Mexíkóar bjóða förufólkinu að sækja um hæli Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2018 23:50 Ekki liggur fyrir hve margir eru í hópnum en sendiherra Hondúras í Mexíkó nefndi 3.500 manns í dag. AP/Rodrigo Abd Forseti Mexíkó hefur boðið fjölda fólks sem er á gangi frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna að sækja um hæli í Mexíkó. Þar geti þau fundið sér vinnu og menntun fyrir börn sín. Umræddur hópur hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í Bandaríkjunum og þá hvað mest hjá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann ætlar jafnvel að senda 800 hermenn til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur hótað því að loka landamærunum algerlega með hervaldi. Sömuleiðis hefur hann hótað að hætta fjárhagslegum stuðningi við Hondúras, Gvatemala og El Salvador. Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, hefur stungið upp á því að fólkið geti sótt um hæli í suðurhluta landsins, þar sem það er nú statt. Það gæti verið fyrsta skrefið fyrir fólkið til að fá varanlega lausn og hæli í landinu sem flóttafólk. Hins vegar hafa embættismenn þar í landi sagt að þeir sem eigi ekki rétt á stöðu flóttafólks verði sent aftur úr landi. Ekki liggur fyrir hve margir eru í hópnum en sendiherra Hondúras í Mexíkó nefndi 3.500 manns í dag. Yfirvöld Mexíkó segja að þegar hafi rúmlega 1.700 manns sótt um hæli og einhverjir hafi snúið við. Gvatemala Mexíkó Tengdar fréttir Þúsundir ganga enn í norðurátt Afar fjölmenn flóttamannalest hélt áfram för sinni til Bandaríkjanna. Kvef hrjáir flóttamennina. Enn er langt í Bandaríkin. Þar ræða Repúblikanar lestina af miklum móð. Demókratar halda sig hins vegar til hlés. 24. október 2018 08:00 Bandaríkjaforseti ítrekar hótanir gegn Mið-Ameríkuríkjum Donald Trump telur að hópur miðamerískra flóttamanna sem stefnir að landamærum Bandaríkjanna skapi neyðarástand í Bandaríkjunum. 22. október 2018 13:46 Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Liðsflutningarnir eru sagðir beint svar við áhyggjum Trump forseta af hópi flóttafólks frá Hondúras sem reynir að komast fótgangandi til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó. 25. október 2018 16:50 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Forseti Mexíkó hefur boðið fjölda fólks sem er á gangi frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna að sækja um hæli í Mexíkó. Þar geti þau fundið sér vinnu og menntun fyrir börn sín. Umræddur hópur hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í Bandaríkjunum og þá hvað mest hjá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann ætlar jafnvel að senda 800 hermenn til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur hótað því að loka landamærunum algerlega með hervaldi. Sömuleiðis hefur hann hótað að hætta fjárhagslegum stuðningi við Hondúras, Gvatemala og El Salvador. Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, hefur stungið upp á því að fólkið geti sótt um hæli í suðurhluta landsins, þar sem það er nú statt. Það gæti verið fyrsta skrefið fyrir fólkið til að fá varanlega lausn og hæli í landinu sem flóttafólk. Hins vegar hafa embættismenn þar í landi sagt að þeir sem eigi ekki rétt á stöðu flóttafólks verði sent aftur úr landi. Ekki liggur fyrir hve margir eru í hópnum en sendiherra Hondúras í Mexíkó nefndi 3.500 manns í dag. Yfirvöld Mexíkó segja að þegar hafi rúmlega 1.700 manns sótt um hæli og einhverjir hafi snúið við.
Gvatemala Mexíkó Tengdar fréttir Þúsundir ganga enn í norðurátt Afar fjölmenn flóttamannalest hélt áfram för sinni til Bandaríkjanna. Kvef hrjáir flóttamennina. Enn er langt í Bandaríkin. Þar ræða Repúblikanar lestina af miklum móð. Demókratar halda sig hins vegar til hlés. 24. október 2018 08:00 Bandaríkjaforseti ítrekar hótanir gegn Mið-Ameríkuríkjum Donald Trump telur að hópur miðamerískra flóttamanna sem stefnir að landamærum Bandaríkjanna skapi neyðarástand í Bandaríkjunum. 22. október 2018 13:46 Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Liðsflutningarnir eru sagðir beint svar við áhyggjum Trump forseta af hópi flóttafólks frá Hondúras sem reynir að komast fótgangandi til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó. 25. október 2018 16:50 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Þúsundir ganga enn í norðurátt Afar fjölmenn flóttamannalest hélt áfram för sinni til Bandaríkjanna. Kvef hrjáir flóttamennina. Enn er langt í Bandaríkin. Þar ræða Repúblikanar lestina af miklum móð. Demókratar halda sig hins vegar til hlés. 24. október 2018 08:00
Bandaríkjaforseti ítrekar hótanir gegn Mið-Ameríkuríkjum Donald Trump telur að hópur miðamerískra flóttamanna sem stefnir að landamærum Bandaríkjanna skapi neyðarástand í Bandaríkjunum. 22. október 2018 13:46
Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Liðsflutningarnir eru sagðir beint svar við áhyggjum Trump forseta af hópi flóttafólks frá Hondúras sem reynir að komast fótgangandi til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó. 25. október 2018 16:50