrslutökum yfir þeim öllum verður lokið. Þá hafa aðstandendur farið fram á að þinghaldi verði lokað verði birtar myndir af Birnu Brjánsdóttur í dómsalnum. Aðalmeðferðin hefst klukkan 9. Að loknum skýrslutökum og spilunum á upptökum, sem áætlað er að taki um þrjár klukkustundir, hefur ákæruvaldið 90 mínútur í málflutning, Björgvin Jónsson verjandi tvær klukkustundir og lögmaður foreldra Birnu þrjátíu mínútur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31 Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15 „Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé fráleit. 21. september 2018 14:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. Møller Olsen er meðal þeirra sem gefa mun skýrslu fyrir dómi en þá munu grænlenskir skipverjar gefa skýrslu símleiðis. Málsvörn Björgvins Jónssonar, verjanda Møller Olsen, byggir sem fyrr á því að gera hlut skipverjans Nikolaj Olsen tortryggilegan. Sá var í Kia Rio bílnum þegar Birna fór í bílinn í miðbæ Reykjavíkur. Nikolaj Olsen bar að miklu leyti fyrir sig minnisleysi sökum ofneyslu áfengis þegar málið var flutt í héraði. Björgvin sá þó ekki ástæðu til þess að óska eftir því að Niklaj Olsen gæfi aftur skýrslu fyrir dómi. Við undirbúningsþinghald í síðustu viku sagði Björgvin það mögulega mistök af sinni hálfu. Þá verður ekkert af því að Møller Olsen máti úlpu í dómal eins og til stóð. Úlpan fannst blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Møller Olsen hefur mátað úlpuna undir eftirliti tæknideildar lögreglu en hann neitar að um hans úlpu sé að ræða. Hún sé of lítil á hann. Mynd af Møller Olsen í úlpunni er meðal gagna sem lögð verða fram í dag.Aðalmeðferðin mun standa fram eftir degi.Vísir/VilhelmStendur fram eftir degi Þá verður einnig lögð fram mynd af Nikolaj Olsen af Instagram-síðu unnustu hans og samanklippt myndband úr eftirlitsmyndavél við skála Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sem sækir málið segir engin af þeim gögnum sem verjandi Møller Olsen hyggst leggja fram sýna fram á sekt Nikolaj Olsen og þar með sýknu Møller Olsen. Blaðamaður Vísis verður í dómsal í dag. Fjölmiðlar mega ekki flytja fréttir af skýrslutökunum, þar á meðal yfir Møller Olsen, fyrr en skýrslutökum yfir þeim öllum verður lokið. Þá hafa aðstandendur farið fram á að þinghaldi verði lokað verði birtar myndir af Birnu Brjánsdóttur í dómsalnum. Aðalmeðferðin hefst klukkan 9. Að loknum skýrslutökum og spilunum á upptökum, sem áætlað er að taki um þrjár klukkustundir, hefur ákæruvaldið 90 mínútur í málflutning, Björgvin Jónsson verjandi tvær klukkustundir og lögmaður foreldra Birnu þrjátíu mínútur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31 Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15 „Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé fráleit. 21. september 2018 14:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31
Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15
„Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé fráleit. 21. september 2018 14:00