Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekki sáttur með tap sinna manna gegn PSG í París í kvöld.
Tapði setur Liverpool í erfiða stöðu fyrir lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, þeir rauðklæddu þurfa að vinna topplið riðilsins, Napólí, til þess að komast áfram.
„Við erum vonsviknir því við teljum okkur vera nógu góða til þess að koma hingað og vinna. Að lokum var þetta ekki okkar kvöld,“ sagði Henderson í leikslok.
„Við fengum vítamínsprautu rétt fyrir hálfleikinn og héldum áfram. Nú er staðan bara þannig að við þurfum að halda þessu í okkar höndum og vinna á Anfield.“
„Við byrjuðum leikinn ekki vel en þeir gerðu það og refsuðu okkur. Við brugðumst vel við og vorum að valda þeim vandræðum alveg til leiksloka,“ sagði Jordan Henderson.
Henderson: Þurfum að halda þessu í okkar höndum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti



Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn