Menning

Bein útsending: Sinfó hitar upp fyrir Japan

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Í lok október heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands í tónleikaferð til Japans
Í lok október heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands í tónleikaferð til Japans Mynd/Sinfó
Uppselt er á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld en tónleikarnir verða teknir upp í mynd og sendir út beint á Vísi.

Á tónleikunum, sem hefjast kl. 19:30, hljómar Jökulljóð eftir Þorkel Sigurbjörnsson og sinfónía nr. 2 eftir Jean Sibelius. Einnig leikur japanski píanistinn Nobuyuki Tsujii hinn undurfagra píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmanínov. Hljómsveitarstjóri er Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Í lok október heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands í tónleikaferð til Japans með Vladimir Ashkenazy og Nobuyuki Tsujii. Haldnir verða tólf tónleikar og leikið í flestum helstu borgum Japans, meðal annars í Tókýó, Kyoto, Sapporo og Hamamatsu.

Tónleikarnir fara fram í glæsilegum tónleikahöllum, en í Japan eru fjölmargar slíkar, meðal annars í Kawasaki Symphony Hall, Hamamatsu Concert Hall og Tokyo Opera City Concert Hall. Nær uppselt er á alla tónleika hljómsveitarinnar í Japan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.