Ný íslensk/pólsk heimildarmynd keppir til verðlauna í Amsterdam Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 13:30 Úr myndinni In Touch eftir Pawel Ziemilski. Íslenska/pólska heimildarmyndin In Touch eftir Pawel Ziemilski hefur verið valin í aðalkeppni á IDFA, stærstu heimildarmyndahátíð heims, sem hófst í Amsterdam fyrr í vikunni. Í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar segir að það þyki mikill heiður að keppa til verðlauna á IDFA en árlega sækja meira en 3000 myndir um að komast að á hátíðinni, en eingöngu 80 keppa til verðlauna. Myndin er framleidd af Lukasz Dluglecki og Hauki M Hrafnsyni fyrir NUR og meðframleidd af Antoni Máni Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Myndin var tekin upp að miklu leyti hér á landi en í henni er sögð sagan af þorpinu Stare Juchy í Póllandi sem tvístrast eftir að þriðjungur íbúa þess hverfur á Íslandi. „Þeir sem eftir eru, flestir af eldri kynslóðinni, halda í vonina að börn þeirra og barnabörn snúi einn daginn til baka þrátt fyrir að hafa hafið nýtt líf hinu megin í Evrópu. Fjarlægðin á milli þeirra er mikil og ferðin er dýr, svo fjölskyldur fá ekki að faðmast eins oft og þær kjósa. Besta í stöðunni er að vera í tíðu og áköfu sambandi í gegnum Skype,“ segir í tilkynningu. Fjöldi Íslendinga kemur að gerð myndarinnar, þar á meðal kvikmyndatökumaðurinn Ásta Júlía Guðjónsdóttir og frumsamin tónlist myndarinnar er eftir Árna Val Kristinsson. Mest lesið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Íslenska/pólska heimildarmyndin In Touch eftir Pawel Ziemilski hefur verið valin í aðalkeppni á IDFA, stærstu heimildarmyndahátíð heims, sem hófst í Amsterdam fyrr í vikunni. Í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar segir að það þyki mikill heiður að keppa til verðlauna á IDFA en árlega sækja meira en 3000 myndir um að komast að á hátíðinni, en eingöngu 80 keppa til verðlauna. Myndin er framleidd af Lukasz Dluglecki og Hauki M Hrafnsyni fyrir NUR og meðframleidd af Antoni Máni Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Myndin var tekin upp að miklu leyti hér á landi en í henni er sögð sagan af þorpinu Stare Juchy í Póllandi sem tvístrast eftir að þriðjungur íbúa þess hverfur á Íslandi. „Þeir sem eftir eru, flestir af eldri kynslóðinni, halda í vonina að börn þeirra og barnabörn snúi einn daginn til baka þrátt fyrir að hafa hafið nýtt líf hinu megin í Evrópu. Fjarlægðin á milli þeirra er mikil og ferðin er dýr, svo fjölskyldur fá ekki að faðmast eins oft og þær kjósa. Besta í stöðunni er að vera í tíðu og áköfu sambandi í gegnum Skype,“ segir í tilkynningu. Fjöldi Íslendinga kemur að gerð myndarinnar, þar á meðal kvikmyndatökumaðurinn Ásta Júlía Guðjónsdóttir og frumsamin tónlist myndarinnar er eftir Árna Val Kristinsson.
Mest lesið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein