Bandarískum herskipum siglt nærri Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2018 18:13 Bandaríkin hafa verið að auka umsvif flotans í Kyrrahafi. USS Ronald Reagan, skipið á myndinni, var ekki eitt þeirra sem siglt var um Taívan-sund. AP/Bullit Marquez Tveimur bandarískum herskipum var í dag siglt um Taívan-sund. Slíkar siglingar mæta verulegum mótmælum í Kína og er þó nokkur spenna á milli ríkjanna. Þá hefur spennan á milli Kína og Taívan sömuleiðis aukist að undanförnu Þetta var í annað sinn sem Bandaríkin senda herskip um svæðið. Í yfirlýsingu til Reuters sagði talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna að siglingum sem þessum væri ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Ferðum þessum hefur þó fjölgað að undanförnu „Floti Bandaríkjanna mun áfram fljúga, sigla og starfa alls staðar þar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Nate Christensen. Bandaríkin eiga ekki í opinberum samskiptum við Taívan en ríkin eru þó með varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan nánast öll þeirra vopn. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Yfirvöld Kína hafa sett aukinn þrýsting á Taívan að undanförnu eftir að stjórnmálaflokkur sem styður sjálfstæðisyfirlýsingu tók við völdum þar árið 2016. Varnarmálaráðherra Kína, Wei Fenghe, sagði Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að Kínverjar hefðu áhyggjur af auknum samskiptum Bandaríkjanna og Taívan. Mattis sagði stefnu Bandaríkjanna gagnvart Taívan vera óbreytta.Sjá einnig: Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltansÞað eru þó nokkur atriði sem hafa leitt til aukinnar spennu á milli Kína og Bandaríkjanna að undanförnu. Þar á meðal má nefna málefni Taívan, viðskiptadeilur ríkjanna, refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Kína vegna viðskipta þeirra við rússneskt fyrirtæki sem búið var að beita refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 og hernaðaruppbygging Kína í Suður-Kínahafi. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp heilu eyjarnar, flotastöðvar og flugvelli og komið þar fyrir eldflaugum sem ætlað er að granda bæði flugvélum og skipum. Suður-Kínahaf Taívan Tengdar fréttir Varnarmálaráðherra Trump vill bæta samskipti við Víetnam James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Víetnam og er það í annað sinn sem hann ferðast til ríkisins á árinu. 14. október 2018 22:25 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33 Fyrrverandi forseti Interpol sakaður um spillingu og „aðra glæpi“ Hann er því kominn í hóp margra framámanna í kínversku þjóðlífi sem horfið hafa sporlaust síðustu mánuði en í þeim hópi eru stjórnmálamenn, milljarðamæringar og kvikmyndastjörnur. 8. október 2018 07:37 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Tveimur bandarískum herskipum var í dag siglt um Taívan-sund. Slíkar siglingar mæta verulegum mótmælum í Kína og er þó nokkur spenna á milli ríkjanna. Þá hefur spennan á milli Kína og Taívan sömuleiðis aukist að undanförnu Þetta var í annað sinn sem Bandaríkin senda herskip um svæðið. Í yfirlýsingu til Reuters sagði talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna að siglingum sem þessum væri ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Ferðum þessum hefur þó fjölgað að undanförnu „Floti Bandaríkjanna mun áfram fljúga, sigla og starfa alls staðar þar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Nate Christensen. Bandaríkin eiga ekki í opinberum samskiptum við Taívan en ríkin eru þó með varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan nánast öll þeirra vopn. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Yfirvöld Kína hafa sett aukinn þrýsting á Taívan að undanförnu eftir að stjórnmálaflokkur sem styður sjálfstæðisyfirlýsingu tók við völdum þar árið 2016. Varnarmálaráðherra Kína, Wei Fenghe, sagði Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að Kínverjar hefðu áhyggjur af auknum samskiptum Bandaríkjanna og Taívan. Mattis sagði stefnu Bandaríkjanna gagnvart Taívan vera óbreytta.Sjá einnig: Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltansÞað eru þó nokkur atriði sem hafa leitt til aukinnar spennu á milli Kína og Bandaríkjanna að undanförnu. Þar á meðal má nefna málefni Taívan, viðskiptadeilur ríkjanna, refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Kína vegna viðskipta þeirra við rússneskt fyrirtæki sem búið var að beita refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 og hernaðaruppbygging Kína í Suður-Kínahafi. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp heilu eyjarnar, flotastöðvar og flugvelli og komið þar fyrir eldflaugum sem ætlað er að granda bæði flugvélum og skipum.
Suður-Kínahaf Taívan Tengdar fréttir Varnarmálaráðherra Trump vill bæta samskipti við Víetnam James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Víetnam og er það í annað sinn sem hann ferðast til ríkisins á árinu. 14. október 2018 22:25 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33 Fyrrverandi forseti Interpol sakaður um spillingu og „aðra glæpi“ Hann er því kominn í hóp margra framámanna í kínversku þjóðlífi sem horfið hafa sporlaust síðustu mánuði en í þeim hópi eru stjórnmálamenn, milljarðamæringar og kvikmyndastjörnur. 8. október 2018 07:37 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Varnarmálaráðherra Trump vill bæta samskipti við Víetnam James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Víetnam og er það í annað sinn sem hann ferðast til ríkisins á árinu. 14. október 2018 22:25
Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49
Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33
Fyrrverandi forseti Interpol sakaður um spillingu og „aðra glæpi“ Hann er því kominn í hóp margra framámanna í kínversku þjóðlífi sem horfið hafa sporlaust síðustu mánuði en í þeim hópi eru stjórnmálamenn, milljarðamæringar og kvikmyndastjörnur. 8. október 2018 07:37
Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24