Carlsen í betri stöðu í fyrstu einvígisskákinni gegn Caruana Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2018 20:00 Magnus Carlsen heimsmeistari í skák er í betri stöðu í fyrstu einvígisskák sinni við bandaríska áskorandann Fabiano Caruana en skák þeirra stendur enn yfir. Magnus Carlsen hefur haldið heimsmeistaratitlinum í skák í sjö ár eða allt frá því hann lagði Viswanathan Anand árið 2003. Nú mætir hann Bandaríkjamanninum Fabiano Caruana en það hefur ekki gerst frá því Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov mættust að tveir eru sterkustu skákmenn heims berjist um heimsmeistaratitilinn í skák. Það var heimssögulegur viðburður þegar bandaríski áskorandinn Bobby Fisher lagði sovéska heimsmeistarann í skák, Boris Spassky, í Laugardalshöll sumarið 1972. Nú 46 árum síðar gæti Fabiano Caruana endurtekið leikinn á heimsmeistaramótinu í Lundúnum. Bandaríkjamaður hefur ekki att kappi við sitjandi heimsmeistara frá því Fisher fór heim með heimsmeistaratitilinn árið 1972. Caruana var ekki tilbúinn til að segjast næsti Fisher fyrir fyrstu skákina í dag. „Ég held að það sé of snemmt að grípa til þess samanburðar. Það yrði kannski meira viðeigandi ef ég verð næsti heimsmeistari,“ sagði Caruana. Carlsen hefur hins vegar fulla ástæðu til að vanmeta ekki andstæðing sinn að þessu sinni enda hefur hann teflt mun betur að undanförnu en heimsmeistarinn. Hann segist ekki hafa séð sjálfan sig sem tapara hingað til og ef hann gerði það eftir að hafa haldið titlinum í sjö ár væri eitthvað að. „En ég veit að ef ég held áfram að leika eins og ég hef gert að undanförnu mun ég ekki bera sigur af hólmi. Þannig að ég verð að herða mig og ég hef fulla trú á að mér takist það,“ sagði Carlsen á sameiginlegum fréttamannafundi hans og Caruana. Tvímenningarnir eru án nokkurs vafa sterkustu skákmenn heims í dag en geta engu að síður gert mistök. „Magnús hefur enga augljósa veikleika. Venjulega eru mistökin sem hann gerir mjög persónuleg og ófyrirséð. Ég held að það eigi við um alla þá skákmenn sem eru allra efst á toppnum,“ sagði Caruana. Fabiano byrjaði með hvítt í dag. Tefldar verða 12 skákir og sá sem fyrstur fær sex og hálfan vinning verður næsti heimsmeistari. Skák Tengdar fréttir Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. 9. nóvember 2018 11:38 Heimsmeistarinn í skák segir að konur hati sig Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen er mættur enn á ný á stóra sviðið til að verja heimsmeistaratitilinn sinn í skák. 9. nóvember 2018 15:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Magnus Carlsen heimsmeistari í skák er í betri stöðu í fyrstu einvígisskák sinni við bandaríska áskorandann Fabiano Caruana en skák þeirra stendur enn yfir. Magnus Carlsen hefur haldið heimsmeistaratitlinum í skák í sjö ár eða allt frá því hann lagði Viswanathan Anand árið 2003. Nú mætir hann Bandaríkjamanninum Fabiano Caruana en það hefur ekki gerst frá því Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov mættust að tveir eru sterkustu skákmenn heims berjist um heimsmeistaratitilinn í skák. Það var heimssögulegur viðburður þegar bandaríski áskorandinn Bobby Fisher lagði sovéska heimsmeistarann í skák, Boris Spassky, í Laugardalshöll sumarið 1972. Nú 46 árum síðar gæti Fabiano Caruana endurtekið leikinn á heimsmeistaramótinu í Lundúnum. Bandaríkjamaður hefur ekki att kappi við sitjandi heimsmeistara frá því Fisher fór heim með heimsmeistaratitilinn árið 1972. Caruana var ekki tilbúinn til að segjast næsti Fisher fyrir fyrstu skákina í dag. „Ég held að það sé of snemmt að grípa til þess samanburðar. Það yrði kannski meira viðeigandi ef ég verð næsti heimsmeistari,“ sagði Caruana. Carlsen hefur hins vegar fulla ástæðu til að vanmeta ekki andstæðing sinn að þessu sinni enda hefur hann teflt mun betur að undanförnu en heimsmeistarinn. Hann segist ekki hafa séð sjálfan sig sem tapara hingað til og ef hann gerði það eftir að hafa haldið titlinum í sjö ár væri eitthvað að. „En ég veit að ef ég held áfram að leika eins og ég hef gert að undanförnu mun ég ekki bera sigur af hólmi. Þannig að ég verð að herða mig og ég hef fulla trú á að mér takist það,“ sagði Carlsen á sameiginlegum fréttamannafundi hans og Caruana. Tvímenningarnir eru án nokkurs vafa sterkustu skákmenn heims í dag en geta engu að síður gert mistök. „Magnús hefur enga augljósa veikleika. Venjulega eru mistökin sem hann gerir mjög persónuleg og ófyrirséð. Ég held að það eigi við um alla þá skákmenn sem eru allra efst á toppnum,“ sagði Caruana. Fabiano byrjaði með hvítt í dag. Tefldar verða 12 skákir og sá sem fyrstur fær sex og hálfan vinning verður næsti heimsmeistari.
Skák Tengdar fréttir Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. 9. nóvember 2018 11:38 Heimsmeistarinn í skák segir að konur hati sig Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen er mættur enn á ný á stóra sviðið til að verja heimsmeistaratitilinn sinn í skák. 9. nóvember 2018 15:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. 9. nóvember 2018 11:38
Heimsmeistarinn í skák segir að konur hati sig Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen er mættur enn á ný á stóra sviðið til að verja heimsmeistaratitilinn sinn í skák. 9. nóvember 2018 15:00