Illgirni knúði hana til að fela nálarnar í berjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Áströlsk kona sem sökuð er um að hafa komið saumnálum fyrir í jarðarberjum er sögð hafa framkvæmt voðaverkið af illgirni. Þetta kom fram fyrir dómi í Brisbane í dag. Konan, My Ut Trinh, er fimmtug og var handtekin í Queensland á sunnudag. Hún starfaði sem yfirmaður hjá jarðarberjabýli norðan af Brisbane og er ákæran á hendur henni í sjö liðum. Fram kom fyrir dómi í dag að erðaefni úr Trinh hafi fundist í jarðarberjum í Viktoríuríki. Þá er haft eftir dómara að svo virðist sem Trinh hafi verið knúin áfram af „illgirni eða hefndarþorsta“. Í dómskjölum segir jafnframt að hún hafi viljað valda býlinu sem hún vann á fjárhagslegu tjóni. Það vakti heimsathygli þegar nálar tóku að finnast í jarðarberjum í Ástralíu í september. Tilkynnt var um á annað hundrað slík tilvik og neyddust ástralskir bændur til að henda jarðarberjum í tonnatali. Ekki er þó ljóst hversu mörg tilvikanna eru rakin til Trinh. Yfirvöld í Ástralíu hækkuðu í kjölfarið hámarksrefsingu fyrir að eiga við matvæli úr tíu ára fangelsi í fimmtán ár. Eyjaálfa Tengdar fréttir Kona handtekin í Ástralíu í tengslum við jarðarberjamálið Fimmtug kona hefur verið handtekin í Queensland í Ástralíu í tengslum við mál þar sem saumnálum hafði verið komið fyrir í jarðarberjum. Konan var handtekin í dag eftir flókna og umfangsmikla rannsókn að því er segir í frétt BBC um málið. 11. nóvember 2018 12:19 Rannsaka saumnálafaraldur í áströlskum jarðarberjum Yfirvöld í Ástralíu hafa nú fyrirskipað rannsókn á sex tilvikum þar sem saumnálar hafa ítrekað fundist í jarðarberjum sem seld hafa verið í verslunum. Sex tilvik hafa verið tilkynnt á síðustu dögum. 17. september 2018 06:34 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Áströlsk kona sem sökuð er um að hafa komið saumnálum fyrir í jarðarberjum er sögð hafa framkvæmt voðaverkið af illgirni. Þetta kom fram fyrir dómi í Brisbane í dag. Konan, My Ut Trinh, er fimmtug og var handtekin í Queensland á sunnudag. Hún starfaði sem yfirmaður hjá jarðarberjabýli norðan af Brisbane og er ákæran á hendur henni í sjö liðum. Fram kom fyrir dómi í dag að erðaefni úr Trinh hafi fundist í jarðarberjum í Viktoríuríki. Þá er haft eftir dómara að svo virðist sem Trinh hafi verið knúin áfram af „illgirni eða hefndarþorsta“. Í dómskjölum segir jafnframt að hún hafi viljað valda býlinu sem hún vann á fjárhagslegu tjóni. Það vakti heimsathygli þegar nálar tóku að finnast í jarðarberjum í Ástralíu í september. Tilkynnt var um á annað hundrað slík tilvik og neyddust ástralskir bændur til að henda jarðarberjum í tonnatali. Ekki er þó ljóst hversu mörg tilvikanna eru rakin til Trinh. Yfirvöld í Ástralíu hækkuðu í kjölfarið hámarksrefsingu fyrir að eiga við matvæli úr tíu ára fangelsi í fimmtán ár.
Eyjaálfa Tengdar fréttir Kona handtekin í Ástralíu í tengslum við jarðarberjamálið Fimmtug kona hefur verið handtekin í Queensland í Ástralíu í tengslum við mál þar sem saumnálum hafði verið komið fyrir í jarðarberjum. Konan var handtekin í dag eftir flókna og umfangsmikla rannsókn að því er segir í frétt BBC um málið. 11. nóvember 2018 12:19 Rannsaka saumnálafaraldur í áströlskum jarðarberjum Yfirvöld í Ástralíu hafa nú fyrirskipað rannsókn á sex tilvikum þar sem saumnálar hafa ítrekað fundist í jarðarberjum sem seld hafa verið í verslunum. Sex tilvik hafa verið tilkynnt á síðustu dögum. 17. september 2018 06:34 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Kona handtekin í Ástralíu í tengslum við jarðarberjamálið Fimmtug kona hefur verið handtekin í Queensland í Ástralíu í tengslum við mál þar sem saumnálum hafði verið komið fyrir í jarðarberjum. Konan var handtekin í dag eftir flókna og umfangsmikla rannsókn að því er segir í frétt BBC um málið. 11. nóvember 2018 12:19
Rannsaka saumnálafaraldur í áströlskum jarðarberjum Yfirvöld í Ástralíu hafa nú fyrirskipað rannsókn á sex tilvikum þar sem saumnálar hafa ítrekað fundist í jarðarberjum sem seld hafa verið í verslunum. Sex tilvik hafa verið tilkynnt á síðustu dögum. 17. september 2018 06:34