Starfsaldurinn hærri en aldur kollega Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 08:00 Pítsurnar sem Nour hefur afgreitt eru óteljandi en hann gerir það ávallt með bros á vör. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fyrir tuttugu árum hóf Nour Natan Nimir störf hjá pítsakeðjunni Domino's. Þá var hann sendill en í fjölda ára hefur hann ráðið ríkjum í útibúi keðjunnar í Kringlunni. Tímamótunum var fagnað um helgina. Nour segir að þótt hann hafi afgreitt óteljandi pítsur sé ekki til í dæminu að hann sé að fá leið á starfi sínu. „Mér líður alltaf vel í vinnunni. Ég byrjaði árið 1998, þá sem sendill á staðnum á Grensásvegi, varð síðar vaktstjóri og hef verið frá aldamótum í Kringlunni,“ segir hann. Nour fæddist í Marokkó en kom hingað til lands árið 1995. Hann vann hin ýmsu störf þar til hann rataði í hlutastarf sem sendill. Þar leið honum vel og allt gekk vel og á endanum hætti hann í hinum vinnum sínum til að einbeita sér að Domino's. Þegar þú starfar lengi á sama stað vill það oft verða svo að viðskiptavinirnir fara að þekkja þig og þú þá. „Ég held að allir sem koma í Kringluna þekki mig og ég þekki alla. Þegar sumir koma þá veit ég hvað þeir vilja og þeir þurfa ekkert að segja pöntunina sína,“ segir Nour og hlær.Nour fékk viðurkenningu frá keðjunni á föstudag en starfsaldur hans er lengri en ævi sums samstarfsfólks hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRAðspurður um eftirminnilega sögu sem tengist starfi sínu nefnir Nour atvik sem átti sér stað í Marokkó í sumar. Þar var hann staddur í stórmarkaði þegar ég vegi hans varð maður klæddur íslenska knattspyrnulandsliðsbúningnum. Nour vatt sér upp að honum og spurði hvort maðurinn talaði íslensku. Það passaði. „Þá fór ég að tala við hann á íslensku á móti og þá var hann nokkuð hissa á að Arabinn gæti talað við hann á því tungumáli. Síðan kom konan hans út úr búð þarna og þá kom í ljós að hún vann í Kringlunni líka og við áttum gott spjall. Þá sýndi það sig enn á ný hvað heimurinn er lítill,“ segir Nour. Hinn vinsæli Nour segir að ómögulegt sé að giska á hve margar pítsur hann hefur afgreitt um starfsævina. Hann fái aldrei leið á Domino's-pítsum þótt hann breyti reglulega um álegg. Allt nema pepperoni, skinka og beikon kemur til greina á hans flatböku. „Við erum einstaklega þakklát og stolt af því að halda upp á tuttugu ára starfsafmæli Nours. Tuttugu ár er langur tími og lengri en aldur sumra samstarfsmanna hans á Domino's. Hann á sér marga aðdáendur enda einstaklega vinalegur maður sem er þekktur fyrir að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu með bros á vör,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Fyrir tuttugu árum hóf Nour Natan Nimir störf hjá pítsakeðjunni Domino's. Þá var hann sendill en í fjölda ára hefur hann ráðið ríkjum í útibúi keðjunnar í Kringlunni. Tímamótunum var fagnað um helgina. Nour segir að þótt hann hafi afgreitt óteljandi pítsur sé ekki til í dæminu að hann sé að fá leið á starfi sínu. „Mér líður alltaf vel í vinnunni. Ég byrjaði árið 1998, þá sem sendill á staðnum á Grensásvegi, varð síðar vaktstjóri og hef verið frá aldamótum í Kringlunni,“ segir hann. Nour fæddist í Marokkó en kom hingað til lands árið 1995. Hann vann hin ýmsu störf þar til hann rataði í hlutastarf sem sendill. Þar leið honum vel og allt gekk vel og á endanum hætti hann í hinum vinnum sínum til að einbeita sér að Domino's. Þegar þú starfar lengi á sama stað vill það oft verða svo að viðskiptavinirnir fara að þekkja þig og þú þá. „Ég held að allir sem koma í Kringluna þekki mig og ég þekki alla. Þegar sumir koma þá veit ég hvað þeir vilja og þeir þurfa ekkert að segja pöntunina sína,“ segir Nour og hlær.Nour fékk viðurkenningu frá keðjunni á föstudag en starfsaldur hans er lengri en ævi sums samstarfsfólks hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRAðspurður um eftirminnilega sögu sem tengist starfi sínu nefnir Nour atvik sem átti sér stað í Marokkó í sumar. Þar var hann staddur í stórmarkaði þegar ég vegi hans varð maður klæddur íslenska knattspyrnulandsliðsbúningnum. Nour vatt sér upp að honum og spurði hvort maðurinn talaði íslensku. Það passaði. „Þá fór ég að tala við hann á íslensku á móti og þá var hann nokkuð hissa á að Arabinn gæti talað við hann á því tungumáli. Síðan kom konan hans út úr búð þarna og þá kom í ljós að hún vann í Kringlunni líka og við áttum gott spjall. Þá sýndi það sig enn á ný hvað heimurinn er lítill,“ segir Nour. Hinn vinsæli Nour segir að ómögulegt sé að giska á hve margar pítsur hann hefur afgreitt um starfsævina. Hann fái aldrei leið á Domino's-pítsum þótt hann breyti reglulega um álegg. Allt nema pepperoni, skinka og beikon kemur til greina á hans flatböku. „Við erum einstaklega þakklát og stolt af því að halda upp á tuttugu ára starfsafmæli Nours. Tuttugu ár er langur tími og lengri en aldur sumra samstarfsmanna hans á Domino's. Hann á sér marga aðdáendur enda einstaklega vinalegur maður sem er þekktur fyrir að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu með bros á vör,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira