Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2018 21:00 Lilja Björnsdóttir sauðfjárbóndi með soninn Björn Gest Agnarsson í viðtali á Hvanná í Jökuldal síðastliðið sumar. Drengurinn var þá aðeins átta daga gamall. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú lifa aðeins tveir; annar í Reykjavík en hinn á Hallormsstað, sá eini sem eftir er í sveit á Íslandi.Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er í þessari virðulegu byggingu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á ferð okkar um sveitir Austurlands í sumar kynntumst við því hvernig skólinn hefur mótað örlög fólks, til dæmis Helgu Jónsdóttir úr Mjóafirði, sem kynntist bóndasyninum á Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð, Benedikt Hrafnkelssyni, fyrir 37 árum. „Ég fór á Hallormsstaðaskóla og þar var náttúrlega vetrarhjálpin svokölluð. Þá komu einhverjir strákar og hittu stelpurnar,“ segir Helga og hlær. -Og þið vissuð af þessu, strákarnir? „Þetta náttúrlega spurðist út, sko. Það reddaðist allt saman,“ segir Benedikt. Útskýringu á hugtakinu „vetrarhjálpin" má sjá í þessari frétt.Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, bændur á Hallgeirsstöðum og eigendur Hótels Svartaskógar í Jökulsárhlíð.Stöð 2/Arnar HalldórssonEn ef þið haldið að þetta sé liðin tíð, heyrið þá sögu nýbakaðrar móður frá Selfossi, Lilju Björnsdóttur, sem býr nú með manni sínum, Agnari Benediktssyni, og syni þeirra, á Hvanná 2 í Jökuldal. Við spurðum hvað hefði leitt hana austur á land: „Ég fór nú bara í húsmæðraskólann á Hallormsstað. Svo hitti ég manninn minn fljótlega eftir að ég byrjaði þar,“ svarar Lilja. -Þannig að þetta gerist ennþá eins og það gerðist í gamla daga? „Já, já. Rómantíkin í húsmæðraskólanum, hún er ennþá til.“ -Þannig að það verður greinilega að halda skólanum lifandi til að viðhalda sveitunum? „Það er um að gera, það eru þessar heimavistir,“ segir Lilja.Skólinn er í hjarta Hallormsstaðaskógar, með útsýni yfir Löginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fjallað var um Hússtjórnarskólann á Hallormsstað fyrir fjórum árum í þættinum „Um land allt“. Í næstu þáttum „Um land allt“ á Stöð 2 verður fjallað um mannlíf í þremur sveitum Austurlands; Jökulsárhlíð, Jökuldal og Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Samningar náðust svo aftur nú í sumar. 21. júlí 2017 15:07 "Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú lifa aðeins tveir; annar í Reykjavík en hinn á Hallormsstað, sá eini sem eftir er í sveit á Íslandi.Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er í þessari virðulegu byggingu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á ferð okkar um sveitir Austurlands í sumar kynntumst við því hvernig skólinn hefur mótað örlög fólks, til dæmis Helgu Jónsdóttir úr Mjóafirði, sem kynntist bóndasyninum á Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð, Benedikt Hrafnkelssyni, fyrir 37 árum. „Ég fór á Hallormsstaðaskóla og þar var náttúrlega vetrarhjálpin svokölluð. Þá komu einhverjir strákar og hittu stelpurnar,“ segir Helga og hlær. -Og þið vissuð af þessu, strákarnir? „Þetta náttúrlega spurðist út, sko. Það reddaðist allt saman,“ segir Benedikt. Útskýringu á hugtakinu „vetrarhjálpin" má sjá í þessari frétt.Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, bændur á Hallgeirsstöðum og eigendur Hótels Svartaskógar í Jökulsárhlíð.Stöð 2/Arnar HalldórssonEn ef þið haldið að þetta sé liðin tíð, heyrið þá sögu nýbakaðrar móður frá Selfossi, Lilju Björnsdóttur, sem býr nú með manni sínum, Agnari Benediktssyni, og syni þeirra, á Hvanná 2 í Jökuldal. Við spurðum hvað hefði leitt hana austur á land: „Ég fór nú bara í húsmæðraskólann á Hallormsstað. Svo hitti ég manninn minn fljótlega eftir að ég byrjaði þar,“ svarar Lilja. -Þannig að þetta gerist ennþá eins og það gerðist í gamla daga? „Já, já. Rómantíkin í húsmæðraskólanum, hún er ennþá til.“ -Þannig að það verður greinilega að halda skólanum lifandi til að viðhalda sveitunum? „Það er um að gera, það eru þessar heimavistir,“ segir Lilja.Skólinn er í hjarta Hallormsstaðaskógar, með útsýni yfir Löginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fjallað var um Hússtjórnarskólann á Hallormsstað fyrir fjórum árum í þættinum „Um land allt“. Í næstu þáttum „Um land allt“ á Stöð 2 verður fjallað um mannlíf í þremur sveitum Austurlands; Jökulsárhlíð, Jökuldal og Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Samningar náðust svo aftur nú í sumar. 21. júlí 2017 15:07 "Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Samningar náðust svo aftur nú í sumar. 21. júlí 2017 15:07
"Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00