„Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2018 14:53 Steinunn Steinþórsdóttir í pontu á Húsnæðisþingi á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Vísir/vilhelm Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. Hún sagði mikilvægt að byggðar yrðu minni íbúðir, sem henti þörfum ungs fólks. Steinunn er kennari á Egilsstöðum og hefur einnig starfað með félagasamtökunum Ungt Austurland, sem vilja m.a. gera landshlutann að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólki. Erindi Steinunnar á þinginu í dag bar titilinn „Að búa utan suðvesturhornsins“.Kostur að hafa ekkert H&M Steinunn hefur búið á Egilsstöðum síðastliðin tvö ár en er uppalin í Garðabæ. Hún sagði þörfina til að prófa eitthvað nýtt hafa orðið til þess að hún flutti út á land, auk þess sem hana langaði að losna við stressið sem fylgir umferðinni í höfuðborginni. Steinunn sagði Egilsstaði góðan búsetukost fyrir ungt fólk og að þar sé frábært að búa. Stutt sé í alla þjónustu, enginn eyði tíma sínum í umferðarteppum til og frá vinnu og þá séu freistingar færri, með tilheyrandi peningasparnaði. „Það er ekki kaffihús á hverju strái, H&M er ekki með útibú, og ég tala nú ekki um að komast ekki í búð á ókristilegum tíma þar sem allar verslanir loka klukkan sjö.“ Ekki hagkvæmt að öll þjóðin hrúgist á höfuðborgarsvæðið Staðreyndin sé hins vegar sú að á Egilsstöðum vanti húsnæði til leigu og kaupa, sérstaklega fyrir ungt fólk. Steinunn sagði að húsin sem stæðu fólki til boða væru mörg gömul og í slæmu ásigkomulagi, og nýbyggingar væru nær allar í kringum 200 fermetrar. Þannig sé ekki verið að svara þörfum unga fólksins. „Það er nánast óásættanlegt því það vantar fólk til starfa hjá mörgum fyrirtækjum.“ Þá sé einnig fátt um fína drætti ef fólk hyggst stækka við sig, og sagði Steinunn það eina ástæðuna fyrir því að læknar og annað heilbrigðisfólk haldist ekki í starfi úti á landi. Steinunn benti jafnframt á að ekki væri hagkvæmt að öll þjóðin hrúgist á höfuðborgarsvæðið, auk þess sem þangað sé oft erfitt að sækja tækifærin sökum íbúðaverðs. Hún kallaði eftir því að íbúðarhúsnæði yrði byggt í auknum mæli á landsbyggðinni, og þá sérstaklega íbúðir í hóflegri stærð sem henti ungu fólki. „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið.“ Fljótsdalshérað Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Fjölmennt húsnæðisþing á Hilton Stjórnvöld boða til húsnæðisþings í samræmi við nýsamþykkt lög þess efnis. 30. október 2018 09:45 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. Hún sagði mikilvægt að byggðar yrðu minni íbúðir, sem henti þörfum ungs fólks. Steinunn er kennari á Egilsstöðum og hefur einnig starfað með félagasamtökunum Ungt Austurland, sem vilja m.a. gera landshlutann að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólki. Erindi Steinunnar á þinginu í dag bar titilinn „Að búa utan suðvesturhornsins“.Kostur að hafa ekkert H&M Steinunn hefur búið á Egilsstöðum síðastliðin tvö ár en er uppalin í Garðabæ. Hún sagði þörfina til að prófa eitthvað nýtt hafa orðið til þess að hún flutti út á land, auk þess sem hana langaði að losna við stressið sem fylgir umferðinni í höfuðborginni. Steinunn sagði Egilsstaði góðan búsetukost fyrir ungt fólk og að þar sé frábært að búa. Stutt sé í alla þjónustu, enginn eyði tíma sínum í umferðarteppum til og frá vinnu og þá séu freistingar færri, með tilheyrandi peningasparnaði. „Það er ekki kaffihús á hverju strái, H&M er ekki með útibú, og ég tala nú ekki um að komast ekki í búð á ókristilegum tíma þar sem allar verslanir loka klukkan sjö.“ Ekki hagkvæmt að öll þjóðin hrúgist á höfuðborgarsvæðið Staðreyndin sé hins vegar sú að á Egilsstöðum vanti húsnæði til leigu og kaupa, sérstaklega fyrir ungt fólk. Steinunn sagði að húsin sem stæðu fólki til boða væru mörg gömul og í slæmu ásigkomulagi, og nýbyggingar væru nær allar í kringum 200 fermetrar. Þannig sé ekki verið að svara þörfum unga fólksins. „Það er nánast óásættanlegt því það vantar fólk til starfa hjá mörgum fyrirtækjum.“ Þá sé einnig fátt um fína drætti ef fólk hyggst stækka við sig, og sagði Steinunn það eina ástæðuna fyrir því að læknar og annað heilbrigðisfólk haldist ekki í starfi úti á landi. Steinunn benti jafnframt á að ekki væri hagkvæmt að öll þjóðin hrúgist á höfuðborgarsvæðið, auk þess sem þangað sé oft erfitt að sækja tækifærin sökum íbúðaverðs. Hún kallaði eftir því að íbúðarhúsnæði yrði byggt í auknum mæli á landsbyggðinni, og þá sérstaklega íbúðir í hóflegri stærð sem henti ungu fólki. „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið.“
Fljótsdalshérað Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Fjölmennt húsnæðisþing á Hilton Stjórnvöld boða til húsnæðisþings í samræmi við nýsamþykkt lög þess efnis. 30. október 2018 09:45 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Bein útsending: Fjölmennt húsnæðisþing á Hilton Stjórnvöld boða til húsnæðisþings í samræmi við nýsamþykkt lög þess efnis. 30. október 2018 09:45
Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent