Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bank Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2018 13:17 Howard Wilkinson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Danske, bar vitni fyrir danskri þingnefnd í dag. Vísir/EPA Allt að 150 milljarðar evra sem voru þvættaðar í gegnum Danske bank runnu í gegnum þýska bankann Deutsche bank að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra danska bankans sem gerðist uppljóstrari í málinu. Bankinn hefur verið sakaður um að hafa tekið þátt í á þvætta illa fengið fé í gegnum útibú í Eistlandi.Financial Times greinir frá því að Howard Wilkinson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Danske bank, hafi sagt danskri þingnefnd í dag að af um það bil 200 milljörðum evra af mögulega illa fengnu fé sem hafi farið í gegnum útibúið í Eistlandi hafi um 150 milljarðar hafi farið í gegnum „bandarískt dótturfélag evrópsks banka“. Áður hefur verið staðfest að bankinn sem um ræðir er Deutsche bank. Wilkinson varaði stjórnendur Danske bank í Kaupmannahöfn við því að peningaþvætti færi mögulega fram í gegnum útibúið í Eistlandi á árunum 2013 og 2014. Wilkinson gagnrýndi jafnframt bandarískan banka sem hann nefndi ekki á nafn fyrir að hafa ekki slitið samstarfi við Danske bank fyrr en eftir dúk og disk. Vitað er að bankinn sem um ræðir er JP Morgan Chase en hann hætti viðskiptum við Danske árið 2013. Thomas Borgen sagði af sér sem forstjóri Danske í september eftir að innri rannsókn bankans leiddi í ljós að verulegur hluti þeirra fjármuna sem fóru um útibúið í Eistlandi tengdust peningaþvætti. Peningaþvættismál Danske er stærsta fjárglæpamál í sögu Danmerkur. Útibú bankans í Eistlandi er talið hafa verið notað til að fela uppruna fjár sem streymdi frá stjórnvöldum og glæpagengjum í Rússlandi, Aserbaídjan og Moldavíu. Eistneska útibúið bauð upp á bankaþjónustu fyrir útlendinga til ársins 2015. Margir viðskiptavinir þess voru frá löndum þar sem varnir gegn peningaþvætti eru veikar. Allt að 400% ávöxtun var af bankaþjónustunni við útlendinga árið 2013. Á sama tíma var ávöxtun af heildastarfsemi bankans um 7%. Danmörk Eistland Norðurlönd Peningaþvætti norrænna banka Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Allt að 150 milljarðar evra sem voru þvættaðar í gegnum Danske bank runnu í gegnum þýska bankann Deutsche bank að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra danska bankans sem gerðist uppljóstrari í málinu. Bankinn hefur verið sakaður um að hafa tekið þátt í á þvætta illa fengið fé í gegnum útibú í Eistlandi.Financial Times greinir frá því að Howard Wilkinson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Danske bank, hafi sagt danskri þingnefnd í dag að af um það bil 200 milljörðum evra af mögulega illa fengnu fé sem hafi farið í gegnum útibúið í Eistlandi hafi um 150 milljarðar hafi farið í gegnum „bandarískt dótturfélag evrópsks banka“. Áður hefur verið staðfest að bankinn sem um ræðir er Deutsche bank. Wilkinson varaði stjórnendur Danske bank í Kaupmannahöfn við því að peningaþvætti færi mögulega fram í gegnum útibúið í Eistlandi á árunum 2013 og 2014. Wilkinson gagnrýndi jafnframt bandarískan banka sem hann nefndi ekki á nafn fyrir að hafa ekki slitið samstarfi við Danske bank fyrr en eftir dúk og disk. Vitað er að bankinn sem um ræðir er JP Morgan Chase en hann hætti viðskiptum við Danske árið 2013. Thomas Borgen sagði af sér sem forstjóri Danske í september eftir að innri rannsókn bankans leiddi í ljós að verulegur hluti þeirra fjármuna sem fóru um útibúið í Eistlandi tengdust peningaþvætti. Peningaþvættismál Danske er stærsta fjárglæpamál í sögu Danmerkur. Útibú bankans í Eistlandi er talið hafa verið notað til að fela uppruna fjár sem streymdi frá stjórnvöldum og glæpagengjum í Rússlandi, Aserbaídjan og Moldavíu. Eistneska útibúið bauð upp á bankaþjónustu fyrir útlendinga til ársins 2015. Margir viðskiptavinir þess voru frá löndum þar sem varnir gegn peningaþvætti eru veikar. Allt að 400% ávöxtun var af bankaþjónustunni við útlendinga árið 2013. Á sama tíma var ávöxtun af heildastarfsemi bankans um 7%.
Danmörk Eistland Norðurlönd Peningaþvætti norrænna banka Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira