Pútín á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2018 01:00 Pútín dvelur nú í góðu yfirlæti á Suðurlandi en hann hefur haldið sig á sama staðnum í þrettán ár á þessum tíma. Hér erum við að tala um forystusauð á bænum Brúnastöðum. Þegar komið er í fjárhúsið á Brúnastöðum í Flóahreppi hjá þeim Ágústi Inga og Elínu Magnúsdóttur má sjá nokkrar fallegar forystuær en af öllum ólöstuðum er það hrúturinn Pútín sem ber af í fjárhúsinu, stór og stæðilegur með flott horn. Ágúst Ingi er ánægður með forystuféð sitt. „Við erum með þetta svona til gamans, þetta er náttúrulega ekki kjötfé. Við erum með fimm forystukindur og einn sauð sem er að verða þréttán vetra, farina að eldasta blessaður“, segir Ágúst Ingi. Ágúst Ingi Ketilsson sauðfjár og kúabóndi á Brúnastöðum.Magnús HlynurÁgúst Ingi segir nauðsynlegt að viðhalda stofninum á Íslandi. „Já, þetta er náttúrulega einstakur stofn og búið að skilgreina hann sem sérstakt sauðfjárkyn í landinu. Mig minnir að það séu um þúsund forystukindur í landinu, það er nauðsynlegt að viðhalda þessu eins og öðrum búfjárkynjum. Það eru mjög margir með forystukindur svona sér til gamans“. Forystufé hefur verið til á Íslandi um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystufénu. Góður forystusauður fer á undan í slæmri færð og finnur bestu leiðina. Forystufé er einnig talið veðurglöggt og er það oft tregt til að fara úr húsi ef von er á slæmum veðrum. Í Þistilfirði er rekið fræðasetur um forystufé sem Daníel Hansen rekur og hefur byggt upp af myndarskap. „Þetta eru bara einstakar skepnur sem hvergi eru til annars staðar í heiminum og ræktaðar með allt öðru hugarfari en venjulegar kindur. Í dag eru um þrettán hundruð hreinræktar forystukindur á Íslandi og þetta er eiginlega bara tegund í útrýmingarhættu“, segir Daníel. Flóahreppur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Pútín dvelur nú í góðu yfirlæti á Suðurlandi en hann hefur haldið sig á sama staðnum í þrettán ár á þessum tíma. Hér erum við að tala um forystusauð á bænum Brúnastöðum. Þegar komið er í fjárhúsið á Brúnastöðum í Flóahreppi hjá þeim Ágústi Inga og Elínu Magnúsdóttur má sjá nokkrar fallegar forystuær en af öllum ólöstuðum er það hrúturinn Pútín sem ber af í fjárhúsinu, stór og stæðilegur með flott horn. Ágúst Ingi er ánægður með forystuféð sitt. „Við erum með þetta svona til gamans, þetta er náttúrulega ekki kjötfé. Við erum með fimm forystukindur og einn sauð sem er að verða þréttán vetra, farina að eldasta blessaður“, segir Ágúst Ingi. Ágúst Ingi Ketilsson sauðfjár og kúabóndi á Brúnastöðum.Magnús HlynurÁgúst Ingi segir nauðsynlegt að viðhalda stofninum á Íslandi. „Já, þetta er náttúrulega einstakur stofn og búið að skilgreina hann sem sérstakt sauðfjárkyn í landinu. Mig minnir að það séu um þúsund forystukindur í landinu, það er nauðsynlegt að viðhalda þessu eins og öðrum búfjárkynjum. Það eru mjög margir með forystukindur svona sér til gamans“. Forystufé hefur verið til á Íslandi um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystufénu. Góður forystusauður fer á undan í slæmri færð og finnur bestu leiðina. Forystufé er einnig talið veðurglöggt og er það oft tregt til að fara úr húsi ef von er á slæmum veðrum. Í Þistilfirði er rekið fræðasetur um forystufé sem Daníel Hansen rekur og hefur byggt upp af myndarskap. „Þetta eru bara einstakar skepnur sem hvergi eru til annars staðar í heiminum og ræktaðar með allt öðru hugarfari en venjulegar kindur. Í dag eru um þrettán hundruð hreinræktar forystukindur á Íslandi og þetta er eiginlega bara tegund í útrýmingarhættu“, segir Daníel.
Flóahreppur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira