Skrúfum fyrir kranann Sólveig Gísladóttir skrifar 7. desember 2018 09:00 Hildur með fjörugri fjölskyldu sinni. Frá vinstri eru Örn Veturliði, Sveinbjörn Guðjón Magnason, Steinunn Fríða, Vilborg Ása, Hildur og Kristín Eik. Hildur Dagbjört Arnardóttir og fjölskylda hennar hafa fyrir sið að gefa aðeins þeim jólagjafir sem halda með þeim upp á jólin. Þetta er liður í því að fækka gjöfum og minnka þannig það neyslubrjálæði sem við Íslendingar virðumst föst í, sérstaklega um hátíðirnar. Hildur hefur tileinkað sér umhverfisvænan lífsstíl. Hún kaupir ekki matvæli í einnota umbúðum, býr til moltu og ræktar grænmeti, kaupir ekki nýtt heldur endurnýtir eða kaupir notað en markmiðið er að búa ekki til neitt rusl. Þessi hugmyndafræði er einnig allsráðandi í jólahaldinu. Hildur býr ásamt manni sínum, fjórum börnum og systur á Ísafirði. „Við erum ekki föst í hefðum, sérstaklega ekki þeim sem eru ekki frá okkur sjálfum komnar og maður er, þegar nánar er að gáð, ekki sammála. Við prófum því marga hluti á hverju ári, sjáum hvað hentar okkur og búum þannig hægt og rólega til okkar eigin hefðir.“ Vill helst ekkert í jólagjöf „Ég vil helst engar gjafir en sumir vilja samt gefa mér jólagjöf. Fólki hefur stundum þótt erfitt að gefa mér gjafir, finnst til dæmis óþægilegt að gefa notuð föt. Ég hef bent því fólki á að gefa heimalagaðan mat, gjafabréf upp á samveru eða jafnvel innistæðu í uppáhaldskaffihúsinu mínu.“ Hildur er óhrædd við að taka upp umræðu sem fólki þykir óþægileg, til dæmis þegar kemur að jólagjöfum til barna hennar. „Einhvern tíma benti ég fólki á að gefa þeim heldur gjafabréf upp á samveru. Ég held að börn kunni vel að meta ef eitthvað er gert sérstaklega með þeim einum. Það getur verið mjög sérstakt fyrir barn að fá óskipta athygli fullorðins einstaklings, sérstaklega þegar það elst upp í fjögurra systkina hópi.“ Til að ýta undir þessa þróun bjó Hildur til gjafabréf sem fólk gat fyllt út og sett í umslag. Hún segir suma hafa tekið mjög vel í beiðnina en aðra ekki. „Maður getur ekki krafist neins heldur bara komið með tillögur. Ég banna ekki neitt varðandi jólagjafir enda yrði nú ekki tekið vel í það,“ segir hún glettin. Hildur gerir engar athugasemdir við þær jólagjafir sem börnin hennar fá en lætur í sér heyra ef gjafir til hennar sjálfrar ganga gegn hennar betri samvisku. „Þá er þetta ekki gjöf heldur grikkur,“ segir hún og hlær. Gefa aðeins jólagestum Eitt helsta markmið Hildar er að fækka jólagjöfum. „Ég hef séð krakkana mína breytast í neysluskrímsli á aðfangadagskvöld. Þau voru voða ánægð með fyrstu gjafirnar en svo breytist þetta í eitthvert brjálæði og að opna sem flestar gjafir. Jólin eiga ekki að snúast um magn heldur gleði og með öllu þessu gjafaflóði verður erfitt að hafa huggulegt og finna fyrir þakklæti.“ Til að stemma stigu við gjafafjöldanum ákvað fjölskyldan að gefa aðeins þeim gjöf sem væru með þeim á aðfangadag. „Við héldum jólin síðast með systur minni og bróður, kærustunni hans og barninu þeirra auk mömmu og pabba. Við höfðum það fyrirkomulag að aðeins einn opnaði gjöf í einu meðan hinir fylgdust með. Þannig gat fólk sýnt þakklæti áður en næsti opnaði gjöf. Á aðfangadag voru aðeins gjafir frá viðstöddum settar undir jólatréð en aðrar gjafir opnaðar við önnur tækifæri. „Við viljum ekki taka upp gjafirnar nema að viðstöddum þeim sem gefa þær. Þannig að ef amma, frænka eða frændi gátu ekki verið með okkur á aðfangadag gátu þau komið næsta dag og gefið gjöfina þá. Það meikar ekki sens fyrir mér að gefa einhverjum gjöf þegar ég fæ ekki að sjá viðbrögðin og vita hvort gjöfin hitti í mark.“ Framtíðardraumur Hildur leggur reglulega til nýtt gjafafyrirkomulag og vonast til að koma því í gegn áður en langt um líður. „Nýjar hugmyndir þurfa oft meðgöngutíma en ég væri til í að þeir sem ætla vera saman á aðfangadag velji úr hatti tvö eða þrjú nöfn og gefi aðeins þeim gjafir. Þannig myndi maður nota miklu meiri tíma, orku og pening til að undirbúa þessar fáu gjafir. Þá gæti heldur enginn sloppið við að hugsa fyrir gjöfum,“ segir Hildur og tekur dæmi um að hún sjái að mestu um jólagjafaundirbúning heimilisins. „Með þessum hætti þyrfti maðurinn minn að spá sjálfur í gjöfum, og hugleiða til dæmis hvað tengdamamma hans gæti kunnað að að meta, eða hvað hann langi til að gefa einu barna sinna. Þannig verður þetta miklu persónulegra.“ Rafmagnslaus kvöld vinsæl Hildur segir jólamatinn á heimilinu ósköp venjulegan. „En við reynum að gera allt eins umbúðalaust og hægt er og eldum flest alveg frá grunni. Við fengum kjöt frá bónda í nágrenninu, ég rækta sjálf kartöflur og grænmeti og geri súrkál sem er enn betra en rauðkálið. Síðan getur maður keypt grænar baunir í lausu og soðið.“ Jólaskraut á heimilinu er í lágmarki. „Við erum með seríur frá afa Svenna sem var mjög skreytiglaður. Gamlir jólahlutir úr okkar æsku fara upp á hverju ári og svo föndra krakkarnir í skólanum.“ Samverudagatal leikur stórt hlutverk á aðventunni. „Fyrsti viðburðurinn í samverudagatalinu er að búa til dagatalið en það gerum við fjölskyldan saman og hengjum svo í ljósakrónuna,“ segir Hildur en sem dæmi um fleira sem finna má í dagatalinu er: að lesa jólasögu við kertaljós, að búa til kakó saman, fara í freyðibað, rafmagnslaus kvöld þar sem allt er gert við kertaljós, fella jólatré, skreyta jólatré, ákveða hvað er í matinn og hverjum eigi að bjóða í mat. Jólasveinninn kíkir líka á börn Hildar og tekur tillit til þess hvernig fjölskyldan vill hafa hlutina. „Hann gefur notuð leikföng, hollt góðgæti, sokka og annað nytsamlegt.“ Ekki reyna að þóknast fólki En hverju á fólk að byrja á ef það vill breyta um venjur og huga betur að umhverfinu á jólunum? „Fyrsta skrefið er ávallt að hugsa um hvað er mikilvægast við jólin, að skrúfa fyrir kranann og minnka magnið. Að týna sér ekki í neyslunni eða fyrri hefðum og venjum, heldur spá í hvað er gott fyrir okkur og hvað lætur okkur líða vel. Spyrja okkur hvernig við getum átt góðar stundir með fólkinu sem okkur þykir vænt um.“ En hverjar eru helstu gildrurnar sem fólk dettur í? „Að reyna að þóknast fólki og ríkjandi samfélagsgildum og fá slæma samvisku yfir að vera ósammála öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Jóladagatal Vísis: Ari Eldjárn tekur fyrir úrelta jólalagatexta Jól Börnin sem slógu í gegn í jólamyndum: Hvar eru þau nú? Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Hildur Dagbjört Arnardóttir og fjölskylda hennar hafa fyrir sið að gefa aðeins þeim jólagjafir sem halda með þeim upp á jólin. Þetta er liður í því að fækka gjöfum og minnka þannig það neyslubrjálæði sem við Íslendingar virðumst föst í, sérstaklega um hátíðirnar. Hildur hefur tileinkað sér umhverfisvænan lífsstíl. Hún kaupir ekki matvæli í einnota umbúðum, býr til moltu og ræktar grænmeti, kaupir ekki nýtt heldur endurnýtir eða kaupir notað en markmiðið er að búa ekki til neitt rusl. Þessi hugmyndafræði er einnig allsráðandi í jólahaldinu. Hildur býr ásamt manni sínum, fjórum börnum og systur á Ísafirði. „Við erum ekki föst í hefðum, sérstaklega ekki þeim sem eru ekki frá okkur sjálfum komnar og maður er, þegar nánar er að gáð, ekki sammála. Við prófum því marga hluti á hverju ári, sjáum hvað hentar okkur og búum þannig hægt og rólega til okkar eigin hefðir.“ Vill helst ekkert í jólagjöf „Ég vil helst engar gjafir en sumir vilja samt gefa mér jólagjöf. Fólki hefur stundum þótt erfitt að gefa mér gjafir, finnst til dæmis óþægilegt að gefa notuð föt. Ég hef bent því fólki á að gefa heimalagaðan mat, gjafabréf upp á samveru eða jafnvel innistæðu í uppáhaldskaffihúsinu mínu.“ Hildur er óhrædd við að taka upp umræðu sem fólki þykir óþægileg, til dæmis þegar kemur að jólagjöfum til barna hennar. „Einhvern tíma benti ég fólki á að gefa þeim heldur gjafabréf upp á samveru. Ég held að börn kunni vel að meta ef eitthvað er gert sérstaklega með þeim einum. Það getur verið mjög sérstakt fyrir barn að fá óskipta athygli fullorðins einstaklings, sérstaklega þegar það elst upp í fjögurra systkina hópi.“ Til að ýta undir þessa þróun bjó Hildur til gjafabréf sem fólk gat fyllt út og sett í umslag. Hún segir suma hafa tekið mjög vel í beiðnina en aðra ekki. „Maður getur ekki krafist neins heldur bara komið með tillögur. Ég banna ekki neitt varðandi jólagjafir enda yrði nú ekki tekið vel í það,“ segir hún glettin. Hildur gerir engar athugasemdir við þær jólagjafir sem börnin hennar fá en lætur í sér heyra ef gjafir til hennar sjálfrar ganga gegn hennar betri samvisku. „Þá er þetta ekki gjöf heldur grikkur,“ segir hún og hlær. Gefa aðeins jólagestum Eitt helsta markmið Hildar er að fækka jólagjöfum. „Ég hef séð krakkana mína breytast í neysluskrímsli á aðfangadagskvöld. Þau voru voða ánægð með fyrstu gjafirnar en svo breytist þetta í eitthvert brjálæði og að opna sem flestar gjafir. Jólin eiga ekki að snúast um magn heldur gleði og með öllu þessu gjafaflóði verður erfitt að hafa huggulegt og finna fyrir þakklæti.“ Til að stemma stigu við gjafafjöldanum ákvað fjölskyldan að gefa aðeins þeim gjöf sem væru með þeim á aðfangadag. „Við héldum jólin síðast með systur minni og bróður, kærustunni hans og barninu þeirra auk mömmu og pabba. Við höfðum það fyrirkomulag að aðeins einn opnaði gjöf í einu meðan hinir fylgdust með. Þannig gat fólk sýnt þakklæti áður en næsti opnaði gjöf. Á aðfangadag voru aðeins gjafir frá viðstöddum settar undir jólatréð en aðrar gjafir opnaðar við önnur tækifæri. „Við viljum ekki taka upp gjafirnar nema að viðstöddum þeim sem gefa þær. Þannig að ef amma, frænka eða frændi gátu ekki verið með okkur á aðfangadag gátu þau komið næsta dag og gefið gjöfina þá. Það meikar ekki sens fyrir mér að gefa einhverjum gjöf þegar ég fæ ekki að sjá viðbrögðin og vita hvort gjöfin hitti í mark.