Lífið

Borat sneri aftur til að eiga við kosningarnar í Bandaríkjunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Borat hefur engu gleymt.
Borat hefur engu gleymt. Mynd/Skjáskot.
Háðfuglinn Sacha Baron Cohen sneri aftur í hlutverki hins vinsæla Borat fyrir spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel í gær. Tilefni var bandarísku þingkosningarnar sem fram fóru í nótt að íslenskum tíma.

Borat, sem gerði garðinn frægan í samnefndri kvikmynd frá árinu 2005, fór og heimsótti kjósendur í Los Angeles fyrir Kimmel og spjallaði við þá um Bandaríkin, Donald Trump, kynþáttahatur, gyðinga og margt, margt fleira.

Innslagið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.