Heimvísun Landsréttar vekur upp spurningar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2018 07:45 Svo virðist sem um stefnubreytingu sé að ræða varðandi stefnubirtingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hluti lögmanna landsins hefur klórað sér í kollinum yfir dómi Landsréttar sem kveðinn var upp á föstudaginn fyrir viku. Dómurinn ómerkti dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra og vísaði málinu heim þar sem ekki var staðið rétt að birtingu ákæru. Áþekkar aðferðir við birtingu stefnu í einkamálum hafa verið látnar óátaldar. Í málinu var maður ákærður fyrir að hafa ekið bifreið, sviptur ökurétti ævilangt, undir áhrifum áfengis en vínandamagn í blóði mældist 2,52 prómill. Maðurinn sótti ekki þing í héraði og féll útivistardómur í málinu þar sem hann var dæmdur til að greiða 280 þúsund krónur í sekt. Ákæra málsins var birt lögreglumanni sem engin tengsl hafði við ákærða og var eingöngu á staðnum í þeim tilgangi að birta honum ákæru. Þar sem birtingin þótti ólögmæt var dómurinn felldur úr gildi. Bæði í lögum um meðferð sakamála og einkamála er kveðið á um hvernig skuli staðið að birtingu stefnu eða ákæru. Í báðum er hálfgerð þrautaleið sem kveður á um að heimilt sé að birta stefnu fyrir þeim sem „hittist fyrir“ á lögheimili þess sem birta skuli stefnu eða ákæru. „Mér finnst þessi dómur Landsréttar benda til þess að rétturinn sé að marka nýja stefnu í þessum málaflokki að því leyti að það sé ekki lögmæt birting að ná í einhvern kollega sinn í þeim eina tilgangi, að ég tel, að birta skjalið fyrir honum,“ segir Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður. Fyrr á þessu ári féll dómur í einkamáli þar sem Friðrik var lögmaður hins stefnda. Krafðist hann frávísunar á þeim grundvelli að ekki hefði verið rétt staðið að birtingu stefnu. Þar birti stefnuvottur málsins stefnuna varastefnuvotti sem „hittist fyrir“ á lögheimili skjólstæðings Friðriks. Taldi hann að skylt hefði verið að birta hana heimilisfólki sem var heima. Dómari málsins leit fram hjá framburði þeirra og taldist efni birtingarvottorðsins því rétt. Eftir að umræddur dómur féll kallaði Fréttablaðið eftir upplýsingum um hve oft stefnuvottar birtu stefnu einhverjum sem „hittist fyrir“. Svörin voru á þá leið að ekkert bókhald væri til um hvaða háttur er hafður á við birtingu stefnu eða ákæru. „Það segir skýrt í þessum dómi að ákvæðið nái ekki yfir aðila sem birtingarmaður kallar beinlínis á lögheimilið til að birta fyrir honum. Vissulega er þarna um ákæru í sakamáli að ræða, sem er mjög afdrifaríkt skjal, og brýnt að hún komist í hendur ákærða. Stefna í einkamáli getur hins vegar líka verið mjög afdrifarík þeim sem hún beinist að.“ Friðrik segir að svo virðist sem Landsréttur sé að herða á kröfum er varða birtingu ákæru í sakamálum. „Ég tel engin rök standa til annars en að sama eigi að gilda um einkamál þar sem ákvæði laganna eru áþekk hvað þetta snertir,“ segir Friðrik. Málinu frá í vor hafi verið áfrýjað til Landsréttar. „Það mál yrði hugsanlega prófsteinn á hvort viðlíka stefnubirtingarhættir í einkamálum standist.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Hluti lögmanna landsins hefur klórað sér í kollinum yfir dómi Landsréttar sem kveðinn var upp á föstudaginn fyrir viku. Dómurinn ómerkti dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra og vísaði málinu heim þar sem ekki var staðið rétt að birtingu ákæru. Áþekkar aðferðir við birtingu stefnu í einkamálum hafa verið látnar óátaldar. Í málinu var maður ákærður fyrir að hafa ekið bifreið, sviptur ökurétti ævilangt, undir áhrifum áfengis en vínandamagn í blóði mældist 2,52 prómill. Maðurinn sótti ekki þing í héraði og féll útivistardómur í málinu þar sem hann var dæmdur til að greiða 280 þúsund krónur í sekt. Ákæra málsins var birt lögreglumanni sem engin tengsl hafði við ákærða og var eingöngu á staðnum í þeim tilgangi að birta honum ákæru. Þar sem birtingin þótti ólögmæt var dómurinn felldur úr gildi. Bæði í lögum um meðferð sakamála og einkamála er kveðið á um hvernig skuli staðið að birtingu stefnu eða ákæru. Í báðum er hálfgerð þrautaleið sem kveður á um að heimilt sé að birta stefnu fyrir þeim sem „hittist fyrir“ á lögheimili þess sem birta skuli stefnu eða ákæru. „Mér finnst þessi dómur Landsréttar benda til þess að rétturinn sé að marka nýja stefnu í þessum málaflokki að því leyti að það sé ekki lögmæt birting að ná í einhvern kollega sinn í þeim eina tilgangi, að ég tel, að birta skjalið fyrir honum,“ segir Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður. Fyrr á þessu ári féll dómur í einkamáli þar sem Friðrik var lögmaður hins stefnda. Krafðist hann frávísunar á þeim grundvelli að ekki hefði verið rétt staðið að birtingu stefnu. Þar birti stefnuvottur málsins stefnuna varastefnuvotti sem „hittist fyrir“ á lögheimili skjólstæðings Friðriks. Taldi hann að skylt hefði verið að birta hana heimilisfólki sem var heima. Dómari málsins leit fram hjá framburði þeirra og taldist efni birtingarvottorðsins því rétt. Eftir að umræddur dómur féll kallaði Fréttablaðið eftir upplýsingum um hve oft stefnuvottar birtu stefnu einhverjum sem „hittist fyrir“. Svörin voru á þá leið að ekkert bókhald væri til um hvaða háttur er hafður á við birtingu stefnu eða ákæru. „Það segir skýrt í þessum dómi að ákvæðið nái ekki yfir aðila sem birtingarmaður kallar beinlínis á lögheimilið til að birta fyrir honum. Vissulega er þarna um ákæru í sakamáli að ræða, sem er mjög afdrifaríkt skjal, og brýnt að hún komist í hendur ákærða. Stefna í einkamáli getur hins vegar líka verið mjög afdrifarík þeim sem hún beinist að.“ Friðrik segir að svo virðist sem Landsréttur sé að herða á kröfum er varða birtingu ákæru í sakamálum. „Ég tel engin rök standa til annars en að sama eigi að gilda um einkamál þar sem ákvæði laganna eru áþekk hvað þetta snertir,“ segir Friðrik. Málinu frá í vor hafi verið áfrýjað til Landsréttar. „Það mál yrði hugsanlega prófsteinn á hvort viðlíka stefnubirtingarhættir í einkamálum standist.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira