Hágrét þegar að hann sá bros á vörum Kristbjargar og vissi að HM væri möguleiki Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 10:00 Kristbjörg Jónasdóttir smellir einum á landsliðsfyrirliðinn Aron Einar áður en hann hélt á HM. Vísir/EgillA Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, gekk ekki heill til skógar á HM 2018 í Rússlandi en spilaði samt eins mikið og hann gat og fórnaði líkama sínum fyrir land og þjóð eins og svo oft áður. Í bókinni Aron - Sagan mín segir miðjumaðurinn öflugi frá öllu sem gekk á í kringum meiðslin sem að hann varð fyrir í lok apríl á þessu ári á móti Hull sem voru ekki langt frá því að ræna hann tækifærinu að leiða íslenska liðið út á HM. Aron segir frá því að honum leið ekki vel í upphitun fyrir leikinn. Hann var orkulaus og stífur en hugsaði með sér að hann myndi detta í gang þegar að flautað væri til leiks.Útlitið var ekki gott nokkrum mánuðum fyrir HM.vísir/getty45 mínútur í hólknum Leikurinn byrjaði vel en eftir aðeins fimm mínútur steig Aron niður í vinstri ökklann en leggurinn fór fram á við. Hann missteig sig harkalega og þá heyrðist „klikk“ í fætinum. Þegar að hann reyndi svo að standa upp heyrðist annað „klikk“ í hnénu. Fljótlega eftir leik kom í ljós að liðbandið skaddaðist ekki en klárt var að Aron þurfti að fara í myndatöku. Hann óttaðist það versta, að geta ekki verið með Íslandi á HM 2018 í Rússland. Hann fór á einkaklíník í Cardiff til sérfræðings sem renndi honum inn í „hólk“ eins og Aron orðar það. Myndatakan tók 45 mínútur og allan tímann var Aron að hugsa: „Hversu alvarlegt er þetta? Næ ég HM? Er ferilinn minn í hættu? Er hann bara búinn?“Aron Einar Gunnarsson leiddi íslenska liðið út á HM.vísir/gettyBrosið Þegar að myndatakan kláraðist klæddi Aron sig og rölti inn í herbergið þar sem að læknarnir og Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons, höfðu verið að horfa á myndirnar í rauntíma. Það var þá sem að hann fékk að vita að möguleikinn væri fyrir hendi að fara með til Rússlands. „Þegar að ég kom inn í herbergið var andlit Kristbjargar það fyrsta sem ég sá - og hún brosti! Það létti yfir mér á einu augnabliki, örugglega sterkar en nokkru sinni fyrr á ævinni,“ segir Aron í bókinni. „Ég brotnaði gjörsamlega niður. Það að ég ætti von, vonarglætu, endurspeglaðist svo ótrúlega skýrt í andlitinu á Kristbjörgu. Ég hágrét, vitandi að ég ætti einhvern séns,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Louis Van Gaal lét Aron Einar Gunnarsson heyra það á fyrstu æfingu landsliðsfyrirliðans með aðalliði AZ Alkmaar. 22. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, gekk ekki heill til skógar á HM 2018 í Rússlandi en spilaði samt eins mikið og hann gat og fórnaði líkama sínum fyrir land og þjóð eins og svo oft áður. Í bókinni Aron - Sagan mín segir miðjumaðurinn öflugi frá öllu sem gekk á í kringum meiðslin sem að hann varð fyrir í lok apríl á þessu ári á móti Hull sem voru ekki langt frá því að ræna hann tækifærinu að leiða íslenska liðið út á HM. Aron segir frá því að honum leið ekki vel í upphitun fyrir leikinn. Hann var orkulaus og stífur en hugsaði með sér að hann myndi detta í gang þegar að flautað væri til leiks.Útlitið var ekki gott nokkrum mánuðum fyrir HM.vísir/getty45 mínútur í hólknum Leikurinn byrjaði vel en eftir aðeins fimm mínútur steig Aron niður í vinstri ökklann en leggurinn fór fram á við. Hann missteig sig harkalega og þá heyrðist „klikk“ í fætinum. Þegar að hann reyndi svo að standa upp heyrðist annað „klikk“ í hnénu. Fljótlega eftir leik kom í ljós að liðbandið skaddaðist ekki en klárt var að Aron þurfti að fara í myndatöku. Hann óttaðist það versta, að geta ekki verið með Íslandi á HM 2018 í Rússland. Hann fór á einkaklíník í Cardiff til sérfræðings sem renndi honum inn í „hólk“ eins og Aron orðar það. Myndatakan tók 45 mínútur og allan tímann var Aron að hugsa: „Hversu alvarlegt er þetta? Næ ég HM? Er ferilinn minn í hættu? Er hann bara búinn?“Aron Einar Gunnarsson leiddi íslenska liðið út á HM.vísir/gettyBrosið Þegar að myndatakan kláraðist klæddi Aron sig og rölti inn í herbergið þar sem að læknarnir og Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons, höfðu verið að horfa á myndirnar í rauntíma. Það var þá sem að hann fékk að vita að möguleikinn væri fyrir hendi að fara með til Rússlands. „Þegar að ég kom inn í herbergið var andlit Kristbjargar það fyrsta sem ég sá - og hún brosti! Það létti yfir mér á einu augnabliki, örugglega sterkar en nokkru sinni fyrr á ævinni,“ segir Aron í bókinni. „Ég brotnaði gjörsamlega niður. Það að ég ætti von, vonarglætu, endurspeglaðist svo ótrúlega skýrt í andlitinu á Kristbjörgu. Ég hágrét, vitandi að ég ætti einhvern séns,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Louis Van Gaal lét Aron Einar Gunnarsson heyra það á fyrstu æfingu landsliðsfyrirliðans með aðalliði AZ Alkmaar. 22. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00
Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Louis Van Gaal lét Aron Einar Gunnarsson heyra það á fyrstu æfingu landsliðsfyrirliðans með aðalliði AZ Alkmaar. 22. nóvember 2018 10:00