Baltasar sagður í viðræðum um að leikstýra yfirnáttúrulegri köfunarmynd Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2018 09:53 Baltasar á frumsýningu myndarinnar Adrift í Los Angeles. vísir/ap Baltasar Kormákur er sagður í viðræðum við bandaríska kvikmyndaverið um að leikstýra myndinni Deeper. Myndin mun segja frá fyrrverandi geimfara sem er ráðinn til að sigla kafbát á dýpsta svæði hafsins. Yfirnáttúrulegir hlutir eiga sér stað þegar geimfarinn nálgast áfangastaðinn. Greint er frá þessu á vef Variety en þar eru tökur sagðar eiga að hefjast í vor. Handritshöfundur myndarinnar er Max Landis, sem á að baki handrit að myndunum Bright, American Ultra og Chronicle, og mun David Goyer og Kevin Turren vera á meðal framleiðenda.MGM eignaðist réttinn að handritinu árið 2016 en þá hafði Bradley Cooper skuldbundið sig til að fara með aðalhlutverk myndarinnar. Gal Gadot var einnig orðuð við hlutverk í myndinni.Cooper gat að lokum ekki leikið í myndinni sökum annarra verkefna. Vonast MGM til að ráða annan leikara í aðalhlutverkið sem er af sömu stærðargráðu og Cooper. Baltasar er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að því að gera myndir úti á hafi. Hann leikstýrði myndinni Djúpið en síðasta mynd hans, Adrift, gerðist einnig að stórum hluta úti á hafi. Tengdar fréttir Baltasar um næsta verkefni: „Hitnaði að innan þegar ég las handritið“ Gerir mynd um áhöfn Greenpeace-skipsins Arctic Sunrise sem var handtekin af Rússum árið 2013. 15. október 2018 19:54 Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Baltasar Kormákur er sagður í viðræðum við bandaríska kvikmyndaverið um að leikstýra myndinni Deeper. Myndin mun segja frá fyrrverandi geimfara sem er ráðinn til að sigla kafbát á dýpsta svæði hafsins. Yfirnáttúrulegir hlutir eiga sér stað þegar geimfarinn nálgast áfangastaðinn. Greint er frá þessu á vef Variety en þar eru tökur sagðar eiga að hefjast í vor. Handritshöfundur myndarinnar er Max Landis, sem á að baki handrit að myndunum Bright, American Ultra og Chronicle, og mun David Goyer og Kevin Turren vera á meðal framleiðenda.MGM eignaðist réttinn að handritinu árið 2016 en þá hafði Bradley Cooper skuldbundið sig til að fara með aðalhlutverk myndarinnar. Gal Gadot var einnig orðuð við hlutverk í myndinni.Cooper gat að lokum ekki leikið í myndinni sökum annarra verkefna. Vonast MGM til að ráða annan leikara í aðalhlutverkið sem er af sömu stærðargráðu og Cooper. Baltasar er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að því að gera myndir úti á hafi. Hann leikstýrði myndinni Djúpið en síðasta mynd hans, Adrift, gerðist einnig að stórum hluta úti á hafi.
Tengdar fréttir Baltasar um næsta verkefni: „Hitnaði að innan þegar ég las handritið“ Gerir mynd um áhöfn Greenpeace-skipsins Arctic Sunrise sem var handtekin af Rússum árið 2013. 15. október 2018 19:54 Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Baltasar um næsta verkefni: „Hitnaði að innan þegar ég las handritið“ Gerir mynd um áhöfn Greenpeace-skipsins Arctic Sunrise sem var handtekin af Rússum árið 2013. 15. október 2018 19:54