Þingmenn standi við marggefin loforð Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2018 19:45 Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. Stjórnvöld virðist ætla að þvinga starfsgreiðslumati upp á öryrkja áður en þeir fái sanngjarna leiðréttingu á sínum kjörum. Fulltrúar öryrkja mættu áþingpalla við upphaf annarar umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Rósa María Hjörvar segir tillögu stjórnarmeirihlutans um að lækka framlög til afnáms krónu á móti krónu skerðingunum um 1,1 milljarð fresta leiðréttingu á kjörum þeirra fram í óvissuna. „Við töldum það víst að við ættum von á afnámi krónu á móti krónu skerðingarinnar um áramótin. Ef ekki að fullu þá alla vega í þrepum. Þetta er loforð sem búið er að gefa svo ótrúlega oft og við höfum beðið eftir svo lengi,“ segir Rósa María. Það komi öryrkjum því í opna skjöldu að ekki eigi að standa við fyrirheit sem síðast voru gefin í fjárlagafrumvarpinu í september. Stjórnvöld hafa átt og eiga í viðræðum við Öryrkjabandalagið upp kerfisbreytingar með upptöku svo kallaðs starfsgetumats en ekki hefur náðst samkomulag í þeim efnum. „Það kemur hins vegar þessum fjórum milljörðum ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessir fjórir milljarðar eru til að leiðrétta það félagslega óréttlæti sem felst í því aðþeir öryrkjar sem hafa einhverja starfsgetu og eru nú þegar á vinnumarkaði fá ekki að njóta þeirra tekna sem þeir þéna,“ segir Rósa María. Þar komi króna fyrir krónu skerðingin til sögunnar. Þessi leiðrétting hafi átt að hefjast um áramót en nú líti út fyrir að halda eigi aftur af leiðréttingunni vegna andstöðu öryrkja við hugmyndir stjórnvalda viðútfærslu starfsgetumatsins. „Svona pólitísk fjölbragðaglíma; við höfum bara ekki efni á að taka þátt í henni. Nú verða þingmenn bara að standa við gefin loforð. Þetta höfum við upplifað síðasta áratug og okkur gert að samþykkja starfsgetumat til þess að geta notið þeirrar nauðsynlegu leiðréttingar sem þarf að gera,“ segir Rósa María Hjörvar. Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. Stjórnvöld virðist ætla að þvinga starfsgreiðslumati upp á öryrkja áður en þeir fái sanngjarna leiðréttingu á sínum kjörum. Fulltrúar öryrkja mættu áþingpalla við upphaf annarar umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Rósa María Hjörvar segir tillögu stjórnarmeirihlutans um að lækka framlög til afnáms krónu á móti krónu skerðingunum um 1,1 milljarð fresta leiðréttingu á kjörum þeirra fram í óvissuna. „Við töldum það víst að við ættum von á afnámi krónu á móti krónu skerðingarinnar um áramótin. Ef ekki að fullu þá alla vega í þrepum. Þetta er loforð sem búið er að gefa svo ótrúlega oft og við höfum beðið eftir svo lengi,“ segir Rósa María. Það komi öryrkjum því í opna skjöldu að ekki eigi að standa við fyrirheit sem síðast voru gefin í fjárlagafrumvarpinu í september. Stjórnvöld hafa átt og eiga í viðræðum við Öryrkjabandalagið upp kerfisbreytingar með upptöku svo kallaðs starfsgetumats en ekki hefur náðst samkomulag í þeim efnum. „Það kemur hins vegar þessum fjórum milljörðum ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessir fjórir milljarðar eru til að leiðrétta það félagslega óréttlæti sem felst í því aðþeir öryrkjar sem hafa einhverja starfsgetu og eru nú þegar á vinnumarkaði fá ekki að njóta þeirra tekna sem þeir þéna,“ segir Rósa María. Þar komi króna fyrir krónu skerðingin til sögunnar. Þessi leiðrétting hafi átt að hefjast um áramót en nú líti út fyrir að halda eigi aftur af leiðréttingunni vegna andstöðu öryrkja við hugmyndir stjórnvalda viðútfærslu starfsgetumatsins. „Svona pólitísk fjölbragðaglíma; við höfum bara ekki efni á að taka þátt í henni. Nú verða þingmenn bara að standa við gefin loforð. Þetta höfum við upplifað síðasta áratug og okkur gert að samþykkja starfsgetumat til þess að geta notið þeirrar nauðsynlegu leiðréttingar sem þarf að gera,“ segir Rósa María Hjörvar.
Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00