Segir Lánasjóðinn komast upp með ósanngirni umfram aðra Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. nóvember 2018 07:45 Lánasjóður er nú að meta fordæmisgildi dómsins sem féll í Hæstarétti í síðasta mánuði. Fréttablaðið/GVA „Það er ójafnræði í meðhöndlun ábyrgðarmanna námslána, segir Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður og vísar til dómafordæma Hæstaréttar. „Ef ekki var gert greiðslumat hjá aðalskuldara er ósanngjarnt af LÍN að halda ábyrgð upp á ábyrgðarmann, hafi hún verið veitt eftir 4. apríl 2009. Ef ábyrgðin var aftur á móti veitt fyrir 4. apríl 2009 er sama vinnulag talið sanngjarnt af Hæstarétti,“ segir Daníel Isebarn. Hann segir að ekki eigi að skipta máli þótt lög um ábyrgðarmenn hafi tekið gildi 4. apríl 2009 enda sé jafn ósanngjarnt fyrir og eftir þá dagsetningu að halda ábyrgðinni uppi. „Hæstiréttur hefur staðfest þetta í fjölda dómsmála,“ segir Daníel. Hæstiréttur hafi oft fjallað um ábyrgðir sem veittar voru áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Í yfirgnæfandi fjölda þeirra mála hafi ábyrgðir sem veittar voru fyrir ýmiss konar lánum án greiðslumats á aðalskuldara talist ósanngjarnar og þær ógiltar. Þetta var þó ekki talið eiga við um ábyrgðarmenn námslána hjá LÍN. „Sú einkennilega staða kom upp að LÍN var eini stóri lánveitandinn sem mátti haga sér með hætti sem Hæstiréttur var trekk í trekk búinn að lýsa yfir að væri ósanngjarn í tilvikum allra annarra lánastofnana,“ segir Daníel. Dómarnir hafi vísað til samkomulags allra helstu lánastofnana landsins árið 1988 um notkun sjálfskuldarábyrgða. Daníel furðar sig á því að samkomulag sem átti að auka réttarvernd ábyrgðarmanna og var undirritað af bæði viðskiptaráðherra og félagsmálaráðherra hafi átt við um allar lánastofnanir nema LÍN sem sé þó opinber stofnun með félagslegt hlutverk. Daníel vísar sem dæmi til dóms Hæstaréttar frá 2015 sem varðaði námslán sem gengist var í ábyrgð fyrir áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Ekki var framkvæmt greiðslumat á aðalskuldara áður en ábyrgðin var veitt. Ábyrgðarmaðurinn í því máli, verkakona á miðjum aldri sem gengist hafði í ábyrgð fyrir son sinn, tapaði málinu því þetta taldist ekki ósanngjarnt að mati dómstóla. Sams konar ábyrgðir sem ábyrgðarmenn gengust undir á sama tíma höfðu aftur á móti talist ósanngjarnar og ógildar í tilvikum flestra annarra lánastofnana landsins. Í síðasta mánuði féll svo dómur í Hæstarétti þar sem því var slegið föstu að ósanngjarnt væri af LÍN að ganga að ábyrgð fyrir námsláni eftir að framangreind skilyrði voru lögfest árið 2009. Í þessu felst ójafnræðið segir Daníel. Það sem töldust ósanngjarnir viðskiptahættir hjá öllum lánastofnunum væru að sjálfsögðu einnig ósanngjarnir viðskiptahættir hjá LÍN fyrir apríl 2009. Daníel segir þó aðalatriðið að dómurinn sé mikið gleðiefni enda sé nú loks ljóst að LÍN beri að stunda sanngjarna viðskiptahætti eins og aðrar lánastofnanir. Hann telur að LÍN hljóti að skoða stöðu ábyrgðarmanna sem gengust í sambærilegar ábyrgðir fyrir 4. apríl 2009 og íhuga að fella niður ábyrgðir þeirra. Lánasjóðurinn er nú að meta fordæmisgildi dómsins sem féll í síðasta mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Hafa þegar hafið undirbúning vegna veðurs Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Sjá meira
„Það er ójafnræði í meðhöndlun ábyrgðarmanna námslána, segir Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður og vísar til dómafordæma Hæstaréttar. „Ef ekki var gert greiðslumat hjá aðalskuldara er ósanngjarnt af LÍN að halda ábyrgð upp á ábyrgðarmann, hafi hún verið veitt eftir 4. apríl 2009. Ef ábyrgðin var aftur á móti veitt fyrir 4. apríl 2009 er sama vinnulag talið sanngjarnt af Hæstarétti,“ segir Daníel Isebarn. Hann segir að ekki eigi að skipta máli þótt lög um ábyrgðarmenn hafi tekið gildi 4. apríl 2009 enda sé jafn ósanngjarnt fyrir og eftir þá dagsetningu að halda ábyrgðinni uppi. „Hæstiréttur hefur staðfest þetta í fjölda dómsmála,“ segir Daníel. Hæstiréttur hafi oft fjallað um ábyrgðir sem veittar voru áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Í yfirgnæfandi fjölda þeirra mála hafi ábyrgðir sem veittar voru fyrir ýmiss konar lánum án greiðslumats á aðalskuldara talist ósanngjarnar og þær ógiltar. Þetta var þó ekki talið eiga við um ábyrgðarmenn námslána hjá LÍN. „Sú einkennilega staða kom upp að LÍN var eini stóri lánveitandinn sem mátti haga sér með hætti sem Hæstiréttur var trekk í trekk búinn að lýsa yfir að væri ósanngjarn í tilvikum allra annarra lánastofnana,“ segir Daníel. Dómarnir hafi vísað til samkomulags allra helstu lánastofnana landsins árið 1988 um notkun sjálfskuldarábyrgða. Daníel furðar sig á því að samkomulag sem átti að auka réttarvernd ábyrgðarmanna og var undirritað af bæði viðskiptaráðherra og félagsmálaráðherra hafi átt við um allar lánastofnanir nema LÍN sem sé þó opinber stofnun með félagslegt hlutverk. Daníel vísar sem dæmi til dóms Hæstaréttar frá 2015 sem varðaði námslán sem gengist var í ábyrgð fyrir áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Ekki var framkvæmt greiðslumat á aðalskuldara áður en ábyrgðin var veitt. Ábyrgðarmaðurinn í því máli, verkakona á miðjum aldri sem gengist hafði í ábyrgð fyrir son sinn, tapaði málinu því þetta taldist ekki ósanngjarnt að mati dómstóla. Sams konar ábyrgðir sem ábyrgðarmenn gengust undir á sama tíma höfðu aftur á móti talist ósanngjarnar og ógildar í tilvikum flestra annarra lánastofnana landsins. Í síðasta mánuði féll svo dómur í Hæstarétti þar sem því var slegið föstu að ósanngjarnt væri af LÍN að ganga að ábyrgð fyrir námsláni eftir að framangreind skilyrði voru lögfest árið 2009. Í þessu felst ójafnræðið segir Daníel. Það sem töldust ósanngjarnir viðskiptahættir hjá öllum lánastofnunum væru að sjálfsögðu einnig ósanngjarnir viðskiptahættir hjá LÍN fyrir apríl 2009. Daníel segir þó aðalatriðið að dómurinn sé mikið gleðiefni enda sé nú loks ljóst að LÍN beri að stunda sanngjarna viðskiptahætti eins og aðrar lánastofnanir. Hann telur að LÍN hljóti að skoða stöðu ábyrgðarmanna sem gengust í sambærilegar ábyrgðir fyrir 4. apríl 2009 og íhuga að fella niður ábyrgðir þeirra. Lánasjóðurinn er nú að meta fordæmisgildi dómsins sem féll í síðasta mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Hafa þegar hafið undirbúning vegna veðurs Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Sjá meira