Átökum milli gamalla félaga lýst sem skilnaðarrifrildi á þinginu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. nóvember 2018 06:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Fréttablaðið/Eyþór Þingmenn Miðflokks sökuðu Framsóknarflokk um að stela frumvarpi á þingfundi í gær. Framsóknarmenn telja á móti að málið hafi upphaflega verið frá þeim. Umrætt frumvarp er um breytingu á búvörulögum sem heimilar afurðastöðvum í kjötiðnaði að hafa með sér samráð til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Breytingin er nær samhljóða grein í frumvarpi sem Gunnar Bragi Sveinsson, Miðflokksmaður en þá Framsóknarmaður, lagði fram í fyrra. „Í október sagði [Gunnar Bragi] að von væri á þessu máli aftur. Fáeinum dögum síðar birtist frá Framsóknarflokknum frumvarp sem er nánast orðrétt frumvarp [hans] nema nú er hann ekki skráður fyrir því,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Allir vildu Lilju kveðið hafa. […] Þó [Gunnar Bragi] hafi skipt um kápu þá er þetta Framsóknarmál og þó hann hafi nefnt það í ræðu þá gerði Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður Framsóknar, það líka,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar. Öðrum þingmönnum var nokkuð skemmt yfir þessu skilnaðarrifrildi og voru flokkarnir tveir ítrekað uppnefndir Framsóknarflokkur eitt og tvö. Þó bentu nokkrir á það að sú hefð væri á þingi að ef leggja ætti fram frumvarp sem annar hafði lagt fram áður þá væri haft samráð við fyrri flutningsmann og þess getið að áþekkt frumvarp hafi verið lagt fram á fyrra þingi. „Það er spurning hvort forseti Alþingis beiti sér ekki fyrir því að komið verði á sáttaferli milli Framsóknarflokks eitt og Framsóknarflokks tvö svo við börnin þurfum ekki að fylgjast með foreldrunum rífast,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, Vinstri grænum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Þingmenn Miðflokks sökuðu Framsóknarflokk um að stela frumvarpi á þingfundi í gær. Framsóknarmenn telja á móti að málið hafi upphaflega verið frá þeim. Umrætt frumvarp er um breytingu á búvörulögum sem heimilar afurðastöðvum í kjötiðnaði að hafa með sér samráð til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Breytingin er nær samhljóða grein í frumvarpi sem Gunnar Bragi Sveinsson, Miðflokksmaður en þá Framsóknarmaður, lagði fram í fyrra. „Í október sagði [Gunnar Bragi] að von væri á þessu máli aftur. Fáeinum dögum síðar birtist frá Framsóknarflokknum frumvarp sem er nánast orðrétt frumvarp [hans] nema nú er hann ekki skráður fyrir því,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Allir vildu Lilju kveðið hafa. […] Þó [Gunnar Bragi] hafi skipt um kápu þá er þetta Framsóknarmál og þó hann hafi nefnt það í ræðu þá gerði Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður Framsóknar, það líka,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar. Öðrum þingmönnum var nokkuð skemmt yfir þessu skilnaðarrifrildi og voru flokkarnir tveir ítrekað uppnefndir Framsóknarflokkur eitt og tvö. Þó bentu nokkrir á það að sú hefð væri á þingi að ef leggja ætti fram frumvarp sem annar hafði lagt fram áður þá væri haft samráð við fyrri flutningsmann og þess getið að áþekkt frumvarp hafi verið lagt fram á fyrra þingi. „Það er spurning hvort forseti Alþingis beiti sér ekki fyrir því að komið verði á sáttaferli milli Framsóknarflokks eitt og Framsóknarflokks tvö svo við börnin þurfum ekki að fylgjast með foreldrunum rífast,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, Vinstri grænum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira