Arnór var í byrjunarliði CSKA í kvöld líkt og Hörður Björgvin Magnússon en hann jafnaði metin fyrir CSKA í síðari hálfleik eftir að Roma komst yfir á fjórðu mínútu leiksins.
Mark Arnórs var afar laglegt en Skagamaðurinn tók vel við knettinum áður en hann kom boltanum framhjá Robin Olsen í marki Roma.
Markið laglega má sjá hér að neðan.