Berst um Eystrasaltsbeltið í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. október 2018 09:00 Valgerður Guðsteinsdóttir eyddi tíma í undirbúningnum við æfingar í Svíþjóð með sænskum hnefaleikakonum sem eru í fremstu röð. Fréttablaðið/Anton Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir, eina atvinnuhnefaleikakona Íslands, mætir hinni norsku Ingrid Egner í hringnum í Ósló í kvöld. Verður bardagi þeirra aðalbardagi kvöldsins á This is my House bardagakvöldinu í Ósló og fær sigurvegari kvöldsins Eystrasaltsbeltið (e. Baltic Boxing Union Title) að launum. Þetta er fyrsti bardagi Valgerðar síðan hún mætti Katarinu Thanderz í hringnum í mars í bardaga upp á heimsmeistaratitil þar sem Valgerður tapaði samkvæmt dómaraúrskurði. Fékk Valgerður aðeins rúma viku í undirbúning fyrir þann bardaga gegn hinni geysisterku Thanderz og upplifði sitt fyrsta tap. Andstæðingur Valgerðar í þetta skiptið er tífaldur Noregsmeistari í sínum þyngdarflokki. Egner er með yfir 150 áhugamannabardaga á ferilskránni. Valgerður kveðst vel undirbúin fyrir bardagann í kvöld. „Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annars vegar þá fór ég til Svíþjóðar í tíu daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna,“ segir Valgerður í fréttatilkynningu um bardagann. Þær Egner voru vigtaðar í gær. „Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu,“ segir Valgerður sem er full eftirvæntingar. „Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.“ Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira
Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir, eina atvinnuhnefaleikakona Íslands, mætir hinni norsku Ingrid Egner í hringnum í Ósló í kvöld. Verður bardagi þeirra aðalbardagi kvöldsins á This is my House bardagakvöldinu í Ósló og fær sigurvegari kvöldsins Eystrasaltsbeltið (e. Baltic Boxing Union Title) að launum. Þetta er fyrsti bardagi Valgerðar síðan hún mætti Katarinu Thanderz í hringnum í mars í bardaga upp á heimsmeistaratitil þar sem Valgerður tapaði samkvæmt dómaraúrskurði. Fékk Valgerður aðeins rúma viku í undirbúning fyrir þann bardaga gegn hinni geysisterku Thanderz og upplifði sitt fyrsta tap. Andstæðingur Valgerðar í þetta skiptið er tífaldur Noregsmeistari í sínum þyngdarflokki. Egner er með yfir 150 áhugamannabardaga á ferilskránni. Valgerður kveðst vel undirbúin fyrir bardagann í kvöld. „Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annars vegar þá fór ég til Svíþjóðar í tíu daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna,“ segir Valgerður í fréttatilkynningu um bardagann. Þær Egner voru vigtaðar í gær. „Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu,“ segir Valgerður sem er full eftirvæntingar. „Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.“
Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira