Upptökurnar koma illa við forsvarsmenn Klausturs Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 12:20 Engar hljóðupptökur eru í öryggismyndavélum Klausturs bar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Klausturs bar segja að starfsmenn staðarins hafi hvergi átt hlut í máli vegna upptöku á samtali alþingismanna á staðnum þann 20. nóvember. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á Facebook síðu staðarins. Þá séu engar hljóðupptökur á myndavélum staðarins. „Klaustur Bar harmar það að nafn staðarins hafi verið dregið inn í fréttaflutning af þessu máli.“ Það sé stefna staðarins að fólki sé frjálst að ræða saman þar inni að vild, burtséð frá persónulegum skoðunum staðarhaldara, starfsmanna eða annarra geta. Þá séu upptökur af hverskyns toga ekki samþykktar af staðnum. Athygli vakti að aðalmynd staðarins á Facebook var breytt í morgun í svartan bakgrunn með myllumerkjunum #darkforaday og #privacyplease.DV og Stundin birtu í gærkvöldi fréttir úr samtala nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem gerðar voru á barnum. Báðir miðlarnir vísuðu í leynilegar upptökur sem hafi verið gerðar án vitundar þingmanna Klaustri. Ekki hefur komið fram hvaðan upptökurnar koma, en þær bárust miðlunum frá nafnlausum aðila. Umræða þingmannanna um samstarfsfólk sitt á Alþingi hefur vakið mikla athygli. Þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir sendu frá sér yfirlýsingu í dag í kjölfar funda þeirra þingkvenna sem voru til umræðu í umræddri barferð þingmannana.Yfirlýsing Klausturs:Vegna fréttafluttnings af upptökum á samtali alþingismanna á Klaustur bar þann 20. Nóvember vilja forsvarsmenn staðarins taka það skýrt fram að starfsmenn Klausturs áttu þar hvergi hlut í máli. Einnig skal það tekið fram að engar hljóðupptökur eru á myndavélum staðarins. Klaustur Bar harmar það að nafn staðarins hafi verið dregið inn í fréttaflutning af þessu máli enda sé það almennt stefna staðarins að fólki sé frjálst að ræða saman að vild þar inni burtséð frá persónulegum skoðunum staðarhaldara, starfsmanna eða annarra gesta, upptökur af hverskyns toga eru ekki samþykktar af staðnum. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Fólk þurfi að axla ábyrgð á eigin gjörðum og ummælum Forstjóri Persónuverndar segir það skipta máli þegar samtöl fólks séu tekin upp hvort um sé að ræða opinbera persónu eða meðaljón og hvort upptakan sé á einkaheimili eða hlutir séu teknir á almannafæri. Formaður Blaðamannafélagsins bendir fólki á að gæta orða sinna og líta í eigin barm. 29. nóvember 2018 11:58 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Forsvarsmenn Klausturs bar segja að starfsmenn staðarins hafi hvergi átt hlut í máli vegna upptöku á samtali alþingismanna á staðnum þann 20. nóvember. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á Facebook síðu staðarins. Þá séu engar hljóðupptökur á myndavélum staðarins. „Klaustur Bar harmar það að nafn staðarins hafi verið dregið inn í fréttaflutning af þessu máli.“ Það sé stefna staðarins að fólki sé frjálst að ræða saman þar inni að vild, burtséð frá persónulegum skoðunum staðarhaldara, starfsmanna eða annarra geta. Þá séu upptökur af hverskyns toga ekki samþykktar af staðnum. Athygli vakti að aðalmynd staðarins á Facebook var breytt í morgun í svartan bakgrunn með myllumerkjunum #darkforaday og #privacyplease.DV og Stundin birtu í gærkvöldi fréttir úr samtala nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem gerðar voru á barnum. Báðir miðlarnir vísuðu í leynilegar upptökur sem hafi verið gerðar án vitundar þingmanna Klaustri. Ekki hefur komið fram hvaðan upptökurnar koma, en þær bárust miðlunum frá nafnlausum aðila. Umræða þingmannanna um samstarfsfólk sitt á Alþingi hefur vakið mikla athygli. Þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir sendu frá sér yfirlýsingu í dag í kjölfar funda þeirra þingkvenna sem voru til umræðu í umræddri barferð þingmannana.Yfirlýsing Klausturs:Vegna fréttafluttnings af upptökum á samtali alþingismanna á Klaustur bar þann 20. Nóvember vilja forsvarsmenn staðarins taka það skýrt fram að starfsmenn Klausturs áttu þar hvergi hlut í máli. Einnig skal það tekið fram að engar hljóðupptökur eru á myndavélum staðarins. Klaustur Bar harmar það að nafn staðarins hafi verið dregið inn í fréttaflutning af þessu máli enda sé það almennt stefna staðarins að fólki sé frjálst að ræða saman að vild þar inni burtséð frá persónulegum skoðunum staðarhaldara, starfsmanna eða annarra gesta, upptökur af hverskyns toga eru ekki samþykktar af staðnum.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Fólk þurfi að axla ábyrgð á eigin gjörðum og ummælum Forstjóri Persónuverndar segir það skipta máli þegar samtöl fólks séu tekin upp hvort um sé að ræða opinbera persónu eða meðaljón og hvort upptakan sé á einkaheimili eða hlutir séu teknir á almannafæri. Formaður Blaðamannafélagsins bendir fólki á að gæta orða sinna og líta í eigin barm. 29. nóvember 2018 11:58 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Fólk þurfi að axla ábyrgð á eigin gjörðum og ummælum Forstjóri Persónuverndar segir það skipta máli þegar samtöl fólks séu tekin upp hvort um sé að ræða opinbera persónu eða meðaljón og hvort upptakan sé á einkaheimili eða hlutir séu teknir á almannafæri. Formaður Blaðamannafélagsins bendir fólki á að gæta orða sinna og líta í eigin barm. 29. nóvember 2018 11:58
Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11
Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02