Sunneva og Saga leikstýra nýjasta myndbandi Mammút: Missti allar myndavélar í sjóinn Stefán Árni Pálsson skrifar 2. nóvember 2018 12:30 Sunneva og Saga Sig vinna saman að tónlistarmyndbandi í fyrsta sinn. „Við höfum vitað af hvor annarri í mörg ár og borið virðingu fyrir vinnu hvorrar annarrar. Síðasta haust var okkur báðum boðið að taka þátt í listarecidensíunni Disko Art festival í Grænlandi,“ segir Sunneva Ása Weisshappel sem leikstýrir nýjasta myndbandi Mammút með Sögu Sig. Lagið ber heitið What's Your Secret? „Ég missti næstum því af vélinni þótt ég hafi mætt alltof snemma fyrir brottför, var að lesa bók frammi á Reykjavíkurflugvelli, alveg í mínum eigin heimi. Sunneva var síðust inn í vél og heyrir út frá sér „Þessi Saga kemst ekki með því hún er ekki mætt“. Hún hringdi í mig og ég rétt náði vélinni. Þar hófst samstarf okkar og vinátta,“ segir Saga. „Á Grænlandi voru um tuttugu ólíkir listamenn, að þróa vinnu sína og við ákváðum að gera eitthvað saman. Við prufuðum að mynda dansefni við sjóinn og gera allskonar myndbandatilraunir. Í lok listarecidensíunnar var hátíð haldin þar sem listamenn sýndu afrakstur vinnu sinnar. Við klipptum saman efnið sem við höfðum skotið og Sunneva skellti undir klippið laginu What´s your Secret af nýju plötu Mammút. Þar kviknaði hugmyndin.“Selspikið erfitt viðureignar Saga segir að búið sé að ganga á ýmsu í ferlinu. „Í fyrstu tökunni á Grænlandi missti til dæmis ég t.d. myndavélarnar mínar í sjóinn. Steinarnir sem Sunneva dansaði á voru svo hálir af selspiki að erfitt var að halda jafnvægi.“ Sunneva segir að þegar þær komu aftur til Íslands hafi þær haft samband við Mammút. „Þeim leist vel á að við myndum gera myndband við lagið. Þar sem við erum báðar mikið starfandi erlendis og sjaldan á sama stað á sama tíma, þá hefur verkefnið tekið langan tíma. Núna ári síðar er það loksins tilbúið. Við erum sammála því að okkur hefur tekist að ná því besta fram í hvor annarri og stækkað hvor aðra. Þannig er gott samstarf. Við höfum báðar upplifað mjög mikið allskonar að vera konur í þessum karlaheimi kvikmyndageirans. Það besta við þetta verkefni var tíminn, traustið, samtalið og hlustunin,“ segir Sunneva og bætir við:Virkilega flott myndband frá Sunneva og Sögu Sig.„Tíminn er svo dýrmætur til að leyfa hlutum að fæðast og fá að eiga sinn tíma, sérstaklega í þessum nútíma heimi þar sem hraðinn er rosalegur, maður er ofhlaðinn skiladögum, tímarömmum og ofbókaður í verkefni og oft er ekki tími til að vanda til verka eins og maður myndi kannski óska sér.“ Nornir og goðafræði koma mikið við sögu í myndbandinu. „Konurnar í myndbandinu eru í einhverskonar göldróttu ferðalagi. Tónlistarmyndbands formið býður upp á frelsi til túlkunnar og við náðum að blanda saman hlutum sem við höfum áhuga á inn í ferðalag þessara kvenna. Eins og yfirnáttúrulegum hlutum, galdrakonum og helgiathöfnum, magnaðri náttúru, sterkum konum, erkítýpum [unga konan og hugrakka, kynveran og hin vitra kona], symbolisma, myndlíkingar, samanber perlurnar, risastóra skipið sem dregið er eftir sandinum eða dúfunni í endann sem ríður sér leið út um vitin. Dúfan að fljúga getur til dæmis táknað frið, frelsi, losun og ást, sem verður einhverskonar niðurstaða í myndbandinu,“ segir Saga Sig. „Mammút er mögnuð hljómsveit, uppspretta sköpunar og hugmynda. Þau eru sannkallaðir listamenn og vönduð vinna þeirra við lagasmíð og textagerð er einstök. Það er svo mikill galdur í tónlistinni að það er heiður að fá að vinna með þeim. Við höfum reyndar báðar unnið með þeim áður, Saga tók ljósmyndina sem var framan á síðasta plötuumslagið þeirra Kinder Version og ég þar seinasta ásamt Katrínu Mogensen af plötunni Komdu Til mín Svarta Systir,“ segir Sunneva. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið What's Your Secret? Tónlist Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við höfum vitað af hvor annarri í mörg ár og borið virðingu fyrir vinnu hvorrar annarrar. Síðasta haust var okkur báðum boðið að taka þátt í listarecidensíunni Disko Art festival í Grænlandi,“ segir Sunneva Ása Weisshappel sem leikstýrir nýjasta myndbandi Mammút með Sögu Sig. Lagið ber heitið What's Your Secret? „Ég missti næstum því af vélinni þótt ég hafi mætt alltof snemma fyrir brottför, var að lesa bók frammi á Reykjavíkurflugvelli, alveg í mínum eigin heimi. Sunneva var síðust inn í vél og heyrir út frá sér „Þessi Saga kemst ekki með því hún er ekki mætt“. Hún hringdi í mig og ég rétt náði vélinni. Þar hófst samstarf okkar og vinátta,“ segir Saga. „Á Grænlandi voru um tuttugu ólíkir listamenn, að þróa vinnu sína og við ákváðum að gera eitthvað saman. Við prufuðum að mynda dansefni við sjóinn og gera allskonar myndbandatilraunir. Í lok listarecidensíunnar var hátíð haldin þar sem listamenn sýndu afrakstur vinnu sinnar. Við klipptum saman efnið sem við höfðum skotið og Sunneva skellti undir klippið laginu What´s your Secret af nýju plötu Mammút. Þar kviknaði hugmyndin.“Selspikið erfitt viðureignar Saga segir að búið sé að ganga á ýmsu í ferlinu. „Í fyrstu tökunni á Grænlandi missti til dæmis ég t.d. myndavélarnar mínar í sjóinn. Steinarnir sem Sunneva dansaði á voru svo hálir af selspiki að erfitt var að halda jafnvægi.“ Sunneva segir að þegar þær komu aftur til Íslands hafi þær haft samband við Mammút. „Þeim leist vel á að við myndum gera myndband við lagið. Þar sem við erum báðar mikið starfandi erlendis og sjaldan á sama stað á sama tíma, þá hefur verkefnið tekið langan tíma. Núna ári síðar er það loksins tilbúið. Við erum sammála því að okkur hefur tekist að ná því besta fram í hvor annarri og stækkað hvor aðra. Þannig er gott samstarf. Við höfum báðar upplifað mjög mikið allskonar að vera konur í þessum karlaheimi kvikmyndageirans. Það besta við þetta verkefni var tíminn, traustið, samtalið og hlustunin,“ segir Sunneva og bætir við:Virkilega flott myndband frá Sunneva og Sögu Sig.„Tíminn er svo dýrmætur til að leyfa hlutum að fæðast og fá að eiga sinn tíma, sérstaklega í þessum nútíma heimi þar sem hraðinn er rosalegur, maður er ofhlaðinn skiladögum, tímarömmum og ofbókaður í verkefni og oft er ekki tími til að vanda til verka eins og maður myndi kannski óska sér.“ Nornir og goðafræði koma mikið við sögu í myndbandinu. „Konurnar í myndbandinu eru í einhverskonar göldróttu ferðalagi. Tónlistarmyndbands formið býður upp á frelsi til túlkunnar og við náðum að blanda saman hlutum sem við höfum áhuga á inn í ferðalag þessara kvenna. Eins og yfirnáttúrulegum hlutum, galdrakonum og helgiathöfnum, magnaðri náttúru, sterkum konum, erkítýpum [unga konan og hugrakka, kynveran og hin vitra kona], symbolisma, myndlíkingar, samanber perlurnar, risastóra skipið sem dregið er eftir sandinum eða dúfunni í endann sem ríður sér leið út um vitin. Dúfan að fljúga getur til dæmis táknað frið, frelsi, losun og ást, sem verður einhverskonar niðurstaða í myndbandinu,“ segir Saga Sig. „Mammút er mögnuð hljómsveit, uppspretta sköpunar og hugmynda. Þau eru sannkallaðir listamenn og vönduð vinna þeirra við lagasmíð og textagerð er einstök. Það er svo mikill galdur í tónlistinni að það er heiður að fá að vinna með þeim. Við höfum reyndar báðar unnið með þeim áður, Saga tók ljósmyndina sem var framan á síðasta plötuumslagið þeirra Kinder Version og ég þar seinasta ásamt Katrínu Mogensen af plötunni Komdu Til mín Svarta Systir,“ segir Sunneva. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið What's Your Secret?
Tónlist Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“