„Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2018 19:28 Jamal Khashoggi hafði lengi gagnrýnt konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu. AP/Hasan Jamali Saud al-Qahtani, náinn ráðgjafi krónprinsins Mohammed bin Salman mun hafa verið viðstaddur yfirheyrslu, og í framhaldinu morðið, á blaðamanninum Jamal Khashoggi í gegnum Skype. Í gegnum internetið mun Qahtani hafa hreytt móðgunum í Khashoggi áður en hann skipaði fimmtán manna sveit að afhenda sér „höfuð hundsins“. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum sínum innan Sádi-Arabíu og Tyrklands, en Khashoggi var myrtur í ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er sagður vera með hljóðupptöku af morðinu.Qahtani er einn af fimm aðilum sem hafa verið reknir af konungi Sádi-Arabíu í kjölfar morðsins. Á undanförnum árum hefur hann þó unnið náið með krónprinsinum, sem gjarnnan er kallaður MbS. Hann stýrði samfélagsmiðlum prinsins, hélt utan um handtökur fjölda manna í meintu átaki prinsins gegn spillingu í Sádi-Arabíu. Hann kom einnig að því að handsama og halda forsætisráðherra Líbanano í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári. Embættismenn í Sádi-Arabíu segja að prinsinn hafi ekki vitað af morði Khashoggi. Qahtani sagði þó á Twitter í fyrra að hann gerði aldrei neitt án samþykkis yfirmanns síns, prinsins. „Heldur þú að ég taki ákvarðanir án leiðbeiningar? Ég er starfsmaður konungs míns og krónprinsins og fylgi skipunum þeirra að trúfestu.“ Hann neitaði að svara spurningum Reuters um málið.Sjá einnig: Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Skýringar stjórnvalda Sádi-Arabíu hafa hins vegar verið afar misvísandi. Í fyrstu harðneituðu þau að hafa komið að hvarfi Khashoggi með nokkrum hætti og héldu því fram að hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Þá viðurkenndu þeir að Khashoggi hefði dáið og sögðu hann hafa dáið óvart í slagsmálum. Þeir hafa hins vegar ekki getað sagt til um hvar lík hans er nú. Þeir segja að mennirnir sem myrtu Khashoggi hafi reynt að hylma yfir morðið og því sé sannleikurinn einungis að koma fram nú.Tyrkir segjast eiga upptökur Tyrkir segja útskýringar Sáda ekki sannar og segjast hafa hljóðupptökur af atvikinu. Þeir hafa þó ekki birt slíkar upptökur og fregnir herma að Erdogan hafi neitað að útvega yfirvöldum Bandaríkjanna þær. Tyrkir segja að Khashoggi hafi verið handsamaður nánast um leið og hann gekk inn í ræðisskrifstofuna og hann hafi verið dreginn inn í herbergi í húsnæðinu af fimmtán mönnum sem hafi verið sendir sérstaklega til Tyrklands fyrr um morguninn. Erdogan sagði í gær að hann myndi veita frekari upplýsingar um rannsóknina á morgun. Þar mun Qahtani hafa verið í gegnum Skype, sem er samskiptaforrit, og mun hann hafa hreytt móðgunum í Khashoggi. Samkvæmt heimilum Reuters svaraði Khashoggi fyrir sig áður en Qahtani skipaði mönnunum að myrða hann. Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29 Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33 Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Saud al-Qahtani, náinn ráðgjafi krónprinsins Mohammed bin Salman mun hafa verið viðstaddur yfirheyrslu, og í framhaldinu morðið, á blaðamanninum Jamal Khashoggi í gegnum Skype. Í gegnum internetið mun Qahtani hafa hreytt móðgunum í Khashoggi áður en hann skipaði fimmtán manna sveit að afhenda sér „höfuð hundsins“. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum sínum innan Sádi-Arabíu og Tyrklands, en Khashoggi var myrtur í ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er sagður vera með hljóðupptöku af morðinu.Qahtani er einn af fimm aðilum sem hafa verið reknir af konungi Sádi-Arabíu í kjölfar morðsins. Á undanförnum árum hefur hann þó unnið náið með krónprinsinum, sem gjarnnan er kallaður MbS. Hann stýrði samfélagsmiðlum prinsins, hélt utan um handtökur fjölda manna í meintu átaki prinsins gegn spillingu í Sádi-Arabíu. Hann kom einnig að því að handsama og halda forsætisráðherra Líbanano í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári. Embættismenn í Sádi-Arabíu segja að prinsinn hafi ekki vitað af morði Khashoggi. Qahtani sagði þó á Twitter í fyrra að hann gerði aldrei neitt án samþykkis yfirmanns síns, prinsins. „Heldur þú að ég taki ákvarðanir án leiðbeiningar? Ég er starfsmaður konungs míns og krónprinsins og fylgi skipunum þeirra að trúfestu.“ Hann neitaði að svara spurningum Reuters um málið.Sjá einnig: Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Skýringar stjórnvalda Sádi-Arabíu hafa hins vegar verið afar misvísandi. Í fyrstu harðneituðu þau að hafa komið að hvarfi Khashoggi með nokkrum hætti og héldu því fram að hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Þá viðurkenndu þeir að Khashoggi hefði dáið og sögðu hann hafa dáið óvart í slagsmálum. Þeir hafa hins vegar ekki getað sagt til um hvar lík hans er nú. Þeir segja að mennirnir sem myrtu Khashoggi hafi reynt að hylma yfir morðið og því sé sannleikurinn einungis að koma fram nú.Tyrkir segjast eiga upptökur Tyrkir segja útskýringar Sáda ekki sannar og segjast hafa hljóðupptökur af atvikinu. Þeir hafa þó ekki birt slíkar upptökur og fregnir herma að Erdogan hafi neitað að útvega yfirvöldum Bandaríkjanna þær. Tyrkir segja að Khashoggi hafi verið handsamaður nánast um leið og hann gekk inn í ræðisskrifstofuna og hann hafi verið dreginn inn í herbergi í húsnæðinu af fimmtán mönnum sem hafi verið sendir sérstaklega til Tyrklands fyrr um morguninn. Erdogan sagði í gær að hann myndi veita frekari upplýsingar um rannsóknina á morgun. Þar mun Qahtani hafa verið í gegnum Skype, sem er samskiptaforrit, og mun hann hafa hreytt móðgunum í Khashoggi. Samkvæmt heimilum Reuters svaraði Khashoggi fyrir sig áður en Qahtani skipaði mönnunum að myrða hann.
Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29 Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33 Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29
Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33
Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49
Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49
Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15