Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. október 2018 11:03 Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. Fyrst var greint frá málinu fyrir um tveimur vikum og kom þá fram að þrír hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess. Einn mannanna er enn í haldi en um helgina var sagt frá því að hann væri pakistanskur og grunaður um að hafa flutt tugi manna til Íslands á fölsuðum skilríkjum um tveggja ára skeið. Ólafur Helgi segir í samtali við fréttastofu að gæsluvarðhald yfir manninum renni út á miðvikudaginn. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en Ólafur Helgi segir að málið verði metið seinni partinn á morgun eða fyrri part miðvikudags. Hinir tveir hafa verið úrskurðaðir í farbann. „Í sjálfu sér ætla ég ekki að staðfesta um hvað málið snýst. En það er til rannsóknar mál, það er talsvert umfangsmikið að skoða alla þætti þess þannig að það er ekkert hægt að segja á þessu augnabliki,“ segir Ólafur Helgi spurður út í mál pakistanska mannsins og hversu umfangsmikið það er. Um helgina var jafnframt greint frá því að lögreglan á Suðurnesjum hefði farið í húsleit við Snorrabraut. Þar hefði hópur fólks verið handtekinn en Ólafur Helgi vill ekki veita neinar upplýsingar um húsleitina. „Það er á þessu stigi ekki hægt að gefa neinar nánari upplýsingar um stöðu málsins eins og það stendur og við verðum bara að bíða og sjá til hvað það verður sem við fáum að sjá og getum rannsakað. Það er bara einfaldlega þannig.“En eru meintir þolendur enn hér á landi? „Það er nú málið. Við tjáum okkur ekki um það heldur hvort um sé að ræða þolendur eða ekki þolendur eða hvernig það er. Við vitum það ekki nægilega skýrt ennþá eins og er hvernig málið er vaxið og hvað er um að ræða,“ segir Ólafur Helgi. Lögreglumál Tengdar fréttir Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um vinnumansal Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald um helgina að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. 9. október 2018 17:45 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 „Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“ Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. 21. október 2018 18:13 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. Fyrst var greint frá málinu fyrir um tveimur vikum og kom þá fram að þrír hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess. Einn mannanna er enn í haldi en um helgina var sagt frá því að hann væri pakistanskur og grunaður um að hafa flutt tugi manna til Íslands á fölsuðum skilríkjum um tveggja ára skeið. Ólafur Helgi segir í samtali við fréttastofu að gæsluvarðhald yfir manninum renni út á miðvikudaginn. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en Ólafur Helgi segir að málið verði metið seinni partinn á morgun eða fyrri part miðvikudags. Hinir tveir hafa verið úrskurðaðir í farbann. „Í sjálfu sér ætla ég ekki að staðfesta um hvað málið snýst. En það er til rannsóknar mál, það er talsvert umfangsmikið að skoða alla þætti þess þannig að það er ekkert hægt að segja á þessu augnabliki,“ segir Ólafur Helgi spurður út í mál pakistanska mannsins og hversu umfangsmikið það er. Um helgina var jafnframt greint frá því að lögreglan á Suðurnesjum hefði farið í húsleit við Snorrabraut. Þar hefði hópur fólks verið handtekinn en Ólafur Helgi vill ekki veita neinar upplýsingar um húsleitina. „Það er á þessu stigi ekki hægt að gefa neinar nánari upplýsingar um stöðu málsins eins og það stendur og við verðum bara að bíða og sjá til hvað það verður sem við fáum að sjá og getum rannsakað. Það er bara einfaldlega þannig.“En eru meintir þolendur enn hér á landi? „Það er nú málið. Við tjáum okkur ekki um það heldur hvort um sé að ræða þolendur eða ekki þolendur eða hvernig það er. Við vitum það ekki nægilega skýrt ennþá eins og er hvernig málið er vaxið og hvað er um að ræða,“ segir Ólafur Helgi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um vinnumansal Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald um helgina að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. 9. október 2018 17:45 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 „Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“ Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. 21. október 2018 18:13 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um vinnumansal Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald um helgina að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. 9. október 2018 17:45
Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20
„Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“ Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. 21. október 2018 18:13