Rætt um afsagnir á harkalegum fundi Flokks fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2018 18:32 Karl Gauti þegar hann kom til fundar stjórnar og framkvæmdastjórnar Flokks fólksins nú síðdegis. Vísir/VIlhelm Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, segist ekki ætla að segja af sér þingmennsku vegna upptöku af samtali nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Stjórn og framkvæmdastjórn flokksins fundaði nú síðdegis og segir Karl Gauti hann hafa verið harkalegan. Einhverjir hafi minnist á möguleikann á afsögnum. Stundin og DV birtu fréttir upp úr leynilegum upptökum þar sem Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Svensson, Bergþór Ólasson, og Anna Kolbrún Árnadóttir ræddu saman á bar. Haft var eftir Karli Gauta að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, réði ekki við starfið. Þá hafi hvorki hann né Ólafur komið Ingu til varna þegar þingmenn Miðflokksins fóru niðrandi orðum um hana. Stjórn og framkvæmdastjórn Flokks fólksins komu saman til fundar sem hófst klukkan 17. Fundurinn var enn í gangi þegar Vísir náði tali af Karli Gauta sem hafði þá vikið af honum til að gefa flokksfélögum sínum svigrúm til að ákveða næstu skref. Ólafur hafi vikið af fundinum á undan honum. Aðeins eitt mál hafi verið á dagskrá fundarins sem hafi verið harkalegur. Hann hafi skýrt sitt mál og harmað sinn hlut í því. „Menn deildu harkalega á okkar veru á þessum stað og okkar orð og okkar viðbrögð við orðum annarra, að við skyldum ekki mótmæla eins og heyrðist á upptökum,“ segir Karl Gauti við Vísi. Einhverjir hafi minnst á afsagnir á fundinum en engin ákvörðun hafi verið tekin um það. „Kannski álykta þau eitthvað. Ég reikna nú með því að það komi einhver ályktun eða fréttatilkynning eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Sjálfur telur Karl Gauti sér áfram sætt á þingi. „Ég er ekki á leiðinni út,“ segir hann. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, segist ekki ætla að segja af sér þingmennsku vegna upptöku af samtali nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Stjórn og framkvæmdastjórn flokksins fundaði nú síðdegis og segir Karl Gauti hann hafa verið harkalegan. Einhverjir hafi minnist á möguleikann á afsögnum. Stundin og DV birtu fréttir upp úr leynilegum upptökum þar sem Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Svensson, Bergþór Ólasson, og Anna Kolbrún Árnadóttir ræddu saman á bar. Haft var eftir Karli Gauta að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, réði ekki við starfið. Þá hafi hvorki hann né Ólafur komið Ingu til varna þegar þingmenn Miðflokksins fóru niðrandi orðum um hana. Stjórn og framkvæmdastjórn Flokks fólksins komu saman til fundar sem hófst klukkan 17. Fundurinn var enn í gangi þegar Vísir náði tali af Karli Gauta sem hafði þá vikið af honum til að gefa flokksfélögum sínum svigrúm til að ákveða næstu skref. Ólafur hafi vikið af fundinum á undan honum. Aðeins eitt mál hafi verið á dagskrá fundarins sem hafi verið harkalegur. Hann hafi skýrt sitt mál og harmað sinn hlut í því. „Menn deildu harkalega á okkar veru á þessum stað og okkar orð og okkar viðbrögð við orðum annarra, að við skyldum ekki mótmæla eins og heyrðist á upptökum,“ segir Karl Gauti við Vísi. Einhverjir hafi minnst á afsagnir á fundinum en engin ákvörðun hafi verið tekin um það. „Kannski álykta þau eitthvað. Ég reikna nú með því að það komi einhver ályktun eða fréttatilkynning eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Sjálfur telur Karl Gauti sér áfram sætt á þingi. „Ég er ekki á leiðinni út,“ segir hann.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01