Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 14:00 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Thomas Møller Olsen, 31 árs Grænlendingur, var í Landsrétti í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar 2017. Þannig staðfesti Landsréttur sömu niðurstöðu úr Héraðsdómi Reykjaness. Thomas var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, sagðist við dómsuppkvaðninguna fastlega búast við því að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Þær bætur sem foreldrum Birnu voru dæmdar í héraði voru staðfestar. Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, voru dæmdar fjórar milljónir króna ásamt vöxtum og móður hennar, Sigurlaugu Hreinsdótur, rúmlega þrjár milljónir króna með vöxtum. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 og verður í framhaldinu birtur á vefsíðu Landsréttar. Thomas var í héraði einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar 2017 og kemur það til frádráttar refsingunni.Jón H. B. Snorrason saksóknari var viðstaddur dómsuppkvaðninguna fyrir hönd ákæruvaldsins. Með honum á myndinni er Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar.Vísir/VilhelmTaldi eðlilegt að þyngja dóminn Óhætt er að segja að fá mál hafi fangað athygli þjóðarinnar á sama hátt og það sem nú hefur verið dæmt í bæði í héraði og Landsrétti. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Hann hefur bent á skipsverjann Nikolaj Olsen og talið líklegt að hann hafi orðið Birnu að bana. Thomas hefur þó alfarið neitað að segja frá því sem gerðist á fjögurra klukkustunda tímabili að morgni 14. janúar þegar talið er að henni hafi verið ráðinn bani og líkinu komið fyrir. Ákæruvaldið fór fram á átján ára fangelsi í héraði en niðurstaðan var nítján ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið fyrir Landsrétti, sagði ekki óeðlilegt að Thomas fengi enn þyngri refsingu fyrir að reyna að koma sök á félaga sinn, fyrrnefndan Nikolaj.
Thomas Møller Olsen, 31 árs Grænlendingur, var í Landsrétti í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar 2017. Þannig staðfesti Landsréttur sömu niðurstöðu úr Héraðsdómi Reykjaness. Thomas var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, sagðist við dómsuppkvaðninguna fastlega búast við því að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Þær bætur sem foreldrum Birnu voru dæmdar í héraði voru staðfestar. Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, voru dæmdar fjórar milljónir króna ásamt vöxtum og móður hennar, Sigurlaugu Hreinsdótur, rúmlega þrjár milljónir króna með vöxtum. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 og verður í framhaldinu birtur á vefsíðu Landsréttar. Thomas var í héraði einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar 2017 og kemur það til frádráttar refsingunni.Jón H. B. Snorrason saksóknari var viðstaddur dómsuppkvaðninguna fyrir hönd ákæruvaldsins. Með honum á myndinni er Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar.Vísir/VilhelmTaldi eðlilegt að þyngja dóminn Óhætt er að segja að fá mál hafi fangað athygli þjóðarinnar á sama hátt og það sem nú hefur verið dæmt í bæði í héraði og Landsrétti. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Hann hefur bent á skipsverjann Nikolaj Olsen og talið líklegt að hann hafi orðið Birnu að bana. Thomas hefur þó alfarið neitað að segja frá því sem gerðist á fjögurra klukkustunda tímabili að morgni 14. janúar þegar talið er að henni hafi verið ráðinn bani og líkinu komið fyrir. Ákæruvaldið fór fram á átján ára fangelsi í héraði en niðurstaðan var nítján ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið fyrir Landsrétti, sagði ekki óeðlilegt að Thomas fengi enn þyngri refsingu fyrir að reyna að koma sök á félaga sinn, fyrrnefndan Nikolaj.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00