„Það er ekkert stærra mál sem mannkynið þarf að fást við en loftslagsbreytingarnar“ Sylvía Hall skrifar 20. október 2018 14:00 Ólafur Ragnar Grímsson var gestur Heimis Más í Víglínunni í dag. Vísir Ólafur Ragnar Grímsson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem hann ræddi Arctic Circle ráðstefnuna, Hringborð norðurslóða, en þar koma saman um tvö þúsund fulltrúar frá 50 ríkjum heimsins og ræða málefni norðurslóða. Ráðstefnan er haldin í Hörpu í október hvert ár og er þetta í sjötta skiptið sem ráðstefnan fer fram. Ráðstefnan er stærsti vettvangur alþjóðlegrar umræðu um málefni norðurslóða og koma þar saman vísindamenn, stjórnmálamenn, sérfræðingar og fulltrúar frumbyggja ásamt öðrum áhugamönnum um málefnið. Ólafur Ragnar, sem er formaður Hringborðs norðurslóða, segir tilgang ráðstefnunnar vera að leiða saman fólk úr allskyns áttum sem tengjast málefninu og gefa þeim tækifæri á að deila hugmyndum sínum. Hann segir augu margra beinast að norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga enda séu þær hvað mest sýnilegar á norðurslóðum. Hann segir lykilatriði í uppbyggingu ráðstefnunnar vera það að þar sitji allir við sama borð og þangað séu allir velkomnir burtséð frá deilumálum einstakra þjóða á alþjóðavettvangi og tilgangurinn sé að byggja upp árangursríka samvinnu. „Þetta er borð sem allir geta setið við,“ segir Ólafur. Eitthvað einstakt í loftinu á Íslandi Ólafur segir Ísland vera kjörinn vettvang fyrir ráðstefnuna og það hafi margsinnis sannað sig. Harpan sé einstakt ráðstefnuhús og hér sé öðruvísi andrúmsloft en leiðtogar heimsins hafi kynnst áður. Friðsælt andrúmsloft og samfélagið sjálft eigi stóran hlut í því og nefnir þar leiðtogafund Ronald Reagan og Gorbachev sem dæmi. Hann segir það skipta máli hversu hve lítil þörf er á gæslu og viðbúnaði í kringum embættismenn, það hafi góð áhrif á upplifun þeirra sem heimsækja landið og því sé auðvelt að mæta hingað til lands og ræða málin. „Það var eitthvað í andrúmsloftinu á Íslandi, þessu litla friðsæla landi, þar sem forsetinn og ráðherrar labba um án þess að vera með nokkra lífverði eða gæslu sem gerir það að verkum að menn koma hingað með opnari huga,“ segir Ólafur. Ekki bara vísindamenn sem eiga að tala um loftslagsbreytingar Þá segir Ólafur Ragnar loftslagsbreytingar vera stærsta mál sem mannkynið þurfi að kljást við. Það sé ekki einungis vísindamanna að tala um þær heldur verði ráðamenn og almenningur um allan heim að horfast í augu við ástandið og bregðast við. Þá segir hann áhuga heimsins á norðurslóðum í þessu samhengi skýrast af því að það sem gerist hér hefur áhrif á allan heim og má nefna þar bráðnun jökla. „Ef um það bil fjórðungur af Grænlandsjökli bráðnar þá hækkar sjávarborð um allan heim um tvo metra,“ segir hann og nefnir ríki eins og Kíríbatí, Arabísku furstadæmin og Singapúr í því samhengi, en Kíríbatí er um tvo metra yfir sjávarmáli. „Ef ísinn heldur áfram að bráðna á norðurslóðum þá verður Singapúr eða Arabísku furstadæmin ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.“ Aðspurður hvort hann sé svartsýnn framhaldið segir Ólafur vera raunsæismaður og því sé svarið bæði já og nei. „Ég hef þá trú að við séum að sjá öldu breytinga í áttina að hreinni orku sem muni hafa afgerandi áhrif á loftslag jarðarinnar og framtíðina.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni. Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem hann ræddi Arctic Circle ráðstefnuna, Hringborð norðurslóða, en þar koma saman um tvö þúsund fulltrúar frá 50 ríkjum heimsins og ræða málefni norðurslóða. Ráðstefnan er haldin í Hörpu í október hvert ár og er þetta í sjötta skiptið sem ráðstefnan fer fram. Ráðstefnan er stærsti vettvangur alþjóðlegrar umræðu um málefni norðurslóða og koma þar saman vísindamenn, stjórnmálamenn, sérfræðingar og fulltrúar frumbyggja ásamt öðrum áhugamönnum um málefnið. Ólafur Ragnar, sem er formaður Hringborðs norðurslóða, segir tilgang ráðstefnunnar vera að leiða saman fólk úr allskyns áttum sem tengjast málefninu og gefa þeim tækifæri á að deila hugmyndum sínum. Hann segir augu margra beinast að norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga enda séu þær hvað mest sýnilegar á norðurslóðum. Hann segir lykilatriði í uppbyggingu ráðstefnunnar vera það að þar sitji allir við sama borð og þangað séu allir velkomnir burtséð frá deilumálum einstakra þjóða á alþjóðavettvangi og tilgangurinn sé að byggja upp árangursríka samvinnu. „Þetta er borð sem allir geta setið við,“ segir Ólafur. Eitthvað einstakt í loftinu á Íslandi Ólafur segir Ísland vera kjörinn vettvang fyrir ráðstefnuna og það hafi margsinnis sannað sig. Harpan sé einstakt ráðstefnuhús og hér sé öðruvísi andrúmsloft en leiðtogar heimsins hafi kynnst áður. Friðsælt andrúmsloft og samfélagið sjálft eigi stóran hlut í því og nefnir þar leiðtogafund Ronald Reagan og Gorbachev sem dæmi. Hann segir það skipta máli hversu hve lítil þörf er á gæslu og viðbúnaði í kringum embættismenn, það hafi góð áhrif á upplifun þeirra sem heimsækja landið og því sé auðvelt að mæta hingað til lands og ræða málin. „Það var eitthvað í andrúmsloftinu á Íslandi, þessu litla friðsæla landi, þar sem forsetinn og ráðherrar labba um án þess að vera með nokkra lífverði eða gæslu sem gerir það að verkum að menn koma hingað með opnari huga,“ segir Ólafur. Ekki bara vísindamenn sem eiga að tala um loftslagsbreytingar Þá segir Ólafur Ragnar loftslagsbreytingar vera stærsta mál sem mannkynið þurfi að kljást við. Það sé ekki einungis vísindamanna að tala um þær heldur verði ráðamenn og almenningur um allan heim að horfast í augu við ástandið og bregðast við. Þá segir hann áhuga heimsins á norðurslóðum í þessu samhengi skýrast af því að það sem gerist hér hefur áhrif á allan heim og má nefna þar bráðnun jökla. „Ef um það bil fjórðungur af Grænlandsjökli bráðnar þá hækkar sjávarborð um allan heim um tvo metra,“ segir hann og nefnir ríki eins og Kíríbatí, Arabísku furstadæmin og Singapúr í því samhengi, en Kíríbatí er um tvo metra yfir sjávarmáli. „Ef ísinn heldur áfram að bráðna á norðurslóðum þá verður Singapúr eða Arabísku furstadæmin ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.“ Aðspurður hvort hann sé svartsýnn framhaldið segir Ólafur vera raunsæismaður og því sé svarið bæði já og nei. „Ég hef þá trú að við séum að sjá öldu breytinga í áttina að hreinni orku sem muni hafa afgerandi áhrif á loftslag jarðarinnar og framtíðina.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni.
Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira