Litla hafpulsan í tjörninni vekur athygli Andri Eysteinsson skrifar 27. október 2018 16:38 Hér sést Litla Hafpulsan á Reykjavíkurtjörn. Vísir/Andri Magnús Eysteinsson Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir afhjúpaði í gær verk sitt, Litlu hafpulsuna, sem er framlag Steinunnar til Cycle listahátíðarinnar sem fer fram að mestu í Kópavogi. Litla hafpulsan er staðsett í Tjörninni og hefur vakið athygli miðbæjargesta í dag. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum að fólk velti því fyrir sér hvað sé þarna komið í tjörnina. Á vef Listahátíðarinnar segir að verkið sé Framlag Steinunnar til 100 ára fullveldisafmælis Íslendinga.Pulsan hefur verið viðfangsefni Steinunnar í þónokkrum verkum hennar en árið 2009 sýndi hún myndbandsverkið Lýðræðið er Pulsa. Í samtali við blaðamann Vísis sagði Steinunn að Pulsan, þjóðarréttur Íslendinga, sé myndlíking hennar við lýðræðið. Steinunn hugðist sýna verkið ásamt innsetningum eða öðrum listformum við hverjar alþingiskosningar. Kosningarnar segir hún samsvara því þegar álegg eru valin á pulsu. Sinnep, remúlaði eða tómatsósa, allt sé þetta svipað og „cheap“.Situr eins og litla danska hafmeyjan á brauðbollu Steinunn segir litlu hafpulsuna hafa komið til hennar sem teikning. „Mér fannst þetta vera fullveldið, sæti eins og litla danska hafmeyjan á svona lítilli brauðbollu og yrði að vera í tjörninni í Reykjavík“ sagði Steinunn og sagði Litlu hafpulsuna vísa í dönsku hafmeyjuna. Sem væri agnarsmá en vekur mikla athygli.Einnig sagði Steinunn aðra túlkunarmöguleika í Hafpulsunni. Kynusli er einn þeirra, reðurtáknið, pulsan sé þarna stert í kvenlegu hafmeyjustellingunni, enda séu hafmeyjur yfirleitt konur í sögum og skáldaminnum.Vonast eftir því að stytta verði í tjörninni það sem eftir er Steinunn segist vonast eftir því að skúlptúrinn verði steyptur í brons og fái að vera í tjörninni það sem eftir er. Reykjavíkurborg hefur þó eingöngu gefið leyfi til að styttan standi í einn til tvo mánuði. Steinunn segir þó erfitt að segja til um það hversu lengi verkið fái að standa enda sé það í almenningsrými og aldrei að vita hvað gerist, hvort sem það sé af mannavöldum eða vegna veðurs. Spurð um athyglina sem Litla Hafpulsan hefur fengið segir Steinunn ekki hafa áttað sig á því hversu áberandi verkið væri fyrr en hulunni var svipt af því í gærkvöldi. Enn fremur sé listin óútreiknanleg að því leyti að það sé aldrei hægt að vita hvort list veki athygli eður ei.Hluti listahátíðarinnar Cycle Eins og áður sagði er Litla Hafpulsan framlag Steinunnar til listahátíðarinnar Cycle ásamt minjagripum sem hún hefur gert, litlar keramikstyttur í líkingu hafpulsunnar og plaggöt. Steinunn segir minjagripina gera pulsuna líkari Litlu hafmeyjunni enda víða hægt að finna styttur myndir og plaggöt með ásjónu hennar. Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir „Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir afhjúpaði í gær verk sitt, Litlu hafpulsuna, sem er framlag Steinunnar til Cycle listahátíðarinnar sem fer fram að mestu í Kópavogi. Litla hafpulsan er staðsett í Tjörninni og hefur vakið athygli miðbæjargesta í dag. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum að fólk velti því fyrir sér hvað sé þarna komið í tjörnina. Á vef Listahátíðarinnar segir að verkið sé Framlag Steinunnar til 100 ára fullveldisafmælis Íslendinga.Pulsan hefur verið viðfangsefni Steinunnar í þónokkrum verkum hennar en árið 2009 sýndi hún myndbandsverkið Lýðræðið er Pulsa. Í samtali við blaðamann Vísis sagði Steinunn að Pulsan, þjóðarréttur Íslendinga, sé myndlíking hennar við lýðræðið. Steinunn hugðist sýna verkið ásamt innsetningum eða öðrum listformum við hverjar alþingiskosningar. Kosningarnar segir hún samsvara því þegar álegg eru valin á pulsu. Sinnep, remúlaði eða tómatsósa, allt sé þetta svipað og „cheap“.Situr eins og litla danska hafmeyjan á brauðbollu Steinunn segir litlu hafpulsuna hafa komið til hennar sem teikning. „Mér fannst þetta vera fullveldið, sæti eins og litla danska hafmeyjan á svona lítilli brauðbollu og yrði að vera í tjörninni í Reykjavík“ sagði Steinunn og sagði Litlu hafpulsuna vísa í dönsku hafmeyjuna. Sem væri agnarsmá en vekur mikla athygli.Einnig sagði Steinunn aðra túlkunarmöguleika í Hafpulsunni. Kynusli er einn þeirra, reðurtáknið, pulsan sé þarna stert í kvenlegu hafmeyjustellingunni, enda séu hafmeyjur yfirleitt konur í sögum og skáldaminnum.Vonast eftir því að stytta verði í tjörninni það sem eftir er Steinunn segist vonast eftir því að skúlptúrinn verði steyptur í brons og fái að vera í tjörninni það sem eftir er. Reykjavíkurborg hefur þó eingöngu gefið leyfi til að styttan standi í einn til tvo mánuði. Steinunn segir þó erfitt að segja til um það hversu lengi verkið fái að standa enda sé það í almenningsrými og aldrei að vita hvað gerist, hvort sem það sé af mannavöldum eða vegna veðurs. Spurð um athyglina sem Litla Hafpulsan hefur fengið segir Steinunn ekki hafa áttað sig á því hversu áberandi verkið væri fyrr en hulunni var svipt af því í gærkvöldi. Enn fremur sé listin óútreiknanleg að því leyti að það sé aldrei hægt að vita hvort list veki athygli eður ei.Hluti listahátíðarinnar Cycle Eins og áður sagði er Litla Hafpulsan framlag Steinunnar til listahátíðarinnar Cycle ásamt minjagripum sem hún hefur gert, litlar keramikstyttur í líkingu hafpulsunnar og plaggöt. Steinunn segir minjagripina gera pulsuna líkari Litlu hafmeyjunni enda víða hægt að finna styttur myndir og plaggöt með ásjónu hennar.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir „Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38