“ Framtíðardraumur Hildur leggur reglulega til nýtt gjafafyrirkomulag og vonast til að koma því í gegn áður en langt um líður. „Nýjar hugmyndir þurfa oft meðgöngutíma en ég væri til í að þeir sem ætla vera saman á aðfangadag velji úr hatti tvö eða þrjú nöfn og gefi aðeins þeim gjafir. Þannig myndi maður nota miklu meiri tíma, orku og pening til að undirbúa þessar fáu gjafir. Þá gæti heldur enginn sloppið við að hugsa fyrir gjöfum,“ segir Hildur og tekur dæmi um að hún sjái að mestu um jólagjafaundirbúning heimilisins. „Með þessum hætti þyrfti maðurinn minn að spá sjálfur í gjöfum, og hugleiða til dæmis hvað tengdamamma hans gæti kunnað að að meta, eða hvað hann langi til að gefa einu barna sinna. Þannig verður þetta miklu persónulegra.“ Rafmagnslaus kvöld vinsæl Hildur segir jólamatinn á heimilinu ósköp venjulegan. „En við reynum að gera allt eins umbúðalaust og hægt er og eldum flest alveg frá grunni. Við fengum kjöt frá bónda í nágrenninu, ég rækta sjálf kartöflur og grænmeti og geri súrkál sem er enn betra en rauðkálið. Síðan getur maður keypt grænar baunir í lausu og soðið.“ Jólaskraut á heimilinu er í lágmarki. „Við erum með seríur frá afa Svenna sem var mjög skreytiglaður. Gamlir jólahlutir úr okkar æsku fara upp á hverju ári og svo föndra krakkarnir í skólanum.“ Samverudagatal leikur stórt hlutverk á aðventunni. „Fyrsti viðburðurinn í samverudagatalinu er að búa til dagatalið en það gerum við fjölskyldan saman og hengjum svo í ljósakrónuna,“ segir Hildur en sem dæmi um fleira sem finna má í dagatalinu er: að lesa jólasögu við kertaljós, að búa til kakó saman, fara í freyðibað, rafmagnslaus kvöld þar sem allt er gert við kertaljós, fella jólatré, skreyta jólatré, ákveða hvað er í matinn og hverjum eigi að bjóða í mat. Jólasveinninn kíkir líka á börn Hildar og tekur tillit til þess hvernig fjölskyldan vill hafa hlutina. „Hann gefur notuð leikföng, hollt góðgæti, sokka og annað nytsamlegt.“ Ekki reyna að þóknast fólki En hverju á fólk að byrja á ef það vill breyta um venjur og huga betur að umhverfinu á jólunum? „Fyrsta skrefið er ávallt að hugsa um hvað er mikilvægast við jólin, að skrúfa fyrir kranann og minnka magnið. Að týna sér ekki í neyslunni eða fyrri hefðum og venjum, heldur spá í hvað er gott fyrir okkur og hvað lætur okkur líða vel. Spyrja okkur hvernig við getum átt góðar stundir með fólkinu sem okkur þykir vænt um.“ En hverjar eru helstu gildrurnar sem fólk dettur í? „Að reyna að þóknast fólki og ríkjandi samfélagsgildum og fá slæma samvisku yfir að vera ósammála öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Jóladagatal Vísis: Ari Eldjárn tekur fyrir úrelta jólalagatexta Jól Börnin sem slógu í gegn í jólamyndum: Hvar eru þau nú? Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira