Sannfærður um velgengni í Japan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. október 2018 07:30 „Ég stjórna nær aldrei flutningi á verkum sem mér líka ekki,“ segir Ashkenazy. Fréttablaðið/Ernir Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin ferðast til Asíu og verða haldnir tónleikar í öllum helstu borgum Japans, m.a. í Tókýó, Kyoto, Sapporo og Hamamatsu. Nær uppselt er á alla tónleika hljómsveitarinnar í Japan. Stjórnandi í ferðinni er Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann segir æ meiri áhuga í Japan á Íslandi. Ashkenazy hefur ótal sinnum komið fram í Japan, sjálfur segist hann ekki hafa tölu á því. „Klassísk tónlist er ekki alls staðar í hávegum höfð en hefur sterkan sess í Japan,“ segir hann og hrósar japönskum áheyrendum.Dásamlegur Þorkell Á efnisskrá hljómsveitarinnar verða píanókonsertar nr. 2 eftir Rakhmanínov og Chopin, og sinfóníur nr. 2 eftir Sibelius og Rakhmanínov og Jökulljóð eftir Þorkel Sigurbjörnsson. „Þar sem hljómsveitin kemur frá Íslandi fannst mér mikilvægt að flytja að minnsta kosti eitt verk eftir eitt dásamlegasta tónskáld sem Íslendingar hafa átt,“ segir Ashkenazy. Þegar blaðamaður spyr hvort hann haldi að japanskir áheyrendur muni hrífast af verki Þorkels segist hann vona það og bætir við: „Ef ég væri ekki hrifinn af þessu verki myndi ég ekki stjórna flutningi á því. Ég stjórna nær aldrei flutningi á verkum sem mér líka ekki.“ Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyrja hvaða verk honum líki ekki og fær svarið: „Ég get ekki svarað því núna, ég myndi þurfa að hugsa mig um í tíu mínútur.“ Hann segist trúa því að góð tónlist geti komist nálægt því að hafa lækningamátt. „Í hugum sumra er tónlist bara skemmtun og fyrir öðrum mikilvæg tilfinningaleg upplifun. Þetta fer eftir fólki en ég held að í sumum tilvikum komist hún nálægt því að hafa lækningamátt.“Snilldar píanóleikur Einleikari á tónleikunum í Japan er japanski píanistinn Nobuyuki Tsujii (Nobu) sem er einn vinsælasti einleikari þar í landi. Hann er blindur. „Það eru nokkur dæmi um að blint fólk nái að þróa hæfileika sína þannig að það nær snilldartökum á hljóðfæraleik. Nobu er dæmi um það. Við höfum unnið saman áður og hann er kær vinur, ákaflega hlýr og greindur maður. Samvinna er aldrei auðveld en það er mun auðveldara að vinna með honum en mörgum öðrum sem ég gæti nefnt,“ segir Ashkenazy.Frábær hljómsveit Hann segir Sinfóníuhljómsveit Íslands vera frábæra. „Þegar ég kom fyrst til Íslands fyrir fjörutíu árum var þetta lítil hljómsveit með nánast enga reynslu af erlendu samstarfi. Ég naut þess samt mjög að starfa með hljómsveitinni og var snortinn vegna þess hversu vel allt þetta dásamlega fólk á Íslandi tók á móti mér. Mér fannst ég tilheyra Íslandi, konan mín er íslensk og við komum hingað til lands með reglulegu millibili. Svo kom að því að sinfónían var efld og þar lagði ríkisstjórnin sitt af mörkum. Nú er Sinfóníuhljómsveitin í háum gæðaflokki, eins og unnendur klassískrar tónlistar um allan heim vita. Hljómsveitin er mjög vel undirbúin fyrir þessa Japansferð og ég er alveg viss um að henni mun takast vel upp. Japanar vita ekki við hverju er að búast af sinfóníuhljómsveit frá Íslandi en ég er sannfærður um að þeir eiga eftir að verða stórhrifnir.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin ferðast til Asíu og verða haldnir tónleikar í öllum helstu borgum Japans, m.a. í Tókýó, Kyoto, Sapporo og Hamamatsu. Nær uppselt er á alla tónleika hljómsveitarinnar í Japan. Stjórnandi í ferðinni er Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann segir æ meiri áhuga í Japan á Íslandi. Ashkenazy hefur ótal sinnum komið fram í Japan, sjálfur segist hann ekki hafa tölu á því. „Klassísk tónlist er ekki alls staðar í hávegum höfð en hefur sterkan sess í Japan,“ segir hann og hrósar japönskum áheyrendum.Dásamlegur Þorkell Á efnisskrá hljómsveitarinnar verða píanókonsertar nr. 2 eftir Rakhmanínov og Chopin, og sinfóníur nr. 2 eftir Sibelius og Rakhmanínov og Jökulljóð eftir Þorkel Sigurbjörnsson. „Þar sem hljómsveitin kemur frá Íslandi fannst mér mikilvægt að flytja að minnsta kosti eitt verk eftir eitt dásamlegasta tónskáld sem Íslendingar hafa átt,“ segir Ashkenazy. Þegar blaðamaður spyr hvort hann haldi að japanskir áheyrendur muni hrífast af verki Þorkels segist hann vona það og bætir við: „Ef ég væri ekki hrifinn af þessu verki myndi ég ekki stjórna flutningi á því. Ég stjórna nær aldrei flutningi á verkum sem mér líka ekki.“ Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyrja hvaða verk honum líki ekki og fær svarið: „Ég get ekki svarað því núna, ég myndi þurfa að hugsa mig um í tíu mínútur.“ Hann segist trúa því að góð tónlist geti komist nálægt því að hafa lækningamátt. „Í hugum sumra er tónlist bara skemmtun og fyrir öðrum mikilvæg tilfinningaleg upplifun. Þetta fer eftir fólki en ég held að í sumum tilvikum komist hún nálægt því að hafa lækningamátt.“Snilldar píanóleikur Einleikari á tónleikunum í Japan er japanski píanistinn Nobuyuki Tsujii (Nobu) sem er einn vinsælasti einleikari þar í landi. Hann er blindur. „Það eru nokkur dæmi um að blint fólk nái að þróa hæfileika sína þannig að það nær snilldartökum á hljóðfæraleik. Nobu er dæmi um það. Við höfum unnið saman áður og hann er kær vinur, ákaflega hlýr og greindur maður. Samvinna er aldrei auðveld en það er mun auðveldara að vinna með honum en mörgum öðrum sem ég gæti nefnt,“ segir Ashkenazy.Frábær hljómsveit Hann segir Sinfóníuhljómsveit Íslands vera frábæra. „Þegar ég kom fyrst til Íslands fyrir fjörutíu árum var þetta lítil hljómsveit með nánast enga reynslu af erlendu samstarfi. Ég naut þess samt mjög að starfa með hljómsveitinni og var snortinn vegna þess hversu vel allt þetta dásamlega fólk á Íslandi tók á móti mér. Mér fannst ég tilheyra Íslandi, konan mín er íslensk og við komum hingað til lands með reglulegu millibili. Svo kom að því að sinfónían var efld og þar lagði ríkisstjórnin sitt af mörkum. Nú er Sinfóníuhljómsveitin í háum gæðaflokki, eins og unnendur klassískrar tónlistar um allan heim vita. Hljómsveitin er mjög vel undirbúin fyrir þessa Japansferð og ég er alveg viss um að henni mun takast vel upp. Japanar vita ekki við hverju er að búast af sinfóníuhljómsveit frá Íslandi en ég er sannfærður um að þeir eiga eftir að verða stórhrifnir.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira