Sleppa vélrænum órangútan lausum í London Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 10:45 Kannski verður órangútaninn vélræni líkur þessu kríli. Getty/Robertus Pudyanto Verslunarkeðjan Iceland ætlar að sleppa vélrænum órangútan lausum á götur Bretlands eftir að jólaauglýsing fyrirtækisins var bönnuð. Auglýsingin þótti of pólitísk en hún vakti athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu. Hinn vélræni api þykir einkar raunverulegur í útliti og er honum ætlað að vekja athygli á þeirri hættu sem tegundin stendur frammi fyrir vegna framleiðslu pálmaolíu. Órangútaninn var framleiddur af tæknibrelluteymi sem hefur unnið við sjónvarpsþætti á borð við Doctor Who og Sherlock. Hann mun fyrst sjást í jólatré á Coin Street í suðurhluta London þangað til hann verður færður á aðra staði. Hann mun einnig birtast í verslunum Iceland um allt Bretland í leit að nýju heimili ef svo má að orði komast. Jólaauglýsing Iceland var bönnuð í síðustu viku. Um er að ræða teiknaða stuttmynd sem framleidd var af Greenpeace sem samþykkti að keðjan mætti nota myndina í auglýsingaskyni. Var það niðurstaða eftirlitsstofnunar í Bretlandi að auglýsingin stríði gegn lögum um pólitískar auglýsingar. Bannið vakti mikil og hörð viðbrögð og voru ýmsar stórstjörnur sem dreifðu auglýsingunni í þeirri veiku von að sýningar á henni yrðu leyfðar. Breskir þingmenn hafa einnig vakið athygli á myndinni og þá hefur undirskriftasöfnun á Change.org safnað rúmlega 700 þúsund undirskriftum. This commercial was banned from TV for being too political. I think everyone should see it x pic.twitter.com/ns2XnGSnv6 — James Corden (@JKCorden) November 11, 2018Andstæðingar auglýsingarinnar hafa einnig látið í sér heyra og hefur keðjan verið sökuð um að framleiða viljandi umdeilda auglýsingu sem myndi líklega vera bönnuð í þeim tilgangi að fá meiri athygli. Iceland hefur neitað þessu og segist hafa keypt auglýsingapláss fyrir hálfa milljón punda. Iceland tilkynnti fyrr á árinu að keðjan hygðist hætta allri notkun á pálmaolíu við framleiðslu matvæla sem merkt eru fyrirtækinu. Pálmaolía leynist í hinum ýmsu hreinlætis- og matvörum en framleiðsla á pálmaolíu veldur svo mikilli röskun á kjörlendi órangútana að dýrategundin er nú í mikilli útrýmingarhættu. Tengdar fréttir Jólaauglýsing Iceland bönnuð í Bretlandi Auglýsingin, sem vekur athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu, þótti of pólitísk. 9. nóvember 2018 11:31 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Verslunarkeðjan Iceland ætlar að sleppa vélrænum órangútan lausum á götur Bretlands eftir að jólaauglýsing fyrirtækisins var bönnuð. Auglýsingin þótti of pólitísk en hún vakti athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu. Hinn vélræni api þykir einkar raunverulegur í útliti og er honum ætlað að vekja athygli á þeirri hættu sem tegundin stendur frammi fyrir vegna framleiðslu pálmaolíu. Órangútaninn var framleiddur af tæknibrelluteymi sem hefur unnið við sjónvarpsþætti á borð við Doctor Who og Sherlock. Hann mun fyrst sjást í jólatré á Coin Street í suðurhluta London þangað til hann verður færður á aðra staði. Hann mun einnig birtast í verslunum Iceland um allt Bretland í leit að nýju heimili ef svo má að orði komast. Jólaauglýsing Iceland var bönnuð í síðustu viku. Um er að ræða teiknaða stuttmynd sem framleidd var af Greenpeace sem samþykkti að keðjan mætti nota myndina í auglýsingaskyni. Var það niðurstaða eftirlitsstofnunar í Bretlandi að auglýsingin stríði gegn lögum um pólitískar auglýsingar. Bannið vakti mikil og hörð viðbrögð og voru ýmsar stórstjörnur sem dreifðu auglýsingunni í þeirri veiku von að sýningar á henni yrðu leyfðar. Breskir þingmenn hafa einnig vakið athygli á myndinni og þá hefur undirskriftasöfnun á Change.org safnað rúmlega 700 þúsund undirskriftum. This commercial was banned from TV for being too political. I think everyone should see it x pic.twitter.com/ns2XnGSnv6 — James Corden (@JKCorden) November 11, 2018Andstæðingar auglýsingarinnar hafa einnig látið í sér heyra og hefur keðjan verið sökuð um að framleiða viljandi umdeilda auglýsingu sem myndi líklega vera bönnuð í þeim tilgangi að fá meiri athygli. Iceland hefur neitað þessu og segist hafa keypt auglýsingapláss fyrir hálfa milljón punda. Iceland tilkynnti fyrr á árinu að keðjan hygðist hætta allri notkun á pálmaolíu við framleiðslu matvæla sem merkt eru fyrirtækinu. Pálmaolía leynist í hinum ýmsu hreinlætis- og matvörum en framleiðsla á pálmaolíu veldur svo mikilli röskun á kjörlendi órangútana að dýrategundin er nú í mikilli útrýmingarhættu.
Tengdar fréttir Jólaauglýsing Iceland bönnuð í Bretlandi Auglýsingin, sem vekur athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu, þótti of pólitísk. 9. nóvember 2018 11:31 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Jólaauglýsing Iceland bönnuð í Bretlandi Auglýsingin, sem vekur athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu, þótti of pólitísk. 9. nóvember 2018 11:31