Marouane Fellaini var hetjan en hann skoraði eina mark leiksins í uppbótartímanum. Manchester United og Juventus eru bæði komin áfram en Young Boys og Valencia sitja eftir. United hefur 10 stig og markatöluna 6-2 eftir fimm leiki.
Jose Mourinho, knattspynustjóri Manchester United, montaði sig af því eftir leikinn að hann hefði fjórtán sinnum tekið þátt í Meistaradeildinni með sitt lið og komist upp úr riðlakeppninni í öll fjórtán skiptin.
Manchester United goðsögnin Paul Scholes verður seint kallaður aðdáandi Jose Mourinho eða þess leikstíls sem Portúgalinn lætur liðið spila. Það breyttist ekki í gær þrátt fyrir sigur og sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eins og sjá má hér fyrir neðan.
"I thought they were awful tonight. Terrible."
Paul Scholes is just a disgruntled Man United fan pic.twitter.com/YrfItrW6mv
— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 27, 2018
„Mér fannst þeir vera skelfilegir í þessum leik, þeir voru hræðilegir og þá sérstaklega í síðari hálfleiknum,“ sagði Paul Scholes.
„Ef þeir hefðu verið að spila á móti liði sem gæti eitthvað þá hefðu þeir tapað þessum leik,“ sagði Scholes.
„Þetta minnti mig á Sevilla leikinn í fyrra og það vantaði bara gæði allstaðar á vellinum,“ sagði Scholes.
Paul Scholes lék með Manchester United allan sinn feril, fyrst frá 1993 til 2011 og svo aftur tímabilið 2012-13. Hann spilaði alls 718 leiki fyrir félagið og vann 25 titla þar af Englandsmeistaratitilinn ellefu sinnum.