Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2018 13:45 Stilla úr myndinni þar sem Live Aid-tónleikar Queen eru endurgerðir með frábærum árangri. Kvikmyndin Bohemian Rhapsody, sem segir frá ferli hljómsveitarinnar Queen, var frumsýnd á Íslandi í gær. Myndin hefur fengið blendin viðbrögð frá gagnrýnendum en stórkostleg frammistaða Rami Malek, í hlutverki söngvara Queen Freddie Mercury, gerir myndina áhorfsins virði ásamt mögnuðum tónlistaratriðum. Myndin fylgir eftir ferli sveitarinnar þar sem einblínt er á ævi Mercury þar til hljómsveitin kom fram á stórtónleikunum Live Aid á Wembley-leikvanginum árið 1985. Frammistaða sveitarinnar, þá sérstaklega Mercury, á þeim tónleikum er löngu orðin goðsagnakennd og fer Malek algjörlega á kostum í túlkun sinni á frammistöðu söngvarans á þessum tímamóta viðburði. Í myndinni er þó farið ansi hratt yfir sögu, enda spannar hún fjölda ára og því erfitt að ætla sér að koma öllu fyrir í rúmlega tveggja klukkutíma kvikmynd. Hér fyrir neðan verður farið yfir atburði myndarinnar og þeir bornir saman við sögulegar staðreyndir um myndina, það er segja hvað er satt og hvað er stílfært, eða ekki eins og það gerðist í raun og veru.Þeir sem eiga eftir að sjá myndina og vilja ekki láta spilla áhorfi sínu ættu ekki að lesa lengra.Farrokh Bulsara Freddie Mercury er aðalsöguhetja myndarinnar, leikinn af Rami Malek sem er hvað þekktastur fyrir að leika aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Mr. Robot. Foreldrar Freddie nefndu hann Farrokh Bulsara þegar hann fæddist á eyjunni Zanzibar út af austurströnd Afríku, sem í dag er hluti af Tansaníu. Foreldrar hans fluttust til Englands þegar Freddie var táningur að aldri ásamt yngri systur hans. Freddie var 45 ára gamall þegar hann lést úr alnæmi árið 1991. Upphaf QueenErlendir miðlar hafa borið söguþráð myndarinnar saman við sögulegar staðreyndir. Þar er til að mynda farið yfir hvernig kvikmyndagerðarmennirnir segja frá því þegar Freddie Mercury er ráðinn sem söngvari í hljómsveitinni Smile, sem trommarinn Roger Taylor og gítarleikarinn Brian May höfðu stofnað ásamt bassaleikaranum Tim Staffell. Upphaf hljómsveitarinnar Queen, eins og það er sýnt í myndinni, er nokkuð frábrugðið því sem gerðist í raun og veru. Í myndinni fer Freddie á tónleika með hljómsveitinni Smile á litlum bar í London árið 1970. Freddie er hrifinn af því sem hann heyrir og fer baksviðs til að leita að hljómsveitarmeðlimunum. Þegar Freddie finnur þá Brian og Roger hefur Tim Staffell sagt skilið við hljómsveitina til að ganga til liðs við bandið Mojo. Freddie segist geta fyllt skarð Staffell sem söngvari og heldur óundirbúna áheyrnaprufu fyrir Brian og Roger á staðnum. Þeir heillast af og raddsetja um leið enda Freddie að syngja lag eftir hljómsveitina Smile.Queen árið 1973. Frá vinstri, trommarinn Roger Taylor, söngvarinn Freddie Mercury, gítarleikarinn Brian May og bassaleikarinn John Deacon.Vísir/GettyÍ ævisögunni Queen: As It Began and 40 Years of Queen, kom hins vegar fram að Mercury þekkti Brian May, Roger Taylor og Tim Staffell þegar Smile var enn þá starfandi. Þeir höfðu meira segja deilt íbúð saman og höfðu þekkst frá 1968. Það var meira að segja Staffell sem kynnti Freddie Mercury fyrir Brian May og Roger Taylor, en Staffell og Mercury stunduðu báðir nám við Ealing listaháskólann. Mercury hafði flakkað á milli hljómsveita sem hljómborðsleikari en vildi sjálfur leiða band sem söngvari. Brian May sagði í viðtali að Mercury hefði átt það til þegar hann sótti tónleika að hrópa að hljómsveitunum: „Ef ég væri söngvarinn ykkar, þá myndi ég sýna ykkur hvernig á að gera þetta.“ May sagði Mercury hafa sagt við tónlistarmenn að þeir klæddu sig ekki rétt og væru þar af leiðandi að senda áhorfendum röng skilaboð. Þegar Staffell yfirgaf Smile bjuggu þeir allir saman og lá því beinast við að fá Mercury í bandið.Mary Austin og Freddie Mercury saman árið 1977.Vísir/GettyEiginkonan Stóra ástin í lífi Mercury, Mary Austin, er stór hluti af Bohemian Rhapsody. Í myndinni hittir Mercury, þá Freddie Balsura, Mary Austin eftir tónleika hljómsveitarinnar Smile árið 1970. Þau fella hugi saman skömmu síðar. Þau búa saman í sex ár og Freddie biður hana um að giftast sér. Þegar frægðin bankar upp á af fullri alvöru verður Freddie hins vegar fjarlægur og viðurkennir fyrir henni að hann sé tvíkynhneigður. Mary Austin svarar því í myndinni með því að benda honum á að hann sé hreinlega samkynhneigður. Mary Austin flytur út en þó aðeins í næsta hús og þau eru áfram vinir. Allt fram að ævilokum hans var Austin akkeri í lífi Mercury sem hann treysti fyrir öllu og hugsaði um hann til síðasta dags. Flest af þessu er satt, nema hvernig þau kynntust. Mercury hitti Austin þegar hann rak bás ásamt Roger Taylor nærri Kensington-markaði. Mercury sagði sjálfur í heimildamynd að Mary væri eini vinur hans og hann vildi engan annan. „Fyrir mér var hún sambýliskona mína. Fyrir mér var þetta hjónaband.“Á vefnum Slate er vitnað í orð ljósmyndarans Mick Rock sem sagði Mercury hafa verið með öðrum konum. Það er rétt að Austin flutti í íbúð nærri heimili Mercury sem fyrirtæki hans borgaði. Í myndinni er því haldið fram að Austin hefði fjarlægt sig Mercury þegar hún hóf samband með öðrum manni. Hið rétta er að hún vann sem ritari tónlistar- og útgáfufyrirtækis Mercury. Hún hlúði einnig að honum á meðan hann gekk í gegnum veikindin.Mary Austin og Freddie Mercury á góðri stund.Vísir/GettyAustin var honum afar kær en Mercury arfleiddi hana helming eigna sinna. Þar á meðal heimilið hans í Kensington og treysti henni fyrir því að greftra ösku hans. Hann bað hana um að lofa sér að segja aldrei frá því hvar jarðneskar leifar hans yrðu að finna og hefur hún ekki enn sagt frá því.Slate bendir einnig á að í myndinni er ekki sagt frá stuttu sambandi sem Mercury átti með leikkonunni Barbara Valentin í München í Þýskalandi.Ævisagnaritarinn Lesley-Ann Jones sagði Mercury hafa verið í rúminu með Valentin og öðrum manni þegar lögreglan braust inn í tengslum við skattarannsókn.Skúrkurinn Paul Prenter Allar myndir þurfa að hafa skúrk og fellur það í skaut Paul Prenters. Hann lést árið 1991 úr alnæmi en hann var í fyrstu aðstoðarmaður umboðsmanns sveitarinnar John Reid áður en hann gerðist umboðsmaður Mercury. Í myndinni svíkur Prenter Reid með því að hvetja hann til að stinga upp á því við Freddie að skrifa undir útgáfusamning við CBS Records sem sólóartisti. Prenter gerir lítið til að aðstoða Reid þegar Mercury bregst ókvæða við og rekur Reid á staðnum fyrir að stinga upp á því að hann gæti náð meiri velgengni einn en með Queen. Prenter stingur síðan sjálfur upp á því síðar meir Mercury skrifi undir hjá CBS Records. Mikið rifrildi á sér stað þegar Mercury tilkynnir félögum sínum í Queen að hann hafi skrifað undir við CBS Records og hann flytur til Mnchen ásamt Prenter. Þar á Mercury sín verstu ár en í myndinni breytir Prenter heimili Mercury í München í partímiðstöð og einangrar söngvarann frá umheiminum. Það gerir hann með því að láta hann ekki vita af því að Mary Austin hafi reynt að hringja í hann sem og umboðsmaður hljómsveitarinnar, Jim Beach. Mercury, sem er þá farinn að veikjast, rekur loks Prenter eftir að Mary Austin heimsækir hann.Allen Leech sem Paul Prenter og Rami Malek sem Freddie Mercury.20th Century FoxÞað sem er satt í þessu er að Prenter starfaði sem umboðsmaður Mercury á árunum 1980 til 1985 og það er rétt að Roger Taylor, Brian May og John Deacon voru ekki hrifnir af honum. Árið 1982 gaf hljómsveitin út plötuna Hot Space sem sló ekki í gegn, þó hún innihéldi lagið Under Pressure sem sveitin gerði ásamt David Bowie. Roger Taylor og Brian May kenndu slæmum tónlistaráhrifum Prenters um hvernig fór fyrir plötunni. Prenter átti þó ekki alla sök því drengirnir í Queen voru fullfærir um að hefja sín eigin rifrildi. Allir höfðu þeir stundað næturlífið í München grimmt á meðan þeir tóku upp plötuna The Game árið 1979 í borginni. „Við fórum í gegnum slæman tíma í München,“ sagði May við tímaritið Mojo árið 1999.„Samskiptin voru orðin slæm. Ég man að John skammaði mig fyrir að spila ekki eins og hann vildi í lögunum hans. Við reyndum allir að yfirgefa bandið á einhverjum tímapunkti.“ Í myndinni er ekki komið inn á þetta og Mercury sá eini sem vill yfirgefa bandið. Margir sem tengdust bandinu hafa þó látið hafa eftir sér að Prenter hefði verið hið mesta sníkjudýr og aðeins haft eigin velferð að leiðarljósi. Það hafi hann sýnt í verki þegar hann fór í viðtali við dagblaðið The Sun og sagði frá einkalífi Mercury í smáatriðum og uppljóstraði að Jim Hutton væri elskhugi Mercury, sem var sambýlismaður Mercury.Brösótt byrjun Bohemian Rhapsody og Wayne´s World tilvísunin Það gekk fremur illa hjá Queen að sannfæra útgáfufyrirtæki sitt EMI að gefa út Bohemian Rhapsody sem smáskífu, en lagið er sex mínútur að lengd og neituðu útvarpsstöðvar að setja lög í spilun ef þau voru lengri en þrjár mínútur. EMI lét þó undan eftir að útvarpsmaðurinn Kenny Everett, vinur Freddie Mercury, ákvað hreinlega að setja lagið í spilun. Í myndinni er maður að nafni Ray Foster látinn vera sá sem öllu ræður hjá EMI á þeim tíma en samkvæmt grein Slate virðist hann ekki hafa verið til í raun og veru, en mögulega einhverskonar samsuða af viðbrögðum stjórnenda EMI við laginu. Það er enginn annar en Mike Myers sem leikur Foster og er nánast óþekkjanlegur í myndinni. Þegar hann lætur Queen-liða heyra það að lagið verði aldrei spilað segir Foster að Bohemian Rhapsody sé ekki lag sem unglingar myndu hlusta á og hrista höfuðið með í bílum sínum. Þetta er að sjálfsögðu tilvísun í ódauðlegt atriði í myndinni Wayne´s World þar sem Myers lék aðalhlutverkið.HIV-greiningin Þegar kemur að því að fjalla um veikindi Mercury er það nokkuð frábrugðið því hvernig hann tók á þeim í raun og veru. Í myndinni er hann orðinn illa haldinn. Hann fer aftur til London árið 1985 og fær þær fregnir frá lækni að hann sé HIV-smitaður og segir félögum sínum í Queen frá því skömmu fyrir Live Aid tónleikana. Þeir, ásamt Mary Austin og Jim Hutton, fylgjast síðan með Mercury algjörlega brillera fyrir framan milljónir manna vitandi að hann hefur fengið að heyra að hann sé dauðvona og ekki upp á sitt besta raddlega séð. Slate segir þetta vera eitt mesta fráhvarf myndarinnar frá sannleikanum. Deilt er um hvenær Mercury vissi að hann væri smitaður af HIV-veirunni. Sumir hafa haldið því fram að það hafi verið snemma á árinu 1982 en sagði ekki félögum sínum í Queen frá því fyrr en árið 1989.Brian May sagði Mercury hafa tjáð þeim að hann vissi að þeir væru meðvitaðir um að hann væri veikur. „Þannig stendur það og ég vil ekki að það skipti máli. Ég vil ekki að það fréttist og fólk tali um það. Ég vil bara halda áfram og vinna þar til ég hrekk upp af.“ Síðustu árin var Mercury orðinn veiklulegur að sjá og margir veltu því fyrir sér hvort hann væri smitaður af HIV. Samstarfsmenn hans og vinir neituðu því þó að hann væri veikur. Það var Mercury sjálfur sem sendi frá sér yfirlýsingu, daginn áður en hann lést, að hann væri með alnæmi. Mercury lést þann 24. nóvember 1991.Live Aid-tónleikarnir Það hvernig Queen kom að Live Aid tónleikunum í myndinni er nokkuð frábrugðið því sem gerðist í raun og veru. Í myndinni hætti Freddie í Queen til að gefa út sólóplötur sem skapar nokkra heift hjá félögum hans í sveitinni. Bob Geldof, skipuleggjandi Live Aid, hefur sambandi við umboðsmann Queen og segist vilja fá þá á Live Aid. Í myndinni reynir umboðsmaðurinn að hafa samband við Freddie en Paul Prenter svarar símanum og segist ætla að koma skilaboðunum til hans. Prenter gerir það hins vegar aldrei. Þegar Freddie kemst að því að hann lét hann ekki vita af Live Aid tónleikunum rekur hann Prenter. Hann snýr aftur til London með skottið á milli lappanna og grátbiður Taylor, May og Deacon að spila með sér á Live Aid. Þeim er þó sagt að það sé um seinan, búið var að fylla dagskrá tónleikanna. Þeir komast þó inn og bjarga Live Aid tónleikunum.Það voru hins vegar ekki deilur Queen-liða sem urðu þess valdandi að þeir áttu ekki að spila á Live Aid. Staðreyndin var sú að samband þeir við Bob Geldof var slæmt. Hann hafði tekið þá ákvörðun að hafa Queen ekki með í laginu Do They Know It´s Christmas árið 1984. Lagið var gefið út til að safna peningum til styrktar baráttunni við hungursneyð í Afríku. Bandið var ekki vinsælt á meðal margra eftir að hafa spilað á tónleikum í Argentínu árið 1981. Herinn þar í landi hafði myrt og látið vinstri sinnað fólk og borgara sem voru taldir óvinveittir ríkinu hverfa. Það hjálpaði heldur ekki til að sveitin spilaði á tónleikum í Suður Afríku árið 1984 þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar höfðu beðið listamenn og skemmtikrafta um að sniðganga landið vegna aðskilnaðarstefnunnar. Hljómsveitin hafði ekki heldur verið eins lengi frá störfum og látið er að í myndinni áður en hún kom fram á Live Aid. Tveimur mánuðum fyrir Live Aid hafði sveitin verið á tónleikaferð um heiminn.Jim Hutton Hlutur Jim Huttons, sambýlismanns Freddie Mercury í myndinni er lítill. Hann hittir Mercury fyrst þegar hann starfar sem þjónn og fær það hlutverk að þrífa heimili söngvarans eftir tryllt partí. Mercury slær Hutton í rassinn en sá síðarnefndi bregst ókvæða við og lofar honum því að ef hann snerti Hutton aftur muni Hutton ganga í skrokk á honum. Mercury biðst afsökunar og þeir enda á að drekka einn bjór saman eftir að þeir komast að því að báðir eru þeir hrifnir af mönnum í einkennisbúningum. Samband þeirra í myndinni þróast þó ekki fyrr en árið 1985, rétt fyrir Live Aid-tónleikana, þegar Mercury hefur upp á Hutton eftir að hafa leitað að honum í símaskránni. Sannleikurinn er hins vegar sá að Mercury og Hutton hittust fyrst á hommaklúbbi í London árið 1985 en þá starfaði Hutton sem rakari. Hutton hafnaði Mercury því hann var í sambandi, en Slate segir suma hafa haldið því fram að þeir hafi fallið fyrir hvor öðrum. Þeir urðu nánir árið 1985. Hutton flutti inn til Mercury en starfaði í fyrstu sem garðyrkjumaður Mercury og var með sína eigin íbúð í tvö ár. Hutton og Mercury voru saman allt fram til síðasta dags söngvarans. Hutton var smitaður af HIV en hann lést árið 2010 úr lungakrabbameini.Í ævisögunni Is This The Real Life? var því haldið fram að Mercury hefði tjáð Hutton þegar þeir hittust að hann væri HIV-smitaður og sagðist hafa skilning á því ef Hutton vildi ekkert með hann hafa. Hutton hins vegar hélt áfram að hitta Mercury og sagðist trúa því að söngvarinn hefði sannarlega verið hamingjusamur síðustu árin sem hann lifði.Röddin Margir hafa rætt rödd Freddie Mercury í myndinni og hvernig kvikmyndagerðarmennirnir fóru að því að endurskapa hana. Staðreyndin er sú að notast var við tónleikaupptökur af Freddie Mercury, til dæmis alla Live Aid-upptökuna, en í myndinni sést Mercury æfa sig með hljómsveitinni og semja lög þar sem nánast ómögulegt hefði verið að nota upptökur af Freddie af tónleikum eða í hljóðveri. Leikarinn Remi Malek hreyfir því aðeins varirnar í tónleikaatriðunum en þegar kom að því að gera atriðin sem gerast ekki á tónleikum eða í hljóðveri var leitað til kanadíska söngvarans Marc Martel, og ekki að ástæðulausu líkt og má heyra hér að neðan.Upptökurnar af Freddie Annars er varla annað hægt en að hvetja fólk til að hlusta á hljóðrás myndarinnar í frábærum gæðum á Spotify. Þar má heyra alla tónleikaupptökuna af Live Aid þar sem heyrist virkilega vel hversu magnaður söngvari Freddie Mercury var. Það er frekar magnað að hlusta á vitandi hvað gekk á lífi hans, hvað hann gekk í gegnum varðandi veikindin og heyra kraftinn sem hann bjó yfir, þrátt fyrir að röddin bresti nokkrum sinnum í átökunum. Kafað dýpra Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin Bohemian Rhapsody, sem segir frá ferli hljómsveitarinnar Queen, var frumsýnd á Íslandi í gær. Myndin hefur fengið blendin viðbrögð frá gagnrýnendum en stórkostleg frammistaða Rami Malek, í hlutverki söngvara Queen Freddie Mercury, gerir myndina áhorfsins virði ásamt mögnuðum tónlistaratriðum. Myndin fylgir eftir ferli sveitarinnar þar sem einblínt er á ævi Mercury þar til hljómsveitin kom fram á stórtónleikunum Live Aid á Wembley-leikvanginum árið 1985. Frammistaða sveitarinnar, þá sérstaklega Mercury, á þeim tónleikum er löngu orðin goðsagnakennd og fer Malek algjörlega á kostum í túlkun sinni á frammistöðu söngvarans á þessum tímamóta viðburði. Í myndinni er þó farið ansi hratt yfir sögu, enda spannar hún fjölda ára og því erfitt að ætla sér að koma öllu fyrir í rúmlega tveggja klukkutíma kvikmynd. Hér fyrir neðan verður farið yfir atburði myndarinnar og þeir bornir saman við sögulegar staðreyndir um myndina, það er segja hvað er satt og hvað er stílfært, eða ekki eins og það gerðist í raun og veru.Þeir sem eiga eftir að sjá myndina og vilja ekki láta spilla áhorfi sínu ættu ekki að lesa lengra.Farrokh Bulsara Freddie Mercury er aðalsöguhetja myndarinnar, leikinn af Rami Malek sem er hvað þekktastur fyrir að leika aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Mr. Robot. Foreldrar Freddie nefndu hann Farrokh Bulsara þegar hann fæddist á eyjunni Zanzibar út af austurströnd Afríku, sem í dag er hluti af Tansaníu. Foreldrar hans fluttust til Englands þegar Freddie var táningur að aldri ásamt yngri systur hans. Freddie var 45 ára gamall þegar hann lést úr alnæmi árið 1991. Upphaf QueenErlendir miðlar hafa borið söguþráð myndarinnar saman við sögulegar staðreyndir. Þar er til að mynda farið yfir hvernig kvikmyndagerðarmennirnir segja frá því þegar Freddie Mercury er ráðinn sem söngvari í hljómsveitinni Smile, sem trommarinn Roger Taylor og gítarleikarinn Brian May höfðu stofnað ásamt bassaleikaranum Tim Staffell. Upphaf hljómsveitarinnar Queen, eins og það er sýnt í myndinni, er nokkuð frábrugðið því sem gerðist í raun og veru. Í myndinni fer Freddie á tónleika með hljómsveitinni Smile á litlum bar í London árið 1970. Freddie er hrifinn af því sem hann heyrir og fer baksviðs til að leita að hljómsveitarmeðlimunum. Þegar Freddie finnur þá Brian og Roger hefur Tim Staffell sagt skilið við hljómsveitina til að ganga til liðs við bandið Mojo. Freddie segist geta fyllt skarð Staffell sem söngvari og heldur óundirbúna áheyrnaprufu fyrir Brian og Roger á staðnum. Þeir heillast af og raddsetja um leið enda Freddie að syngja lag eftir hljómsveitina Smile.Queen árið 1973. Frá vinstri, trommarinn Roger Taylor, söngvarinn Freddie Mercury, gítarleikarinn Brian May og bassaleikarinn John Deacon.Vísir/GettyÍ ævisögunni Queen: As It Began and 40 Years of Queen, kom hins vegar fram að Mercury þekkti Brian May, Roger Taylor og Tim Staffell þegar Smile var enn þá starfandi. Þeir höfðu meira segja deilt íbúð saman og höfðu þekkst frá 1968. Það var meira að segja Staffell sem kynnti Freddie Mercury fyrir Brian May og Roger Taylor, en Staffell og Mercury stunduðu báðir nám við Ealing listaháskólann. Mercury hafði flakkað á milli hljómsveita sem hljómborðsleikari en vildi sjálfur leiða band sem söngvari. Brian May sagði í viðtali að Mercury hefði átt það til þegar hann sótti tónleika að hrópa að hljómsveitunum: „Ef ég væri söngvarinn ykkar, þá myndi ég sýna ykkur hvernig á að gera þetta.“ May sagði Mercury hafa sagt við tónlistarmenn að þeir klæddu sig ekki rétt og væru þar af leiðandi að senda áhorfendum röng skilaboð. Þegar Staffell yfirgaf Smile bjuggu þeir allir saman og lá því beinast við að fá Mercury í bandið.Mary Austin og Freddie Mercury saman árið 1977.Vísir/GettyEiginkonan Stóra ástin í lífi Mercury, Mary Austin, er stór hluti af Bohemian Rhapsody. Í myndinni hittir Mercury, þá Freddie Balsura, Mary Austin eftir tónleika hljómsveitarinnar Smile árið 1970. Þau fella hugi saman skömmu síðar. Þau búa saman í sex ár og Freddie biður hana um að giftast sér. Þegar frægðin bankar upp á af fullri alvöru verður Freddie hins vegar fjarlægur og viðurkennir fyrir henni að hann sé tvíkynhneigður. Mary Austin svarar því í myndinni með því að benda honum á að hann sé hreinlega samkynhneigður. Mary Austin flytur út en þó aðeins í næsta hús og þau eru áfram vinir. Allt fram að ævilokum hans var Austin akkeri í lífi Mercury sem hann treysti fyrir öllu og hugsaði um hann til síðasta dags. Flest af þessu er satt, nema hvernig þau kynntust. Mercury hitti Austin þegar hann rak bás ásamt Roger Taylor nærri Kensington-markaði. Mercury sagði sjálfur í heimildamynd að Mary væri eini vinur hans og hann vildi engan annan. „Fyrir mér var hún sambýliskona mína. Fyrir mér var þetta hjónaband.“Á vefnum Slate er vitnað í orð ljósmyndarans Mick Rock sem sagði Mercury hafa verið með öðrum konum. Það er rétt að Austin flutti í íbúð nærri heimili Mercury sem fyrirtæki hans borgaði. Í myndinni er því haldið fram að Austin hefði fjarlægt sig Mercury þegar hún hóf samband með öðrum manni. Hið rétta er að hún vann sem ritari tónlistar- og útgáfufyrirtækis Mercury. Hún hlúði einnig að honum á meðan hann gekk í gegnum veikindin.Mary Austin og Freddie Mercury á góðri stund.Vísir/GettyAustin var honum afar kær en Mercury arfleiddi hana helming eigna sinna. Þar á meðal heimilið hans í Kensington og treysti henni fyrir því að greftra ösku hans. Hann bað hana um að lofa sér að segja aldrei frá því hvar jarðneskar leifar hans yrðu að finna og hefur hún ekki enn sagt frá því.Slate bendir einnig á að í myndinni er ekki sagt frá stuttu sambandi sem Mercury átti með leikkonunni Barbara Valentin í München í Þýskalandi.Ævisagnaritarinn Lesley-Ann Jones sagði Mercury hafa verið í rúminu með Valentin og öðrum manni þegar lögreglan braust inn í tengslum við skattarannsókn.Skúrkurinn Paul Prenter Allar myndir þurfa að hafa skúrk og fellur það í skaut Paul Prenters. Hann lést árið 1991 úr alnæmi en hann var í fyrstu aðstoðarmaður umboðsmanns sveitarinnar John Reid áður en hann gerðist umboðsmaður Mercury. Í myndinni svíkur Prenter Reid með því að hvetja hann til að stinga upp á því við Freddie að skrifa undir útgáfusamning við CBS Records sem sólóartisti. Prenter gerir lítið til að aðstoða Reid þegar Mercury bregst ókvæða við og rekur Reid á staðnum fyrir að stinga upp á því að hann gæti náð meiri velgengni einn en með Queen. Prenter stingur síðan sjálfur upp á því síðar meir Mercury skrifi undir hjá CBS Records. Mikið rifrildi á sér stað þegar Mercury tilkynnir félögum sínum í Queen að hann hafi skrifað undir við CBS Records og hann flytur til Mnchen ásamt Prenter. Þar á Mercury sín verstu ár en í myndinni breytir Prenter heimili Mercury í München í partímiðstöð og einangrar söngvarann frá umheiminum. Það gerir hann með því að láta hann ekki vita af því að Mary Austin hafi reynt að hringja í hann sem og umboðsmaður hljómsveitarinnar, Jim Beach. Mercury, sem er þá farinn að veikjast, rekur loks Prenter eftir að Mary Austin heimsækir hann.Allen Leech sem Paul Prenter og Rami Malek sem Freddie Mercury.20th Century FoxÞað sem er satt í þessu er að Prenter starfaði sem umboðsmaður Mercury á árunum 1980 til 1985 og það er rétt að Roger Taylor, Brian May og John Deacon voru ekki hrifnir af honum. Árið 1982 gaf hljómsveitin út plötuna Hot Space sem sló ekki í gegn, þó hún innihéldi lagið Under Pressure sem sveitin gerði ásamt David Bowie. Roger Taylor og Brian May kenndu slæmum tónlistaráhrifum Prenters um hvernig fór fyrir plötunni. Prenter átti þó ekki alla sök því drengirnir í Queen voru fullfærir um að hefja sín eigin rifrildi. Allir höfðu þeir stundað næturlífið í München grimmt á meðan þeir tóku upp plötuna The Game árið 1979 í borginni. „Við fórum í gegnum slæman tíma í München,“ sagði May við tímaritið Mojo árið 1999.„Samskiptin voru orðin slæm. Ég man að John skammaði mig fyrir að spila ekki eins og hann vildi í lögunum hans. Við reyndum allir að yfirgefa bandið á einhverjum tímapunkti.“ Í myndinni er ekki komið inn á þetta og Mercury sá eini sem vill yfirgefa bandið. Margir sem tengdust bandinu hafa þó látið hafa eftir sér að Prenter hefði verið hið mesta sníkjudýr og aðeins haft eigin velferð að leiðarljósi. Það hafi hann sýnt í verki þegar hann fór í viðtali við dagblaðið The Sun og sagði frá einkalífi Mercury í smáatriðum og uppljóstraði að Jim Hutton væri elskhugi Mercury, sem var sambýlismaður Mercury.Brösótt byrjun Bohemian Rhapsody og Wayne´s World tilvísunin Það gekk fremur illa hjá Queen að sannfæra útgáfufyrirtæki sitt EMI að gefa út Bohemian Rhapsody sem smáskífu, en lagið er sex mínútur að lengd og neituðu útvarpsstöðvar að setja lög í spilun ef þau voru lengri en þrjár mínútur. EMI lét þó undan eftir að útvarpsmaðurinn Kenny Everett, vinur Freddie Mercury, ákvað hreinlega að setja lagið í spilun. Í myndinni er maður að nafni Ray Foster látinn vera sá sem öllu ræður hjá EMI á þeim tíma en samkvæmt grein Slate virðist hann ekki hafa verið til í raun og veru, en mögulega einhverskonar samsuða af viðbrögðum stjórnenda EMI við laginu. Það er enginn annar en Mike Myers sem leikur Foster og er nánast óþekkjanlegur í myndinni. Þegar hann lætur Queen-liða heyra það að lagið verði aldrei spilað segir Foster að Bohemian Rhapsody sé ekki lag sem unglingar myndu hlusta á og hrista höfuðið með í bílum sínum. Þetta er að sjálfsögðu tilvísun í ódauðlegt atriði í myndinni Wayne´s World þar sem Myers lék aðalhlutverkið.HIV-greiningin Þegar kemur að því að fjalla um veikindi Mercury er það nokkuð frábrugðið því hvernig hann tók á þeim í raun og veru. Í myndinni er hann orðinn illa haldinn. Hann fer aftur til London árið 1985 og fær þær fregnir frá lækni að hann sé HIV-smitaður og segir félögum sínum í Queen frá því skömmu fyrir Live Aid tónleikana. Þeir, ásamt Mary Austin og Jim Hutton, fylgjast síðan með Mercury algjörlega brillera fyrir framan milljónir manna vitandi að hann hefur fengið að heyra að hann sé dauðvona og ekki upp á sitt besta raddlega séð. Slate segir þetta vera eitt mesta fráhvarf myndarinnar frá sannleikanum. Deilt er um hvenær Mercury vissi að hann væri smitaður af HIV-veirunni. Sumir hafa haldið því fram að það hafi verið snemma á árinu 1982 en sagði ekki félögum sínum í Queen frá því fyrr en árið 1989.Brian May sagði Mercury hafa tjáð þeim að hann vissi að þeir væru meðvitaðir um að hann væri veikur. „Þannig stendur það og ég vil ekki að það skipti máli. Ég vil ekki að það fréttist og fólk tali um það. Ég vil bara halda áfram og vinna þar til ég hrekk upp af.“ Síðustu árin var Mercury orðinn veiklulegur að sjá og margir veltu því fyrir sér hvort hann væri smitaður af HIV. Samstarfsmenn hans og vinir neituðu því þó að hann væri veikur. Það var Mercury sjálfur sem sendi frá sér yfirlýsingu, daginn áður en hann lést, að hann væri með alnæmi. Mercury lést þann 24. nóvember 1991.Live Aid-tónleikarnir Það hvernig Queen kom að Live Aid tónleikunum í myndinni er nokkuð frábrugðið því sem gerðist í raun og veru. Í myndinni hætti Freddie í Queen til að gefa út sólóplötur sem skapar nokkra heift hjá félögum hans í sveitinni. Bob Geldof, skipuleggjandi Live Aid, hefur sambandi við umboðsmann Queen og segist vilja fá þá á Live Aid. Í myndinni reynir umboðsmaðurinn að hafa samband við Freddie en Paul Prenter svarar símanum og segist ætla að koma skilaboðunum til hans. Prenter gerir það hins vegar aldrei. Þegar Freddie kemst að því að hann lét hann ekki vita af Live Aid tónleikunum rekur hann Prenter. Hann snýr aftur til London með skottið á milli lappanna og grátbiður Taylor, May og Deacon að spila með sér á Live Aid. Þeim er þó sagt að það sé um seinan, búið var að fylla dagskrá tónleikanna. Þeir komast þó inn og bjarga Live Aid tónleikunum.Það voru hins vegar ekki deilur Queen-liða sem urðu þess valdandi að þeir áttu ekki að spila á Live Aid. Staðreyndin var sú að samband þeir við Bob Geldof var slæmt. Hann hafði tekið þá ákvörðun að hafa Queen ekki með í laginu Do They Know It´s Christmas árið 1984. Lagið var gefið út til að safna peningum til styrktar baráttunni við hungursneyð í Afríku. Bandið var ekki vinsælt á meðal margra eftir að hafa spilað á tónleikum í Argentínu árið 1981. Herinn þar í landi hafði myrt og látið vinstri sinnað fólk og borgara sem voru taldir óvinveittir ríkinu hverfa. Það hjálpaði heldur ekki til að sveitin spilaði á tónleikum í Suður Afríku árið 1984 þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar höfðu beðið listamenn og skemmtikrafta um að sniðganga landið vegna aðskilnaðarstefnunnar. Hljómsveitin hafði ekki heldur verið eins lengi frá störfum og látið er að í myndinni áður en hún kom fram á Live Aid. Tveimur mánuðum fyrir Live Aid hafði sveitin verið á tónleikaferð um heiminn.Jim Hutton Hlutur Jim Huttons, sambýlismanns Freddie Mercury í myndinni er lítill. Hann hittir Mercury fyrst þegar hann starfar sem þjónn og fær það hlutverk að þrífa heimili söngvarans eftir tryllt partí. Mercury slær Hutton í rassinn en sá síðarnefndi bregst ókvæða við og lofar honum því að ef hann snerti Hutton aftur muni Hutton ganga í skrokk á honum. Mercury biðst afsökunar og þeir enda á að drekka einn bjór saman eftir að þeir komast að því að báðir eru þeir hrifnir af mönnum í einkennisbúningum. Samband þeirra í myndinni þróast þó ekki fyrr en árið 1985, rétt fyrir Live Aid-tónleikana, þegar Mercury hefur upp á Hutton eftir að hafa leitað að honum í símaskránni. Sannleikurinn er hins vegar sá að Mercury og Hutton hittust fyrst á hommaklúbbi í London árið 1985 en þá starfaði Hutton sem rakari. Hutton hafnaði Mercury því hann var í sambandi, en Slate segir suma hafa haldið því fram að þeir hafi fallið fyrir hvor öðrum. Þeir urðu nánir árið 1985. Hutton flutti inn til Mercury en starfaði í fyrstu sem garðyrkjumaður Mercury og var með sína eigin íbúð í tvö ár. Hutton og Mercury voru saman allt fram til síðasta dags söngvarans. Hutton var smitaður af HIV en hann lést árið 2010 úr lungakrabbameini.Í ævisögunni Is This The Real Life? var því haldið fram að Mercury hefði tjáð Hutton þegar þeir hittust að hann væri HIV-smitaður og sagðist hafa skilning á því ef Hutton vildi ekkert með hann hafa. Hutton hins vegar hélt áfram að hitta Mercury og sagðist trúa því að söngvarinn hefði sannarlega verið hamingjusamur síðustu árin sem hann lifði.Röddin Margir hafa rætt rödd Freddie Mercury í myndinni og hvernig kvikmyndagerðarmennirnir fóru að því að endurskapa hana. Staðreyndin er sú að notast var við tónleikaupptökur af Freddie Mercury, til dæmis alla Live Aid-upptökuna, en í myndinni sést Mercury æfa sig með hljómsveitinni og semja lög þar sem nánast ómögulegt hefði verið að nota upptökur af Freddie af tónleikum eða í hljóðveri. Leikarinn Remi Malek hreyfir því aðeins varirnar í tónleikaatriðunum en þegar kom að því að gera atriðin sem gerast ekki á tónleikum eða í hljóðveri var leitað til kanadíska söngvarans Marc Martel, og ekki að ástæðulausu líkt og má heyra hér að neðan.Upptökurnar af Freddie Annars er varla annað hægt en að hvetja fólk til að hlusta á hljóðrás myndarinnar í frábærum gæðum á Spotify. Þar má heyra alla tónleikaupptökuna af Live Aid þar sem heyrist virkilega vel hversu magnaður söngvari Freddie Mercury var. Það er frekar magnað að hlusta á vitandi hvað gekk á lífi hans, hvað hann gekk í gegnum varðandi veikindin og heyra kraftinn sem hann bjó yfir, þrátt fyrir að röddin bresti nokkrum sinnum í átökunum.
Kafað dýpra Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira