Innanlandsflug og strætóferðir á landsbyggðinni í lamasessi vegna veðurs Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 09:56 Lokað var fyrir umferð um Kjalarnes í morgun. Vísir/vilhelm Innanlandsflug liggur nú niðri vegna veðurs og ferðir Strætó á landsbyggðinni falla einnig niður í dag. Gular og appelsínugular viðvaranir eru enn í gildi á landinu öllu en gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að í fljótu bragði virðist sem veðurspár hafi gengið eftir. Hún gerir ráð fyrir að vind lægi með deginum en veður verður þó áfram mjög vont vestan- og suðaustantil á landinu fram til klukkan 14. Veður á Norðurlandi verður hins vegar áfram slæmt. „En veðrið á Norðurlandi er komið til að vera alveg næsta sólarhringinn og líklega frameftir degi á morgun.“ Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið í dag muni hafa töluverð áhrif á ferðir á landsbyggðinni. Áætlunarferðir úti á landi í dag verða með þessum hætti:Allar ferðir milli Hvolsvallar og Hafnar í Hornafirði falla niður í dag.Allar ferðir með leið 57 milli Reykjavíkur og Akureyrar falla niður í dag.Allar morgunferðir með leiðum 78 og 79 í Eyþingi falla niður.Leiðir 51 og 52 aka samkvæmt áætlun á milli Reykjavíkur og Hvolsvallar í dag.Leið 55 ekur samkvæmt áætlun á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Þá liggur allt innanlandsflug nú niðri vegna veðurs. Öllu flugi til Ísafjarðar hefur verið aflýst en öðru hefur verið seinkað. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Air Iceland Connect munu frekari upplýsingar um innanlandsflug liggja fyrir um klukkan 13:30 í dag Eftirfarandi vegir eru jafnframt lokaðir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni: Þjóðvegur 1 frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni og frá Hvolsvelli að Vik. Á Kjalarnes og á Snæfellsnes við Hraunsmúla, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Hófaskarði Einnig á Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi. Hornafjörður Strætó Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Innanlandsflug liggur nú niðri vegna veðurs og ferðir Strætó á landsbyggðinni falla einnig niður í dag. Gular og appelsínugular viðvaranir eru enn í gildi á landinu öllu en gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að í fljótu bragði virðist sem veðurspár hafi gengið eftir. Hún gerir ráð fyrir að vind lægi með deginum en veður verður þó áfram mjög vont vestan- og suðaustantil á landinu fram til klukkan 14. Veður á Norðurlandi verður hins vegar áfram slæmt. „En veðrið á Norðurlandi er komið til að vera alveg næsta sólarhringinn og líklega frameftir degi á morgun.“ Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið í dag muni hafa töluverð áhrif á ferðir á landsbyggðinni. Áætlunarferðir úti á landi í dag verða með þessum hætti:Allar ferðir milli Hvolsvallar og Hafnar í Hornafirði falla niður í dag.Allar ferðir með leið 57 milli Reykjavíkur og Akureyrar falla niður í dag.Allar morgunferðir með leiðum 78 og 79 í Eyþingi falla niður.Leiðir 51 og 52 aka samkvæmt áætlun á milli Reykjavíkur og Hvolsvallar í dag.Leið 55 ekur samkvæmt áætlun á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Þá liggur allt innanlandsflug nú niðri vegna veðurs. Öllu flugi til Ísafjarðar hefur verið aflýst en öðru hefur verið seinkað. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Air Iceland Connect munu frekari upplýsingar um innanlandsflug liggja fyrir um klukkan 13:30 í dag Eftirfarandi vegir eru jafnframt lokaðir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni: Þjóðvegur 1 frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni og frá Hvolsvelli að Vik. Á Kjalarnes og á Snæfellsnes við Hraunsmúla, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Hófaskarði Einnig á Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi.
Hornafjörður Strætó Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08