Dómararnir ræða sín á milli um birtingu dóma Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. nóvember 2018 07:30 Hæstiréttur á sinn fulltrúa meðal frummælenda, Benedikt Bogason, hæstaréttardómara og stjórnarformann dómstólasýslunnar. Fréttablaðið/Eyþór Stjórnsýsla Nýdoktor í lögum segir að fleiri sjónarmið en eingöngu þröng stéttasjónarmið lögmanna og dómara þurfi að koma fram um fyrirhugaðar breytingar á reglum um birtingu dóma á netinu. Dómstólasýslan hefur boðað til málþings um efnið en hvorki fjölmiðlar né fræðasamfélagið eiga þar fulltrúa meðal frummælenda heldur munu dómarar af öllum dómstigum, formaður lögmannafélagsins og forstjóri Persónuverndar ræða efnið, ásamt dómsmálaráðherra sem flytur ávarp í upphafi fundar. Greiða þarf 4.500 krónur fyrir að sitja fundinn. „Það var ákveðið að kynna fyrst þessi frumvarpsdrög í samfélagi lögfræðinga til að ná samtali þar en á síðari stigum eru menn alveg reiðubúnir til að taka þetta fyrir á öðrum vettvangi,“ segir Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar. Hún segir tilkynningu um fundinn verða senda út þegar nær dragi og fjölmiðlafólki sé að sjálfsögðu velkomið að sitja fundinn. Töluverð umræða hefur orðið að undanförnu um frumvarpsdrögin og af henni hafa sprottið vangaveltur um hvort nýjar reglur muni verða til þess að takmaka fréttaflutning af dómsmálum og störf dómstóla verði þannig ekki eins opin almenningi og áður.Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík.„Það er full ástæða til að bjóða fleirum að þessu samtali, enda fleiri sjónarmið sem þurfa að komast að í málinu en þröng stéttasjónarmið,“ segir Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að auk blaðamanna sem helsta tengiliðs dómskerfisins við almenning hafi akademían einnig slíku upplýsingahlutverki að gegna. „Fyrir fræðimenn innan lögfræðinnar eru dómar ákveðin frumgögn og heftur aðgangur að þeim hefði náttúrulega áhrif á okkar störf,“ segir Haukur. Því vanti ekki eingöngu fulltrúa fjölmiðla á fundinn heldur einnig fræðasamfélagsins. Í auglýsingu fundarins er velt upp spurningum um hver sé tilgangur birtingar dóma; hvort hún sé ætluð sem hluti refsingar brotamanna og hvort tilgangur frumvarpsins sé að loka alveg fyrir upplýsingar um þá sem fá dóma fyrir afbrot eða hvort því sé aðeins ætlað að loka fyrir nafnbirtingu á netinu í boði dómstólanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
Stjórnsýsla Nýdoktor í lögum segir að fleiri sjónarmið en eingöngu þröng stéttasjónarmið lögmanna og dómara þurfi að koma fram um fyrirhugaðar breytingar á reglum um birtingu dóma á netinu. Dómstólasýslan hefur boðað til málþings um efnið en hvorki fjölmiðlar né fræðasamfélagið eiga þar fulltrúa meðal frummælenda heldur munu dómarar af öllum dómstigum, formaður lögmannafélagsins og forstjóri Persónuverndar ræða efnið, ásamt dómsmálaráðherra sem flytur ávarp í upphafi fundar. Greiða þarf 4.500 krónur fyrir að sitja fundinn. „Það var ákveðið að kynna fyrst þessi frumvarpsdrög í samfélagi lögfræðinga til að ná samtali þar en á síðari stigum eru menn alveg reiðubúnir til að taka þetta fyrir á öðrum vettvangi,“ segir Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar. Hún segir tilkynningu um fundinn verða senda út þegar nær dragi og fjölmiðlafólki sé að sjálfsögðu velkomið að sitja fundinn. Töluverð umræða hefur orðið að undanförnu um frumvarpsdrögin og af henni hafa sprottið vangaveltur um hvort nýjar reglur muni verða til þess að takmaka fréttaflutning af dómsmálum og störf dómstóla verði þannig ekki eins opin almenningi og áður.Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík.„Það er full ástæða til að bjóða fleirum að þessu samtali, enda fleiri sjónarmið sem þurfa að komast að í málinu en þröng stéttasjónarmið,“ segir Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að auk blaðamanna sem helsta tengiliðs dómskerfisins við almenning hafi akademían einnig slíku upplýsingahlutverki að gegna. „Fyrir fræðimenn innan lögfræðinnar eru dómar ákveðin frumgögn og heftur aðgangur að þeim hefði náttúrulega áhrif á okkar störf,“ segir Haukur. Því vanti ekki eingöngu fulltrúa fjölmiðla á fundinn heldur einnig fræðasamfélagsins. Í auglýsingu fundarins er velt upp spurningum um hver sé tilgangur birtingar dóma; hvort hún sé ætluð sem hluti refsingar brotamanna og hvort tilgangur frumvarpsins sé að loka alveg fyrir upplýsingar um þá sem fá dóma fyrir afbrot eða hvort því sé aðeins ætlað að loka fyrir nafnbirtingu á netinu í boði dómstólanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira