Arnaldur rýfur fimm hundruð þúsunda eintaka sölu á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2018 14:22 Arnaldur hefur undanfarin árin einokað toppsæti bóksölulista og ætlar sér alveg áreiðanlega að verja það þetta árið. „Þau merku tíðindi munu eiga sér stað í byrjun nóvember að fimmhundruð þúsundasta eintakið af bók eftir Arnald Indriðason mun seljast á Íslandi, en hann hefur þó selt á heimsvísu um 14 milljónir eintaka,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins í samtali við Vísi. Nokkur spenna ríkir í herbúðum þessa stærsta bókaútgefanda landsins vegna þessa og komandi jólabókavertíðar. Nú er að flæða að. Og þar, sem fyrr, verður Arnaldur fyrirferðarmikill. Hann hefur einokað toppsæti bóksölulista undanfarinna ára með glæpasögum sínum; ekkert lát virðist á vinsældum hans. Í fyrra var bók hans Myrkrið veit á toppnum en Sólrún Diego, Yrsa Sigurðardóttir og Gunnar Helgason voru meðal þeirra sem sóttu að honum þá. Hver mun keppa við hann nú á eftir að koma í ljós.Kápa nýju bókar Arnaldar.Stúlkan hjá brúnni, ný bók Arnaldar Indriðasonar, fer í dreifingu 1. nóvember. Er sú dagsetning samkvæmt hefð. Skömmu eftir að bókin fer í búðir selst fimmhundruð þúsundasta eintak af bókum Arnaldar á Íslandi. Það er fyrirliggjandi. Forlagið mun af því tilefni efna til leiks, í því tiltekna eintaki, því fimmhundruð þúsundasta selda, verður að finna gullmiða sem er ávísun á lúxusgistingu á Tower Suites í Borgartúni, máltíð á Skelfiskmarkaðnum og miðar í Þjóðleikhúsið, allt fyrir tvo. Helst er á Agli Erni að heyra að hann sjálfur ætli að taka þátt í leiknum, svo ánægður er hann með vinningana. En, bókin sjálf, hefst á því að ungrar konu sem hefur verið í neyslu er saknað. Fjölskyldan biður Konráð lögreglumann, sem lesendur Arnaldar eru farnir að þekkja, um að leita hennar. Hann er þó mest með hugann við löngu liðna atburði. Menning Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Sjá meira
„Þau merku tíðindi munu eiga sér stað í byrjun nóvember að fimmhundruð þúsundasta eintakið af bók eftir Arnald Indriðason mun seljast á Íslandi, en hann hefur þó selt á heimsvísu um 14 milljónir eintaka,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins í samtali við Vísi. Nokkur spenna ríkir í herbúðum þessa stærsta bókaútgefanda landsins vegna þessa og komandi jólabókavertíðar. Nú er að flæða að. Og þar, sem fyrr, verður Arnaldur fyrirferðarmikill. Hann hefur einokað toppsæti bóksölulista undanfarinna ára með glæpasögum sínum; ekkert lát virðist á vinsældum hans. Í fyrra var bók hans Myrkrið veit á toppnum en Sólrún Diego, Yrsa Sigurðardóttir og Gunnar Helgason voru meðal þeirra sem sóttu að honum þá. Hver mun keppa við hann nú á eftir að koma í ljós.Kápa nýju bókar Arnaldar.Stúlkan hjá brúnni, ný bók Arnaldar Indriðasonar, fer í dreifingu 1. nóvember. Er sú dagsetning samkvæmt hefð. Skömmu eftir að bókin fer í búðir selst fimmhundruð þúsundasta eintak af bókum Arnaldar á Íslandi. Það er fyrirliggjandi. Forlagið mun af því tilefni efna til leiks, í því tiltekna eintaki, því fimmhundruð þúsundasta selda, verður að finna gullmiða sem er ávísun á lúxusgistingu á Tower Suites í Borgartúni, máltíð á Skelfiskmarkaðnum og miðar í Þjóðleikhúsið, allt fyrir tvo. Helst er á Agli Erni að heyra að hann sjálfur ætli að taka þátt í leiknum, svo ánægður er hann með vinningana. En, bókin sjálf, hefst á því að ungrar konu sem hefur verið í neyslu er saknað. Fjölskyldan biður Konráð lögreglumann, sem lesendur Arnaldar eru farnir að þekkja, um að leita hennar. Hann er þó mest með hugann við löngu liðna atburði.
Menning Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Sjá meira