Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að greina stöðu barna á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2018 20:15 Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að afla frekari gagna um stöðu og líðan barna bæði út frá kyni þeirra og samfélagslegri stöðu. Þingmaður Flokks fólksins segir ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af stöðu drengja í íslensku samfélagi.Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksinsSkjáskot úr fréttKarl Gauti Hjaltason þingmaður Flokks fólksins dró upp dökka mynd af stöðu og líðan drengja á Íslandi í sérstakri umræðu sem hann var upphafsmaður að á Alþingi í dag. Ungir menn og drengir virtust sannarlega eiga í mikilli tilvistarkreppu. „Ef litið er til tíðni sjálfsvíga þá er hlutfall karla 87 prósent á árinu 2015 í yngsta aldurshópnum fimmtán til þrjátíu og fimm ára. Komið hefur fram að lestrarvandi drengja við útskrift úr grunnskólanum er geigvænlegur. Eða sú staðreynd að ungir menn eru einungis 30 prósent þeirra sem ljúka meistaragráðu úr háskólanum,“ sagði Karl Gauti. Karlmenn væru einungis 36 prósent þeirra sem stunduðu háskólanám, notkun hegðunarlyfja væri helmingi algengari á meðal drengja en stúlkna í grunnskólanum, brottfall drengja úr framhaldsskólum væri mun meira en hjá stúlkum og nýgengni örorku væri meiri meðal ungra karla en kvenna. Það væri greinilega eitthvað mikið að. „Á þessari upptalningu, sem þó er einungis sýnishorn af þeim staðreyndum sem blasa við okkur um ástandið á meðal hins unga karlkyns, sést vel að við svo búið verður ekki unað. Við getum ekki sætt okkur við að ungir drengir og ungir menn finni sig ekki og líði illa og við missum þá í aðgerðarleysi, afbrot, vímuefnaneyslu, örorku og því miður jafnvel sjálfsvíg,“ sagði Karl Gauti.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði grunnforsendu þessara mála að samfélagið byggði á ákveðnu kynjakerfi þar sem bæði neikvæð og jákvæð áhrif þess birtust með ólíkum hætti. Hún minnti á frumvarp um umboðsmann barna. „Í því frumvarpi sem liggur hér fyrir þinginu er gert ráð fyrir að umboðsmaður barna fái aukið hlutverk við að afla gagna um stöðu barna. Bæði drengja og stúlkna. Við þurfum að afla þessarra gagna með heildstæðum hætti þannig að við getum tekið góðar ákvarðanir til framtíðar,“ sagði forsætisráðherra. Hún deildi áhyggjum með þingmanninum vegna ávísana lyfja til barna. „Íslensk börn samkvæmt upplýsingum frá landlækni fá meira ávísað af tauga- og geðlyfjum en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum. Það á bæði við um stúlkur og drengi. Drengir eru líklegri til að fá slík lyf en stúlkur, jafnt hér á landi sem og á Norðurlöndum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á bilinu 10-20% ungmenna í heiminum glíma við einhvers konar geðræna erfiðleika "Hægt er að koma í veg fyrir eða lækna margs konar geðræna kvilla, sérstaklega ef fylgst er með andlegri heilsu frá blautu barnsbeini,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. 10. október 2018 14:00 Landlæknir veltir upp sérstökum úrræðum í heilsuþjónustu fyrir karla Það gæti sömuleiðis verið verðugt verkefni fyrir Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að huga að því 22. október 2018 13:18 Logi segir framlög til geðheilbrigðismála ekki duga til Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. 11. október 2018 13:29 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að afla frekari gagna um stöðu og líðan barna bæði út frá kyni þeirra og samfélagslegri stöðu. Þingmaður Flokks fólksins segir ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af stöðu drengja í íslensku samfélagi.Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksinsSkjáskot úr fréttKarl Gauti Hjaltason þingmaður Flokks fólksins dró upp dökka mynd af stöðu og líðan drengja á Íslandi í sérstakri umræðu sem hann var upphafsmaður að á Alþingi í dag. Ungir menn og drengir virtust sannarlega eiga í mikilli tilvistarkreppu. „Ef litið er til tíðni sjálfsvíga þá er hlutfall karla 87 prósent á árinu 2015 í yngsta aldurshópnum fimmtán til þrjátíu og fimm ára. Komið hefur fram að lestrarvandi drengja við útskrift úr grunnskólanum er geigvænlegur. Eða sú staðreynd að ungir menn eru einungis 30 prósent þeirra sem ljúka meistaragráðu úr háskólanum,“ sagði Karl Gauti. Karlmenn væru einungis 36 prósent þeirra sem stunduðu háskólanám, notkun hegðunarlyfja væri helmingi algengari á meðal drengja en stúlkna í grunnskólanum, brottfall drengja úr framhaldsskólum væri mun meira en hjá stúlkum og nýgengni örorku væri meiri meðal ungra karla en kvenna. Það væri greinilega eitthvað mikið að. „Á þessari upptalningu, sem þó er einungis sýnishorn af þeim staðreyndum sem blasa við okkur um ástandið á meðal hins unga karlkyns, sést vel að við svo búið verður ekki unað. Við getum ekki sætt okkur við að ungir drengir og ungir menn finni sig ekki og líði illa og við missum þá í aðgerðarleysi, afbrot, vímuefnaneyslu, örorku og því miður jafnvel sjálfsvíg,“ sagði Karl Gauti.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði grunnforsendu þessara mála að samfélagið byggði á ákveðnu kynjakerfi þar sem bæði neikvæð og jákvæð áhrif þess birtust með ólíkum hætti. Hún minnti á frumvarp um umboðsmann barna. „Í því frumvarpi sem liggur hér fyrir þinginu er gert ráð fyrir að umboðsmaður barna fái aukið hlutverk við að afla gagna um stöðu barna. Bæði drengja og stúlkna. Við þurfum að afla þessarra gagna með heildstæðum hætti þannig að við getum tekið góðar ákvarðanir til framtíðar,“ sagði forsætisráðherra. Hún deildi áhyggjum með þingmanninum vegna ávísana lyfja til barna. „Íslensk börn samkvæmt upplýsingum frá landlækni fá meira ávísað af tauga- og geðlyfjum en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum. Það á bæði við um stúlkur og drengi. Drengir eru líklegri til að fá slík lyf en stúlkur, jafnt hér á landi sem og á Norðurlöndum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á bilinu 10-20% ungmenna í heiminum glíma við einhvers konar geðræna erfiðleika "Hægt er að koma í veg fyrir eða lækna margs konar geðræna kvilla, sérstaklega ef fylgst er með andlegri heilsu frá blautu barnsbeini,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. 10. október 2018 14:00 Landlæknir veltir upp sérstökum úrræðum í heilsuþjónustu fyrir karla Það gæti sömuleiðis verið verðugt verkefni fyrir Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að huga að því 22. október 2018 13:18 Logi segir framlög til geðheilbrigðismála ekki duga til Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. 11. október 2018 13:29 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Á bilinu 10-20% ungmenna í heiminum glíma við einhvers konar geðræna erfiðleika "Hægt er að koma í veg fyrir eða lækna margs konar geðræna kvilla, sérstaklega ef fylgst er með andlegri heilsu frá blautu barnsbeini,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. 10. október 2018 14:00
Landlæknir veltir upp sérstökum úrræðum í heilsuþjónustu fyrir karla Það gæti sömuleiðis verið verðugt verkefni fyrir Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að huga að því 22. október 2018 13:18
Logi segir framlög til geðheilbrigðismála ekki duga til Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. 11. október 2018 13:29