Fingraför á sálinni Brynhildur Björnsdóttir skrifar 25. október 2018 15:00 Bubbi yrkir um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og áhrifin sem það hafði á líf hans. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fátt er karlmannlegra í íslenskri þjóðarsál en Bubbi Morthens, þessi vöðvastælti, hranalegi rokkari, sem vann í fiski, slóst og notaði fíkniefni, liggur ekki á skoðunum sínum og hefur hátt grófri röddu um samtímann, ekki síst í tónlist sinni. Þessi staðalmynd af karlmennsku hefur þó ekki komið í veg fyrir að Bubbi sýni einnig á sér viðkvæmari hliðar, fyrst á plötunni Kona sem kom út árið 1986 og oft síðan, við mismiklar undirtektir. Hann var einn af þeim fyrstu til að bæta við karlmennskuhugtakið sýnilegri blíðu og viðkvæmni sem hefur eflaust orðið einhverjum sem voru læstir inni í ímyndinni lykill til að horfast í augu við hið blíða í sjálfum sér. Og nú sendir hann frá sér bók um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og áhrifin sem það hafði á líf hans. Bók þar sem einmitt er fjallað um lása en líka lykla. Hann hleypir sjálfum sér út úr þögninni þar sem eina lausnin var að „grafa dýpra“ eins og segir í ljóðinu Boðflenna á bls. 50. Orðið Rof vísar til þess sem gerðist: daginn eftir var kominn/brestur þvert yfir/spegilmyndina (bls. 7) og mörg ljóðanna fjalla um hvernig ljóðmælandi hefur falið sig síðan, átt erfitt með nánd, borið skugga gerandans og þess sem gerðist með sér hvert sem hann fór, ekki síst inn í sambönd við annað fólk. Rof er einlægt innlegg í eitt brýnasta málefni samtímans.Ljóðin eru meitluð, fá orð en hvert um sig þrungið og valið, og myndirnar skýrar og sterkar. Myndmálið er einfalt, hreint og áhrifamikið enda er Bubbi Morthens auðvitað ekki ókunnugur orðinu, en það verður að segjast að þetta knappa form klæðir hann afskaplega vel. Í sumum ljóðanna er hægt að sjá eða finna bergmál frá Bubba annars tíma, þeim sem söng um fingraförin á sálinni, eins og í ljóðinu Fótspor á bls. 17:á yfirborði tunglsinser fótsporeins er fótsporí kjarna mín sjálfs Það er eins og það að viðurkenna atvikið fyrir sjálfum sér opni augu ljóðmælanda fyrir fleiri atvikum og fleiri þolendum, þannig er ljóðið Framheilaskaði á bls. 34 ekki endilega um ljóðmælanda heldur um sögu annarra og fleiri, og það sama má segja um ljóðin Hófaför við altarið (bls. 44) og Í felulitum (bls. 41). Hann fjallar einnig um að þolandinn getur verið Hver sem er (bls. 24) og í raun er eins og þolendurnir verði skyndilega sýnilegir í kringum hann, ekki ósvipað því sem gerðist þegar #metoo-byltingin fyrir ári gerði heiminum skyndilega ljóst að nánast allar konur og margir karlar áttu sér sárar og stundum mjög bældar minningar um kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi sem loksins fengu lit og orð. En bókin er ekki bara myrkar minningar og þrúgandi heimsmynd, þar eru líka lyklar, eins og áður sagði, von um að hægt sé að komast út.KveðjustundBiðstofan er fullRöðin er löngFullorðnir mennað kveðja skemmdadrenginn inni í sér(bls. 47) Í seinni hluta bókarinnar er vonin að glæðast, og tengir í upphafsorð bókarinnar: Það er aldrei of seint/að byrja að elska sjálfan sig.Niðurstaða: Sársaukafull, falleg og mikilvæg ljóðabók, einlægt innlegg í eitt brýnasta málefni samtímans Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Fátt er karlmannlegra í íslenskri þjóðarsál en Bubbi Morthens, þessi vöðvastælti, hranalegi rokkari, sem vann í fiski, slóst og notaði fíkniefni, liggur ekki á skoðunum sínum og hefur hátt grófri röddu um samtímann, ekki síst í tónlist sinni. Þessi staðalmynd af karlmennsku hefur þó ekki komið í veg fyrir að Bubbi sýni einnig á sér viðkvæmari hliðar, fyrst á plötunni Kona sem kom út árið 1986 og oft síðan, við mismiklar undirtektir. Hann var einn af þeim fyrstu til að bæta við karlmennskuhugtakið sýnilegri blíðu og viðkvæmni sem hefur eflaust orðið einhverjum sem voru læstir inni í ímyndinni lykill til að horfast í augu við hið blíða í sjálfum sér. Og nú sendir hann frá sér bók um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og áhrifin sem það hafði á líf hans. Bók þar sem einmitt er fjallað um lása en líka lykla. Hann hleypir sjálfum sér út úr þögninni þar sem eina lausnin var að „grafa dýpra“ eins og segir í ljóðinu Boðflenna á bls. 50. Orðið Rof vísar til þess sem gerðist: daginn eftir var kominn/brestur þvert yfir/spegilmyndina (bls. 7) og mörg ljóðanna fjalla um hvernig ljóðmælandi hefur falið sig síðan, átt erfitt með nánd, borið skugga gerandans og þess sem gerðist með sér hvert sem hann fór, ekki síst inn í sambönd við annað fólk. Rof er einlægt innlegg í eitt brýnasta málefni samtímans.Ljóðin eru meitluð, fá orð en hvert um sig þrungið og valið, og myndirnar skýrar og sterkar. Myndmálið er einfalt, hreint og áhrifamikið enda er Bubbi Morthens auðvitað ekki ókunnugur orðinu, en það verður að segjast að þetta knappa form klæðir hann afskaplega vel. Í sumum ljóðanna er hægt að sjá eða finna bergmál frá Bubba annars tíma, þeim sem söng um fingraförin á sálinni, eins og í ljóðinu Fótspor á bls. 17:á yfirborði tunglsinser fótsporeins er fótsporí kjarna mín sjálfs Það er eins og það að viðurkenna atvikið fyrir sjálfum sér opni augu ljóðmælanda fyrir fleiri atvikum og fleiri þolendum, þannig er ljóðið Framheilaskaði á bls. 34 ekki endilega um ljóðmælanda heldur um sögu annarra og fleiri, og það sama má segja um ljóðin Hófaför við altarið (bls. 44) og Í felulitum (bls. 41). Hann fjallar einnig um að þolandinn getur verið Hver sem er (bls. 24) og í raun er eins og þolendurnir verði skyndilega sýnilegir í kringum hann, ekki ósvipað því sem gerðist þegar #metoo-byltingin fyrir ári gerði heiminum skyndilega ljóst að nánast allar konur og margir karlar áttu sér sárar og stundum mjög bældar minningar um kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi sem loksins fengu lit og orð. En bókin er ekki bara myrkar minningar og þrúgandi heimsmynd, þar eru líka lyklar, eins og áður sagði, von um að hægt sé að komast út.KveðjustundBiðstofan er fullRöðin er löngFullorðnir mennað kveðja skemmdadrenginn inni í sér(bls. 47) Í seinni hluta bókarinnar er vonin að glæðast, og tengir í upphafsorð bókarinnar: Það er aldrei of seint/að byrja að elska sjálfan sig.Niðurstaða: Sársaukafull, falleg og mikilvæg ljóðabók, einlægt innlegg í eitt brýnasta málefni samtímans
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira