Segir alltof fáar hjáveituaðgerðir gerðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. nóvember 2018 22:30 Hátt í tvö þúsund magahjáveituaðgerðir hafa verið gerðar á Landspítalanum frá aldamótum en þetta er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir þá sem glíma við sjúklega offitu. Eitt af skilyrðunum sem þarf að uppfylla er að vera með hærri þyngdarstuðul en 35. Þetta er til dæmis einstaklingur sem er 170 sentímetrar á hæð og 110 kíló eða meira. Eða 160 sentímetrar á hæð og 95 kíló eða meira. Þá er einnig horft til þess hvort einnstaklingur sé kviðmikill eða kominn með fylgisjúkdóma offitu, til dæmis sykursýki. Að sögn Hjartar Georgs Gíslasonar, skurðlæknis, á þetta við um um fimmtán prósent landsmanna. Hann segir að aðeins brot þeirra sem þurfi og vilji komast í aðgerð á Landspítalanum komist að en fyrst þarf fólk að fara í undirbúningsmeðferð á Reykjalundi þar sem biðlistar eru langir. „Núna er um hundrað sjúklingar á biðlista en vandamálið er miklu stærra en það. Þetta er uppsafnaður vandi og fólk er að fara til útlanda og greiðir fyrir sjálft sem mér þykir mjög miður,“ segir Hjörtur en algengast er að fólk fari til Lettlands í aðgerð og komi svo heim eftirlitslaust. Hjörtur vill að bætt verði úr vandamálinu en árlega eru gerðar 50 aðgerðir á Landspítalnum en þær þyrftu að vera yfir 150. „Sjúklingar eiga ekki að þurfa að fara til útlanda til þess að þurfa fara í þessar aðgerðir. Það á að sinna þessu með sóma hérna. Þetta er miklu meira en aðgerðin. Það þarf að sinna fylgikvillum þessara aðgerða af fagfólki,“ segir Hjörtur. Hjörtur segir að rannsóknir hafi sýnt fram á að ýmsar leiðir megrunar hafi verið reyndar hjá þessum hópi í gegn um tíðina, meðal annars megrunarkúrar, þjálfunaraðferðir og lyf en ekkert þessa leiði til árangurs. „Þetta er alvarlegt heilsufarsmál sem þarf að sinna og þeir sem eru orðnir allt of feitir, eina meðferðarúrræðið sem er aðgerð,“ segir Hjörtur. Heilbrigðismál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Hátt í tvö þúsund magahjáveituaðgerðir hafa verið gerðar á Landspítalanum frá aldamótum en þetta er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir þá sem glíma við sjúklega offitu. Eitt af skilyrðunum sem þarf að uppfylla er að vera með hærri þyngdarstuðul en 35. Þetta er til dæmis einstaklingur sem er 170 sentímetrar á hæð og 110 kíló eða meira. Eða 160 sentímetrar á hæð og 95 kíló eða meira. Þá er einnig horft til þess hvort einnstaklingur sé kviðmikill eða kominn með fylgisjúkdóma offitu, til dæmis sykursýki. Að sögn Hjartar Georgs Gíslasonar, skurðlæknis, á þetta við um um fimmtán prósent landsmanna. Hann segir að aðeins brot þeirra sem þurfi og vilji komast í aðgerð á Landspítalanum komist að en fyrst þarf fólk að fara í undirbúningsmeðferð á Reykjalundi þar sem biðlistar eru langir. „Núna er um hundrað sjúklingar á biðlista en vandamálið er miklu stærra en það. Þetta er uppsafnaður vandi og fólk er að fara til útlanda og greiðir fyrir sjálft sem mér þykir mjög miður,“ segir Hjörtur en algengast er að fólk fari til Lettlands í aðgerð og komi svo heim eftirlitslaust. Hjörtur vill að bætt verði úr vandamálinu en árlega eru gerðar 50 aðgerðir á Landspítalnum en þær þyrftu að vera yfir 150. „Sjúklingar eiga ekki að þurfa að fara til útlanda til þess að þurfa fara í þessar aðgerðir. Það á að sinna þessu með sóma hérna. Þetta er miklu meira en aðgerðin. Það þarf að sinna fylgikvillum þessara aðgerða af fagfólki,“ segir Hjörtur. Hjörtur segir að rannsóknir hafi sýnt fram á að ýmsar leiðir megrunar hafi verið reyndar hjá þessum hópi í gegn um tíðina, meðal annars megrunarkúrar, þjálfunaraðferðir og lyf en ekkert þessa leiði til árangurs. „Þetta er alvarlegt heilsufarsmál sem þarf að sinna og þeir sem eru orðnir allt of feitir, eina meðferðarúrræðið sem er aðgerð,“ segir Hjörtur.
Heilbrigðismál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira