ClubDub í útrás: Björk mætti á tónleika og heimildarmynd á leiðinni Sylvía Hall skrifar 17. nóvember 2018 16:30 Að sögn strákanna var það mikill heiður þegar þeir fréttu að Björk hefði fylgst með tónleikum þeirra. Vísir/Getty Raftónlistartvíeykið ClubDub sem samanstendur af þeim Aroni Kristni Jónassyni og Brynjari Barkarsyni skaust hratt upp á stjörnuhimininn í sumar þegar þeir gáfu út plötuna sína Juice Menu Vol. 1. Í dag eru þeir með vinsælustu hljómsveitum landsins og komu nýverið fram á Airwaves í fyrsta sinn.Sjá einnig: Margir sem misskilja textann: „Um daginn heyrði ég sækja þetta drug“ Þeir félagarnir komu fram í Silfursölum á föstudeginum við góðar undirtektir tónleikagesta en þó var einn gestur sem vakti meiri athygli en aðrir. Stórstjarnan Björk var mætt til þess að fylgjast með tónleikum strákanna sem kom þeim ánægjulega á óvart hafandi verið að spila á minni tónleikum en margir aðrir á Airwaves.Björk kom og sá ClubDub á Airwaves, rosalegur heiður að fá að flytja tónlistina sína fyrir goðsögn eins og hana, takk fyrir okkur @icelandairwaves — aron kristinn (@aronkristinn) 10 November 2018 „Þegar við vorum búnir að spila kemur einn vina okkar til okkar og segir að Björk hafi verið að horfa á show-ið. Það er rosalegur heiður, ef ég fengi að velja mér einn Íslending til þess að sjá mig spila væri það Björk,“ segir Aron í samtali við Vísi. Hann segist þó vera feginn því að hafa fengið fregnirnar eftir tónleikana enda hefðu þeir félagar mögulega verið stressaðari en ella hefðu þeir vitað af henni. „Það er svo súrrealískur draumur þannig séð þegar maður er í stúdíóinu að gera lag sem heitir C3po og svo mætir Björk og horfir á þig syngja um eitthvað vélmenni.“ View this post on Instagramtakk fyrir okkur í bili Dalur - sjáumst aftur í kvöld klukkan 04:00 A post shared by ClubDub (@klubbasigur) on Aug 3, 2018 at 2:22pm PDT Nýtt lag og heimildarmynd á döfinni Þrátt fyrir mikla keyrslu undanfarna mánuði sitja þeir félagar ekki auðum höndum þessa dagana en í lok nóvember munu þeir gefa út nýtt lag í samstarfi við Whyrun en lagið heitir „Pussypower“ og ætti það að gleðja marga aðdáendur. Stærsta verkefnið sem ClubDub vinnur að þessa stundina er þó að leggja lokahönd á heimildarmynd sem þeir hafa unnið að undanfarna mánuði í samstarfi við leikstjórann Vigni Daða þar sem aðdáendur fá innsýn inn í líf og störf hljómsveitarinnar. Hugmyndin kveiknaði í haust þegar þeir voru bókaðir á fjöldann allan af menntaskólaböllum.ClubDub„Við erum búnir að vinna að því að gera heimildarmynd og tókum seinni hluta sumarsins allan upp, þar á meðal þegar við spiluðum á tíu busaböllum,“ segir Aron. Í myndinni verður einnig farið yfir æsku strákanna, hvernig þeirra leiðir lágu saman og einnig rætt við fjölskyldu og vini. Þá stefna þeir á að gefa myndina út í upphafi næsta árs og segir Aron aðdáendur eiga von á góðu en fjöldinn allur af íslensku tónlistarfólki kemur í viðtal í myndinni. „Og Björk, ef þú ert að lesa þessa frétt, þá máttu koma í viðtal.“ Tónlist Tengdar fréttir ClubDub og Aron Can gefa út lag og myndband saman Hljómsveitin ClubDub gaf út myndband við lagið Eina Sem Ég Vil um helgina. Lagið er unnið í samstarfi við rapparann unga Aron Can og pródúserana ra:tio. 24. september 2018 15:25 Vonarstjörnur íslenskrar raftónlistar gefa út myndband við lagið C3PO Raftónlistartvíeykið ClubDub stimplaði sig inn í íslenskt tónlistarlíf í sumar og komu þeir félagar fram á Secret Solstice. 1. ágúst 2018 15:45 Múgæsingur í miðborginni: „Biffinn var tekinn og honum var snúið á hvolf“ Hljómsveitin ClubDub vakti mikla athygli í gær fyrir framkomu sína á Secret Solstice ásamt útgáfuhófi á skemmtistaðnum b5. 24. júní 2018 19:15 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
Raftónlistartvíeykið ClubDub sem samanstendur af þeim Aroni Kristni Jónassyni og Brynjari Barkarsyni skaust hratt upp á stjörnuhimininn í sumar þegar þeir gáfu út plötuna sína Juice Menu Vol. 1. Í dag eru þeir með vinsælustu hljómsveitum landsins og komu nýverið fram á Airwaves í fyrsta sinn.Sjá einnig: Margir sem misskilja textann: „Um daginn heyrði ég sækja þetta drug“ Þeir félagarnir komu fram í Silfursölum á föstudeginum við góðar undirtektir tónleikagesta en þó var einn gestur sem vakti meiri athygli en aðrir. Stórstjarnan Björk var mætt til þess að fylgjast með tónleikum strákanna sem kom þeim ánægjulega á óvart hafandi verið að spila á minni tónleikum en margir aðrir á Airwaves.Björk kom og sá ClubDub á Airwaves, rosalegur heiður að fá að flytja tónlistina sína fyrir goðsögn eins og hana, takk fyrir okkur @icelandairwaves — aron kristinn (@aronkristinn) 10 November 2018 „Þegar við vorum búnir að spila kemur einn vina okkar til okkar og segir að Björk hafi verið að horfa á show-ið. Það er rosalegur heiður, ef ég fengi að velja mér einn Íslending til þess að sjá mig spila væri það Björk,“ segir Aron í samtali við Vísi. Hann segist þó vera feginn því að hafa fengið fregnirnar eftir tónleikana enda hefðu þeir félagar mögulega verið stressaðari en ella hefðu þeir vitað af henni. „Það er svo súrrealískur draumur þannig séð þegar maður er í stúdíóinu að gera lag sem heitir C3po og svo mætir Björk og horfir á þig syngja um eitthvað vélmenni.“ View this post on Instagramtakk fyrir okkur í bili Dalur - sjáumst aftur í kvöld klukkan 04:00 A post shared by ClubDub (@klubbasigur) on Aug 3, 2018 at 2:22pm PDT Nýtt lag og heimildarmynd á döfinni Þrátt fyrir mikla keyrslu undanfarna mánuði sitja þeir félagar ekki auðum höndum þessa dagana en í lok nóvember munu þeir gefa út nýtt lag í samstarfi við Whyrun en lagið heitir „Pussypower“ og ætti það að gleðja marga aðdáendur. Stærsta verkefnið sem ClubDub vinnur að þessa stundina er þó að leggja lokahönd á heimildarmynd sem þeir hafa unnið að undanfarna mánuði í samstarfi við leikstjórann Vigni Daða þar sem aðdáendur fá innsýn inn í líf og störf hljómsveitarinnar. Hugmyndin kveiknaði í haust þegar þeir voru bókaðir á fjöldann allan af menntaskólaböllum.ClubDub„Við erum búnir að vinna að því að gera heimildarmynd og tókum seinni hluta sumarsins allan upp, þar á meðal þegar við spiluðum á tíu busaböllum,“ segir Aron. Í myndinni verður einnig farið yfir æsku strákanna, hvernig þeirra leiðir lágu saman og einnig rætt við fjölskyldu og vini. Þá stefna þeir á að gefa myndina út í upphafi næsta árs og segir Aron aðdáendur eiga von á góðu en fjöldinn allur af íslensku tónlistarfólki kemur í viðtal í myndinni. „Og Björk, ef þú ert að lesa þessa frétt, þá máttu koma í viðtal.“
Tónlist Tengdar fréttir ClubDub og Aron Can gefa út lag og myndband saman Hljómsveitin ClubDub gaf út myndband við lagið Eina Sem Ég Vil um helgina. Lagið er unnið í samstarfi við rapparann unga Aron Can og pródúserana ra:tio. 24. september 2018 15:25 Vonarstjörnur íslenskrar raftónlistar gefa út myndband við lagið C3PO Raftónlistartvíeykið ClubDub stimplaði sig inn í íslenskt tónlistarlíf í sumar og komu þeir félagar fram á Secret Solstice. 1. ágúst 2018 15:45 Múgæsingur í miðborginni: „Biffinn var tekinn og honum var snúið á hvolf“ Hljómsveitin ClubDub vakti mikla athygli í gær fyrir framkomu sína á Secret Solstice ásamt útgáfuhófi á skemmtistaðnum b5. 24. júní 2018 19:15 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
ClubDub og Aron Can gefa út lag og myndband saman Hljómsveitin ClubDub gaf út myndband við lagið Eina Sem Ég Vil um helgina. Lagið er unnið í samstarfi við rapparann unga Aron Can og pródúserana ra:tio. 24. september 2018 15:25
Vonarstjörnur íslenskrar raftónlistar gefa út myndband við lagið C3PO Raftónlistartvíeykið ClubDub stimplaði sig inn í íslenskt tónlistarlíf í sumar og komu þeir félagar fram á Secret Solstice. 1. ágúst 2018 15:45
Múgæsingur í miðborginni: „Biffinn var tekinn og honum var snúið á hvolf“ Hljómsveitin ClubDub vakti mikla athygli í gær fyrir framkomu sína á Secret Solstice ásamt útgáfuhófi á skemmtistaðnum b5. 24. júní 2018 19:15