Eiður Smári um Kolbein: Ég sem landsliðsþjálfari hefði alltaf tekið þessa áhættu líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen kemur inn á fyrir Kolbeinn Sigþórsson í landsleik. Þeir eru tveir markahæstu landsliðsmenn Íslands. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen var ánægður með að sjá Kolbein Sigþórsson inn á vellinum í Brussel í gær og leit svo á að íslenska þjálfarateymið hafi með því hjálpað honum við að finna sér nýtt félag í janúar. Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðustu 26 mínúturnar með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi á móti Belgíu í Þjóðadeildinni en íslenski landsliðsframherjinn hefur ekki fengið eina einustu mínútu hjá franska liðinu Nantes á tímabilinu. Eiður Smári Guðjohnsen greindi leik Íslands og Belgíu í útsendingu Stöðvar tvö í gærkvöldi. Ríkharð Óskar Guðnason gekk á Eið Smára varðandi Kolbein en Eiður hafði áður talað um mikilvægi þess að það sé samkeppni um stöður í landsliðinu og að leikmenn séu að spila með sínum félagsliðum. „Ég held að þetta snúist meira um tilfinninguna sem við höfum gagnvart Kolbeini, hvernig hann hefur spilað fyrir íslenska landsliðið og hversu mörg mörk hann hefur skorað,“ sagði Eiður Smári og bætti við: „Hvað hann þarf til að komast upp úr þessum djúpa dal sem hann hefur verið í. Það er bæði meiðslasagan hans og staða hans hjá félagsliðinu. Það að hann sé valinn í landsliðið og sé sýnilegur á velli fær hann til að hugsa: Ég er aðeins á leiðinni upp. Þetta opnar líka tækifæri fyrir hann til að leita sér að einhverju öðru í janúar. Þannig held ég að hugsunin hafi verið hjá þjálfarateyminu,“ sagði Eiður Smári.Kolbeinn Sigþórsson í leiknum á móti Belgíu.Vísir/Getty„Við verðum að fá Kolbein í gang og gera hann sýnilegan því hans félagslið hans er að frysta hann. Þeir eru ekki að sýna hann neinsstaðar. Þeir eru að leyfa honum að æfa með varaliðinu en hann sést ekki á vellinum og hvernig ættu þá önnur lið að hugsa um að gefa honum tækifæri ef þau sjá hann ekki á vellinum,“ sagði Eiður. „Nú opnast kannski gluggi fyrir honum þar sem lið sjá að það er bara í lagi með hann. Þau sjá líka að hann er með 22 mörk í 46 landsleikjum. Tökum sénsinn á honum. Þannig horfi ég á þetta,“ sagði Eiður Smári. „Kolbeinn er einsdæmi hjá okkur. Hann hefur unnið sér fyrir því með því hvernig hann hefur spilað í gegnum tíðina. Þetta getur samt ekki varið mikið lengur,“ sagði Eiður. „Finndu betri framherja sem Ísland hefur átt en Kolbein Sigþórsson þegar hann er í toppformi. Þess vegna hefur þjálfarateymið hugsað: Getum við gert eitthvað til að hjálpa honum, koma honum á framfæri og sýna öllum fótboltaheiminum það að hann sé heill heilsu. Þó að það vanti upp á leikform því leikform getur þú alltaf bætt upp hjá öðru liði. Ég sem landsliðsþjálfari hefði alltaf tekið þessa áhættu líka," sagði Eiður. Það má sjá Eið Smára tala um Kolbein og íslenska landsliðið í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Eiður Smári um Kolbein EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var ánægður með að sjá Kolbein Sigþórsson inn á vellinum í Brussel í gær og leit svo á að íslenska þjálfarateymið hafi með því hjálpað honum við að finna sér nýtt félag í janúar. Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðustu 26 mínúturnar með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi á móti Belgíu í Þjóðadeildinni en íslenski landsliðsframherjinn hefur ekki fengið eina einustu mínútu hjá franska liðinu Nantes á tímabilinu. Eiður Smári Guðjohnsen greindi leik Íslands og Belgíu í útsendingu Stöðvar tvö í gærkvöldi. Ríkharð Óskar Guðnason gekk á Eið Smára varðandi Kolbein en Eiður hafði áður talað um mikilvægi þess að það sé samkeppni um stöður í landsliðinu og að leikmenn séu að spila með sínum félagsliðum. „Ég held að þetta snúist meira um tilfinninguna sem við höfum gagnvart Kolbeini, hvernig hann hefur spilað fyrir íslenska landsliðið og hversu mörg mörk hann hefur skorað,“ sagði Eiður Smári og bætti við: „Hvað hann þarf til að komast upp úr þessum djúpa dal sem hann hefur verið í. Það er bæði meiðslasagan hans og staða hans hjá félagsliðinu. Það að hann sé valinn í landsliðið og sé sýnilegur á velli fær hann til að hugsa: Ég er aðeins á leiðinni upp. Þetta opnar líka tækifæri fyrir hann til að leita sér að einhverju öðru í janúar. Þannig held ég að hugsunin hafi verið hjá þjálfarateyminu,“ sagði Eiður Smári.Kolbeinn Sigþórsson í leiknum á móti Belgíu.Vísir/Getty„Við verðum að fá Kolbein í gang og gera hann sýnilegan því hans félagslið hans er að frysta hann. Þeir eru ekki að sýna hann neinsstaðar. Þeir eru að leyfa honum að æfa með varaliðinu en hann sést ekki á vellinum og hvernig ættu þá önnur lið að hugsa um að gefa honum tækifæri ef þau sjá hann ekki á vellinum,“ sagði Eiður. „Nú opnast kannski gluggi fyrir honum þar sem lið sjá að það er bara í lagi með hann. Þau sjá líka að hann er með 22 mörk í 46 landsleikjum. Tökum sénsinn á honum. Þannig horfi ég á þetta,“ sagði Eiður Smári. „Kolbeinn er einsdæmi hjá okkur. Hann hefur unnið sér fyrir því með því hvernig hann hefur spilað í gegnum tíðina. Þetta getur samt ekki varið mikið lengur,“ sagði Eiður. „Finndu betri framherja sem Ísland hefur átt en Kolbein Sigþórsson þegar hann er í toppformi. Þess vegna hefur þjálfarateymið hugsað: Getum við gert eitthvað til að hjálpa honum, koma honum á framfæri og sýna öllum fótboltaheiminum það að hann sé heill heilsu. Þó að það vanti upp á leikform því leikform getur þú alltaf bætt upp hjá öðru liði. Ég sem landsliðsþjálfari hefði alltaf tekið þessa áhættu líka," sagði Eiður. Það má sjá Eið Smára tala um Kolbein og íslenska landsliðið í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Eiður Smári um Kolbein
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira