Stofna sjóð til minningar um fjölhæfan listamann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 08:00 "Við minnumst Heimis á jákvæðan hátt með því að stofna sjóð með tónleikunum í Reykholti,“ segir Jónína Erna Við erum mörg sem ætlum að koma fram á tónleikum í Reykholtskirkju annað kvöld og gefa vinnuna okkar því aðgangseyririnn á að ganga í nýjan sjóð sem stofnaður hefur verið til að vera ungu borgfirsku tónlistarfólki bakhjarl. Með því viljum við heiðra minningu Heimis Klemenzsonar frá Dýrastöðum í Norðurárdal sem lést með sviplegum hætti fyrr á þessu ári,“ segir Jónína Erna Arnardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi, áður kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún kveðst hafa þekkt Heimi vel. „Heimir var nemandi minn frá því hann var sjö, átta ára, þegar hann byrjaði að læra á píanó í Varmalandsskóla. Hann var strax efnilegur og útskrifaðist með framhaldsstig 2013, og hélt þá glæsilega tónleika. Einstaka sinnum leysti hann mig líka af í píanókennslunni. Hann fór svo í í FÍH í rytmískt píanónám og var í kennaranámi þegar hann lést. Hann og kærastan hans Iðunn bjuggu um tíma á Snæfellsnesinu en voru flutt í Borgarnes og búin að eignast litla dóttur.“ Heimir lét til sín taka á tónlistarsviðinu með margvíslegum hætti, að sögn Jónínu. Var meðleikari hjá karlakórnum Söngbræðrum og vann með öðrum tónlistarmönnum, gaf út sólóplötu og var aktívur bæði í að spila og semja. „Það kom snemma í ljós að hann gat samið, það gerði hann oft hjá mér og spilaði frumsamin verk á öllum þremur áfangaprófunum,“ segir Jónína. „Hann var með nemendakór á Hvanneyri og hoppaði inn í starf organista í Stafholti, þegar með þurfti. Var bara mjög fjölhæfur tónlistarmaður sem dýrmætt var að eiga að og það varð sannarlega skarð fyrir skildi við fráfall hans. Við minnumst Heimis á jákvæðan hátt með því að stofna sjóð með tónleikunum í Reykholti á morgun. Þannig verður mögulegt að styrkja tónlistarfólk á Borgarfjarðarsvæðinu og því er miðaverð kannski svolítið hærra en fólk á að venjast. Flestir sem koma fram unnu með Heimi eða tengjast fjölskyldu hans á einhvern hátt,“ segir Jónína. „Við erum líka búin að stofna fésbókarsíðu, hún heitir einfaldlega Minningarsjóður Heimis Klemenzsonar.“ Kirkjan verður opnuð klukkan 20 en tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Miðaverð fyrir fullorðna er 4.000 krónur og 1.000 fyrir 16 ára og yngri. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Við erum mörg sem ætlum að koma fram á tónleikum í Reykholtskirkju annað kvöld og gefa vinnuna okkar því aðgangseyririnn á að ganga í nýjan sjóð sem stofnaður hefur verið til að vera ungu borgfirsku tónlistarfólki bakhjarl. Með því viljum við heiðra minningu Heimis Klemenzsonar frá Dýrastöðum í Norðurárdal sem lést með sviplegum hætti fyrr á þessu ári,“ segir Jónína Erna Arnardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi, áður kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún kveðst hafa þekkt Heimi vel. „Heimir var nemandi minn frá því hann var sjö, átta ára, þegar hann byrjaði að læra á píanó í Varmalandsskóla. Hann var strax efnilegur og útskrifaðist með framhaldsstig 2013, og hélt þá glæsilega tónleika. Einstaka sinnum leysti hann mig líka af í píanókennslunni. Hann fór svo í í FÍH í rytmískt píanónám og var í kennaranámi þegar hann lést. Hann og kærastan hans Iðunn bjuggu um tíma á Snæfellsnesinu en voru flutt í Borgarnes og búin að eignast litla dóttur.“ Heimir lét til sín taka á tónlistarsviðinu með margvíslegum hætti, að sögn Jónínu. Var meðleikari hjá karlakórnum Söngbræðrum og vann með öðrum tónlistarmönnum, gaf út sólóplötu og var aktívur bæði í að spila og semja. „Það kom snemma í ljós að hann gat samið, það gerði hann oft hjá mér og spilaði frumsamin verk á öllum þremur áfangaprófunum,“ segir Jónína. „Hann var með nemendakór á Hvanneyri og hoppaði inn í starf organista í Stafholti, þegar með þurfti. Var bara mjög fjölhæfur tónlistarmaður sem dýrmætt var að eiga að og það varð sannarlega skarð fyrir skildi við fráfall hans. Við minnumst Heimis á jákvæðan hátt með því að stofna sjóð með tónleikunum í Reykholti á morgun. Þannig verður mögulegt að styrkja tónlistarfólk á Borgarfjarðarsvæðinu og því er miðaverð kannski svolítið hærra en fólk á að venjast. Flestir sem koma fram unnu með Heimi eða tengjast fjölskyldu hans á einhvern hátt,“ segir Jónína. „Við erum líka búin að stofna fésbókarsíðu, hún heitir einfaldlega Minningarsjóður Heimis Klemenzsonar.“ Kirkjan verður opnuð klukkan 20 en tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Miðaverð fyrir fullorðna er 4.000 krónur og 1.000 fyrir 16 ára og yngri.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira