Blöskrar að sjálfskipaðir „sigurvegarar í fegurðarsamkeppni“ dæmi útlit þingkvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 19:11 Áslaug Arna í Alþingishúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir þingmenn Miðflokksins sem töluðu með niðrandi hætti um kollega sína á þingi í Klaustursupptökunum, þurfa sjálfa að svara fyrir ummæli sín. Þetta kom fram í máli Áslaugar Örnu á Alþingi í morgun. Dónaleg ummæli féllu á fundi fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja úr röðum Flókks fólksins. Svæsnustu ummælin, ef marka má upptökurnar sem DV og Stundin hafa undir höndum, féllu úr munni Bergþórs Ólafssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Oddný Harðardóttir, Inga Sæland, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Lilja Alfreðsdóttir eru á meðal þeirra sem segja má að fengið hafi fyrir ferðina. Sömu sögu má segja um unga stjórnmálakonu í Sjálfstæðisflokknum sem ekki er nafngreind í upptökunum. Þingmennirnir segjast sammála því að viðkomandi þingkona sé sæt en hafi verið enn flottari fyrir tveimur árum.Klippa: Ræða unga þingkonu í Sjálfstæðisflokknum „Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur,“ segir Bergþór. Sigmundur Davíð grípur boltann á lofti og segist telja að hún „hrynji niður listann“ vegna þessa. Eðlilega, að mati Bergþórs. Áslaug Arna var spurð almennt út í ummæli þingmanna á Klaustursupptökunum. „Það er auðvitað bara ótrúlegt að svona menn sem eru auðvitað sigurvegarar sjálfir í fegurðarsamkeppni séu að dæma útlit og atgervi þingkvenna sem þeir starfa með,“ sagði Áslaug Arna.Klippa: Blöskrar að sjálfskipaðir „sigurvegarar í fegurðarsamkeppni“ dæmi útlit þingkvenna Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir þingmenn Miðflokksins sem töluðu með niðrandi hætti um kollega sína á þingi í Klaustursupptökunum, þurfa sjálfa að svara fyrir ummæli sín. Þetta kom fram í máli Áslaugar Örnu á Alþingi í morgun. Dónaleg ummæli féllu á fundi fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja úr röðum Flókks fólksins. Svæsnustu ummælin, ef marka má upptökurnar sem DV og Stundin hafa undir höndum, féllu úr munni Bergþórs Ólafssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Oddný Harðardóttir, Inga Sæland, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Lilja Alfreðsdóttir eru á meðal þeirra sem segja má að fengið hafi fyrir ferðina. Sömu sögu má segja um unga stjórnmálakonu í Sjálfstæðisflokknum sem ekki er nafngreind í upptökunum. Þingmennirnir segjast sammála því að viðkomandi þingkona sé sæt en hafi verið enn flottari fyrir tveimur árum.Klippa: Ræða unga þingkonu í Sjálfstæðisflokknum „Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur,“ segir Bergþór. Sigmundur Davíð grípur boltann á lofti og segist telja að hún „hrynji niður listann“ vegna þessa. Eðlilega, að mati Bergþórs. Áslaug Arna var spurð almennt út í ummæli þingmanna á Klaustursupptökunum. „Það er auðvitað bara ótrúlegt að svona menn sem eru auðvitað sigurvegarar sjálfir í fegurðarsamkeppni séu að dæma útlit og atgervi þingkvenna sem þeir starfa með,“ sagði Áslaug Arna.Klippa: Blöskrar að sjálfskipaðir „sigurvegarar í fegurðarsamkeppni“ dæmi útlit þingkvenna
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira