Gerði orð Tinu Fey að sínum Benedikt Bóas skrifar 29. október 2018 07:00 Björgvin Franz kann alveg ágætlega við sig bakvið tjöldin en verkið fæddist í Harvardskólanum fræga. Fréttablaðið/Anton Ég segi eins og Tina Fey, stórgrínisti og fyrsti yfirmaður hjá SNL. Hún segir að listin við að vera stjórnandi sé að ráða hæfileikaríkasta fólkið og fara frá. Ég fór eftir þessu ráði og réð stórkostlegt fólk í kringum mig og reyndi svo að halda utan um verkið,“ segir Björgvin Franz Gíslason en hann settist í fyrsta sinn leikstjórastólinn, í sýningunni Flóttinn frá Nótnaheimum sem sýnd er í Hörpu. Allir þriðjubekkingar í Reykjavík hafa fengið boð um að sjá sýninguna en sex sýningar eru búnar. „Við trúum ekki stemningunni sem næst í salinn. Krakkarnir tryllast alveg og taka virkan þátt,“ segir hann glaður. Björgvin skrifaði verkið ásamt Ólafi Reyni Guðmundssyni lögfræðingi. „Þetta byrjaði sem verkefni hjá Ólafi þegar hann var að læra í Harvard. Hann er líka tónlistarmaður og langaði að gera verkefni þar sem börn fá alvöru innsýn í tónlist og læra hvernig á að vinna fallega saman. Nótur eru ólíkar eins og mannfólkið. Inn í þetta kemur herra taktur sem heldur takti í heiminum. Sér til þess að sólin rísi og setjist og gefur taktinn fyrir daginn.“Björgvin Franz vonar að sýningarnar fari í almenna sölu svo fleiri geti notið.Sýningin fjallar um nótuna Fröken Fa sem hefur sungið sama tóninn í árhundruð í hinum ýmsu tónverkum. Einn daginn fær hún nóg. Hún ákveður að stinga af úr Nótnaheimum til að ferðast og geta sungið sinn eigin tón, alein. Herra Taktur ákveður líka að stinga af þar sem honum finnst enginn vera í takt við hann lengur. Ákvörðun þeirra hefur þó alvarlegar afleiðingar. Aflýsa þarf öllum tónleikum, taktur samfélagsins fer úr skorðum og mikið hættuástand skapast. Smám saman átta þau sig á alvarleika gjörða sinna og ákveða að koma öðrum nótum, sem einnig hafa stungið af, aftur til Nótnaheima. Til þess að svo megi verða þurfa þau aðstoð frá áhorfendum en vonandi er ekki of seint að fá alla til að vinna fallega saman í hljómþýðum takti við umhverfi sitt. „Þetta hefur heppnast vel og er fallegur boðskapur. Þetta hefur reynt töluvert á en samt er ég bara með tvo leikara í sýningunni svo ég get ekki ímyndað mér hvernig er að gera stór verk með 30 dönsurum og leikurum og svo framvegis.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Sjá meira
Ég segi eins og Tina Fey, stórgrínisti og fyrsti yfirmaður hjá SNL. Hún segir að listin við að vera stjórnandi sé að ráða hæfileikaríkasta fólkið og fara frá. Ég fór eftir þessu ráði og réð stórkostlegt fólk í kringum mig og reyndi svo að halda utan um verkið,“ segir Björgvin Franz Gíslason en hann settist í fyrsta sinn leikstjórastólinn, í sýningunni Flóttinn frá Nótnaheimum sem sýnd er í Hörpu. Allir þriðjubekkingar í Reykjavík hafa fengið boð um að sjá sýninguna en sex sýningar eru búnar. „Við trúum ekki stemningunni sem næst í salinn. Krakkarnir tryllast alveg og taka virkan þátt,“ segir hann glaður. Björgvin skrifaði verkið ásamt Ólafi Reyni Guðmundssyni lögfræðingi. „Þetta byrjaði sem verkefni hjá Ólafi þegar hann var að læra í Harvard. Hann er líka tónlistarmaður og langaði að gera verkefni þar sem börn fá alvöru innsýn í tónlist og læra hvernig á að vinna fallega saman. Nótur eru ólíkar eins og mannfólkið. Inn í þetta kemur herra taktur sem heldur takti í heiminum. Sér til þess að sólin rísi og setjist og gefur taktinn fyrir daginn.“Björgvin Franz vonar að sýningarnar fari í almenna sölu svo fleiri geti notið.Sýningin fjallar um nótuna Fröken Fa sem hefur sungið sama tóninn í árhundruð í hinum ýmsu tónverkum. Einn daginn fær hún nóg. Hún ákveður að stinga af úr Nótnaheimum til að ferðast og geta sungið sinn eigin tón, alein. Herra Taktur ákveður líka að stinga af þar sem honum finnst enginn vera í takt við hann lengur. Ákvörðun þeirra hefur þó alvarlegar afleiðingar. Aflýsa þarf öllum tónleikum, taktur samfélagsins fer úr skorðum og mikið hættuástand skapast. Smám saman átta þau sig á alvarleika gjörða sinna og ákveða að koma öðrum nótum, sem einnig hafa stungið af, aftur til Nótnaheima. Til þess að svo megi verða þurfa þau aðstoð frá áhorfendum en vonandi er ekki of seint að fá alla til að vinna fallega saman í hljómþýðum takti við umhverfi sitt. „Þetta hefur heppnast vel og er fallegur boðskapur. Þetta hefur reynt töluvert á en samt er ég bara með tvo leikara í sýningunni svo ég get ekki ímyndað mér hvernig er að gera stór verk með 30 dönsurum og leikurum og svo framvegis.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Sjá meira