Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 07:30 Prime Tours og Far-vel eru í eigu sama aðila. Fréttablaðið/Anton brink Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. Eigandi Far-vel og stofnandi er Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, en félagið er í dag skráð á eiginkonu hans. Ekki sé þó litið á þetta sem kennitöluflakk. „Við getum sagt að kraftaverkið gerðist, þótt það hafi verið í annarri mynd en við ætluðum okkur,“ segir Hjörleifur í samtali við Fréttablaðið og vísar til fyrri ummæla í blaðinu um Prime Tours. Félagið var einn af undirverktökum Strætó bs. og sinnti meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra en var úrskurðað gjaldþrota í október og yfir það skipaður skiptastjóri. Í gær tilkynnti Strætó að stjórn félagsins hefði samþykkt beiðni skiptastjóra um framsal á rammasamningi akstursþjónustunnar til Far-vel ehf., sem gert hafði tilboð í vagnaflota búsins og boðið starfsfólki áframhaldandi starf. Stjórn Strætó lítur svo á að Far-vel fullnægi öllum hæfisskilyrðum rammasamningsins og því var erindi skiptastjóra samþykkt. Hvergi kom þó fram að sömu eigendur væru að Far-vel og Prime Tours. En hvernig er þetta ekki kennitöluflakk? „Það er einmitt það sem ég var að berjast við samvisku mína út af. Þá fékk ég skilgreiningu frá skiptastjóra og fleiri lögfróðum um hvað kennitöluflakk væri,“ segir Hjörleifur. Hann hafi verið fullvissaður um að hér væri ekki um kennitöluflakk að ræða, af ýmsum ástæðum. „Mér var allavega sagt að ég gæti verið með góða samvisku yfir því að þetta væri ekki kennitöluflakk.“ Hjörleifur kveðst koma með tvo nýja aðila inn í þetta með þeim, fjármagnið sé tryggt sem og þjónustan sem sé fyrir öllu. „Við greiðum matsverð sem sett var á flotann og skiptastjórinn fann út verð sem við kaupum á. Það fara tugir milljóna inn í þrotabúið úr vasa okkar sem að þessu stöndum.“ Hvorki náðist í framkvæmdastjóra né lögfræðing Strætó bs. í gær. Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Samgöngur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. Eigandi Far-vel og stofnandi er Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, en félagið er í dag skráð á eiginkonu hans. Ekki sé þó litið á þetta sem kennitöluflakk. „Við getum sagt að kraftaverkið gerðist, þótt það hafi verið í annarri mynd en við ætluðum okkur,“ segir Hjörleifur í samtali við Fréttablaðið og vísar til fyrri ummæla í blaðinu um Prime Tours. Félagið var einn af undirverktökum Strætó bs. og sinnti meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra en var úrskurðað gjaldþrota í október og yfir það skipaður skiptastjóri. Í gær tilkynnti Strætó að stjórn félagsins hefði samþykkt beiðni skiptastjóra um framsal á rammasamningi akstursþjónustunnar til Far-vel ehf., sem gert hafði tilboð í vagnaflota búsins og boðið starfsfólki áframhaldandi starf. Stjórn Strætó lítur svo á að Far-vel fullnægi öllum hæfisskilyrðum rammasamningsins og því var erindi skiptastjóra samþykkt. Hvergi kom þó fram að sömu eigendur væru að Far-vel og Prime Tours. En hvernig er þetta ekki kennitöluflakk? „Það er einmitt það sem ég var að berjast við samvisku mína út af. Þá fékk ég skilgreiningu frá skiptastjóra og fleiri lögfróðum um hvað kennitöluflakk væri,“ segir Hjörleifur. Hann hafi verið fullvissaður um að hér væri ekki um kennitöluflakk að ræða, af ýmsum ástæðum. „Mér var allavega sagt að ég gæti verið með góða samvisku yfir því að þetta væri ekki kennitöluflakk.“ Hjörleifur kveðst koma með tvo nýja aðila inn í þetta með þeim, fjármagnið sé tryggt sem og þjónustan sem sé fyrir öllu. „Við greiðum matsverð sem sett var á flotann og skiptastjórinn fann út verð sem við kaupum á. Það fara tugir milljóna inn í þrotabúið úr vasa okkar sem að þessu stöndum.“ Hvorki náðist í framkvæmdastjóra né lögfræðing Strætó bs. í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Samgöngur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira