Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 14:00 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Thomas Møller Olsen, 31 árs Grænlendingur, var í Landsrétti í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar 2017. Þannig staðfesti Landsréttur sömu niðurstöðu úr Héraðsdómi Reykjaness. Thomas var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, sagðist við dómsuppkvaðninguna fastlega búast við því að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Þær bætur sem foreldrum Birnu voru dæmdar í héraði voru staðfestar. Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, voru dæmdar fjórar milljónir króna ásamt vöxtum og móður hennar, Sigurlaugu Hreinsdótur, rúmlega þrjár milljónir króna með vöxtum. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 og verður í framhaldinu birtur á vefsíðu Landsréttar. Thomas var í héraði einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar 2017 og kemur það til frádráttar refsingunni.Jón H. B. Snorrason saksóknari var viðstaddur dómsuppkvaðninguna fyrir hönd ákæruvaldsins. Með honum á myndinni er Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar.Vísir/VilhelmTaldi eðlilegt að þyngja dóminn Óhætt er að segja að fá mál hafi fangað athygli þjóðarinnar á sama hátt og það sem nú hefur verið dæmt í bæði í héraði og Landsrétti. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Hann hefur bent á skipsverjann Nikolaj Olsen og talið líklegt að hann hafi orðið Birnu að bana. Thomas hefur þó alfarið neitað að segja frá því sem gerðist á fjögurra klukkustunda tímabili að morgni 14. janúar þegar talið er að henni hafi verið ráðinn bani og líkinu komið fyrir. Ákæruvaldið fór fram á átján ára fangelsi í héraði en niðurstaðan var nítján ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið fyrir Landsrétti, sagði ekki óeðlilegt að Thomas fengi enn þyngri refsingu fyrir að reyna að koma sök á félaga sinn, fyrrnefndan Nikolaj.
Thomas Møller Olsen, 31 árs Grænlendingur, var í Landsrétti í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar 2017. Þannig staðfesti Landsréttur sömu niðurstöðu úr Héraðsdómi Reykjaness. Thomas var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, sagðist við dómsuppkvaðninguna fastlega búast við því að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Þær bætur sem foreldrum Birnu voru dæmdar í héraði voru staðfestar. Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, voru dæmdar fjórar milljónir króna ásamt vöxtum og móður hennar, Sigurlaugu Hreinsdótur, rúmlega þrjár milljónir króna með vöxtum. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 og verður í framhaldinu birtur á vefsíðu Landsréttar. Thomas var í héraði einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar 2017 og kemur það til frádráttar refsingunni.Jón H. B. Snorrason saksóknari var viðstaddur dómsuppkvaðninguna fyrir hönd ákæruvaldsins. Með honum á myndinni er Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar.Vísir/VilhelmTaldi eðlilegt að þyngja dóminn Óhætt er að segja að fá mál hafi fangað athygli þjóðarinnar á sama hátt og það sem nú hefur verið dæmt í bæði í héraði og Landsrétti. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Hann hefur bent á skipsverjann Nikolaj Olsen og talið líklegt að hann hafi orðið Birnu að bana. Thomas hefur þó alfarið neitað að segja frá því sem gerðist á fjögurra klukkustunda tímabili að morgni 14. janúar þegar talið er að henni hafi verið ráðinn bani og líkinu komið fyrir. Ákæruvaldið fór fram á átján ára fangelsi í héraði en niðurstaðan var nítján ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið fyrir Landsrétti, sagði ekki óeðlilegt að Thomas fengi enn þyngri refsingu fyrir að reyna að koma sök á félaga sinn, fyrrnefndan Nikolaj.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00