Fjármálaráðherra segir Samfylkinguna bara bjóða upp á skattahækkanir Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2018 19:00 Samfylkingin leggur fram breytingartillögur um aukin útgjöld upp á 24 milljarða við aðra umræðu fjárlaga sem hófst í dag. Fjármálaráðherra segir flokkinn ekki bjóða upp á neitt annað en skattahækkanir. Stjórnarandstöðuflokkarnir leggja allir fram einhverjar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið en Samfylkingin kynnti sínar tillögur í sautján liðum á fréttamannafundi í dag. Þar er meðal annars lagt til að auka framlög til almennra íbúða, barnabóta og vaxtabóta um tvo milljarða hvert fyrir sig og framlög til öryrkja annars vegar og eldri borgara hins vegar hækki um fjóra milljarða. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir markmiðið með tillögunum að auka félagslegan stöðugleika. „Koma til móts við hópa sem hafa þurft að sitja eftir í uppsveiflunni og leggja meiri áherslu á átak í húsnæðismálum. Sem er auðvitað forsenda þess að mati atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar að hér geti náðst góðir kjarasamningar,” segir Logi.Grafík/TótlaÞá leggur Samfylkingin til aukin framlög til háskólanna og framhaldsskólanna, til Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, til hjúkrunarheimila, samgangna og að óskum SÁÁ um aukin framlög upp á tæpar 300 milljónir verði að fullu mætt. Á móti leggur flokkurinn til að fallið verði frá lækkun veiðigjalda, tekinn verði upp tekju- og eignatengdur auðlegðarskattur, bankaskattur endurvakinn sem og sykurskattur. Þetta fjármagni útgjaldaaukninguna að fullu og rúmlega það. „Við viljum leggja meiri álögur á þá sem sannarlega geta borið það og verja millitekju- og lágtekjufólk sem á bara erfitt með að draga fram lífið. Við munum hins vegar líka skila auknum afgangi,” segir Logi. Í umræðunni um frumvarpið á Alþingi í dag sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Samfylkinguna tala eins og ekki sé verið að stórauka útgjöld á næsta ári, eða um 4,6 prósent, og hafi bara eitt svar. „Nýjan skatt á ferðaþjónustuna, komum aftur með sykurskattinn sem mun engu breyta í neysluvenjum, ekki frekar en síðast. Hann mun hækka matvöru, hann mun hækka verðlag. Hækka skatta endalaust. Það eru einu hugmyndirnar sem menn hafa úr þessari átt,” sagði fjármálaráðherra. Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Samfylkingin leggur fram breytingartillögur um aukin útgjöld upp á 24 milljarða við aðra umræðu fjárlaga sem hófst í dag. Fjármálaráðherra segir flokkinn ekki bjóða upp á neitt annað en skattahækkanir. Stjórnarandstöðuflokkarnir leggja allir fram einhverjar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið en Samfylkingin kynnti sínar tillögur í sautján liðum á fréttamannafundi í dag. Þar er meðal annars lagt til að auka framlög til almennra íbúða, barnabóta og vaxtabóta um tvo milljarða hvert fyrir sig og framlög til öryrkja annars vegar og eldri borgara hins vegar hækki um fjóra milljarða. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir markmiðið með tillögunum að auka félagslegan stöðugleika. „Koma til móts við hópa sem hafa þurft að sitja eftir í uppsveiflunni og leggja meiri áherslu á átak í húsnæðismálum. Sem er auðvitað forsenda þess að mati atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar að hér geti náðst góðir kjarasamningar,” segir Logi.Grafík/TótlaÞá leggur Samfylkingin til aukin framlög til háskólanna og framhaldsskólanna, til Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, til hjúkrunarheimila, samgangna og að óskum SÁÁ um aukin framlög upp á tæpar 300 milljónir verði að fullu mætt. Á móti leggur flokkurinn til að fallið verði frá lækkun veiðigjalda, tekinn verði upp tekju- og eignatengdur auðlegðarskattur, bankaskattur endurvakinn sem og sykurskattur. Þetta fjármagni útgjaldaaukninguna að fullu og rúmlega það. „Við viljum leggja meiri álögur á þá sem sannarlega geta borið það og verja millitekju- og lágtekjufólk sem á bara erfitt með að draga fram lífið. Við munum hins vegar líka skila auknum afgangi,” segir Logi. Í umræðunni um frumvarpið á Alþingi í dag sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Samfylkinguna tala eins og ekki sé verið að stórauka útgjöld á næsta ári, eða um 4,6 prósent, og hafi bara eitt svar. „Nýjan skatt á ferðaþjónustuna, komum aftur með sykurskattinn sem mun engu breyta í neysluvenjum, ekki frekar en síðast. Hann mun hækka matvöru, hann mun hækka verðlag. Hækka skatta endalaust. Það eru einu hugmyndirnar sem menn hafa úr þessari átt,” sagði fjármálaráðherra.
Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00